Lýðveldið - 17.06.1937, Blaðsíða 3

Lýðveldið - 17.06.1937, Blaðsíða 3
LÝÐVELDIÐ Dr. Björn Bjarnason frá Við firði (1873-1918). Eftir að Friðrik konungur III. liafði safnað til Danmerkur tölu- verðu af handritum vorum, þar . á meðal Flateyjarbók, er Bryn- jólfur Sveinsson gaf konungi, var fyrsta yerkefnið að lesa og þýða handritin. Yarð það að líkum, að þessa þraut urðu íslendingar að leysa. Má þar til nefna Þormóð Torfason og Finn Magnússon og fleiri. Næsta verkefnið var að skýra málið málfræðislega, og það gjörðu þeir Kr. Rask og Konráð ■ íiíslason o. fl. Þá var þriðja verk- efnið að semja orðabækur yfir málið, það gjörðu þeir: Björn Halldórsson, Sveinbjörn Egilsson ©g Guðbrandur Vigfússon o. fl. Marga fleiri mætti nefna, sem unnu að því mikla brautryðjanda- starfi að gjöra rannsókn ísl. forn- rita aðgengilega fyrir fræðimenn, svo sem þá Árna Magnússon og 'Jón Sigurðsson, sem söfnuðu fjölda bandrita, fornum og nýj- um, og bjuggu þannig í hendurnar á yngri kynslóðinni, er síðan hef- ir yfirfarið athuganir fyrirrenn- aranna og endurskoðað útgáfn þeirra og gefið út fyllri og ná- kvæmari útgáfur og fræðirit, eins ®g Finnur Jónsson, Sig. Nordal, Sigfús Blöndal og fl. Einn sá maður, er vér álítum . að eigi sess með þessum ágætis- mönnum og brautryðjendum á sviði íslenzkra og fornnorrænna fræða, er dr. Björn Bjarnason, Dr. Björn Bjamason frá Viðfirði. sem hér verður minst nokkuð nánar. Árið 1905 hafði hann lokið við rit sitt; „Iþróttir fornmanna", er hann hlaut doktorskjör fj-rir. Hafði sá akur verið lítt plægður áður og þótti mikið til koma, því hér var rakinn einn aðalþátturinn í uppeldi og menningu norræna kynstofnsins. Um þetta farast hon um svo orð: „Eg liefi leitast við að draga saman í eina heild alt hið helzta um líkamsmentir forn- manna, er mér hefir verið unt að finna í gömlum heimildum. Að vísu hefir mér eigi tekist í frásögn minni að vekja fullglögga hug- mynd um hið fjöruga iþróttalíf fornkynslóðanna, en engu að síð- }>ví væri trygt, að einungis væri y.eittir styrkir til þeirra fræði- greina, er íslendingum riði mest ■á að eiga vel mentaða menn í, — og enn fremur væri þá hin- «m ungu mentamönnum trygð atvinna að námi loknu. Islendingar eru svo fátæk og fámenn þjóð, að þeir hafa ekki efni á að kasta neinu á glæ, hvort heldur eru fjármunir eða góðir hæfileikar. Öllu þarf að halda hér til haga. Einmitt á sviði mentamálanna þarf fram- ar öðru örugga og víðsýna .stjórn. Þar verður fyrst og fremst að ráða umhyggjan fyr- :5r almennings heill. Hitt er bæði ; skaðlegt og vítavert, ef persónu legur kunningsskapur eða aðr- ar svipaðar ástæður ráða nokkru um úthlutun styrkja. Þar á að- > eins tvent að koma til greina: Hæfileikar umsækjanda og ' þarfir ríkisins. Full ástæða væri og til að at- Jiuga, hvort ekki væri happa- drýgra, að hafa námsstyrkina færri, en þeim mun ríflegri. Nám erlendis af mjög miklum vanefnum getur orðið til þess, að hleypa kyrkingi í andlegan ’þroska manna, auk þess sem líkamlegri heilbrigði þeirra er imikil hætta búin af slíku harð- rétti. Námsstyrkir, þótt smáir séu, ýta oft undir fátæka pilta að leggja út í nám, sem ekki er nægilega trygt fjárhagslega. Ef styrkirnir yrðu hinsvegar færri og stærri, væri þeim, er þá hreptu, auðið að stunda nám sitt við sæmileg kjör - og hefðu menn þá fulla ástæðu til að' gera sér þeim mun betri vonir um góðan árangur. Ef náms- styrkir ríkisins yrðu það háir, að næmi námskostnaði að mestu eða öllu leyti, væri ekki nema sanngjarnt, að það gjörði kröfu til að fylgjast með námi styrk- þega sinna, svo að vissa væri fengin fyrir því, að fénu væri vel varið. Mun það algengt með öðrum þjóðum, að háskólar þeir, er opinberir styrkþegar stunda nám við, gefi við og við vottorð eða skýrslu um hvernig námið sækist. Eg hygg, að hér sé um mál að ræða, er beri að veita fulla at- hygli, svo framarlega sem það er rétt, að farsæld þjóðar bygg- ist að verulegu leyti á góðri mentun sona hennar og dætra, og þá ekki sízt þeirra, er for- ystu eiga að hafa og trúnaðar- stöður skipa. X ur vænti ég þess, að hún sýni ljós- lega, að telja má rækt feðra vorra við líkamsmenning sína eina af aðalorsökunum til þjóðþroska þeirra, bæði í ándlegu og líkam- legu tilliti. Markmið uppeldisins var hjá þeim eitt og hið sama og hjá Spartverjum forðum, að fram- leiða hrausta og þrekdjarfa kyn- slóð. En munurinn var sá — og hann næsta eftirtektarverður — að forfeður vorir beittu ekki laga- nauðung til að ná takmarkinu, heldur löðuðu þeir unglingana til sjálfmenningar með glæsilegu eft- irdæmi, frjálslyndum leiðbeining- um og' alvarlegum hvataorðum. Sjálfstæðistilfinningu ungviðisins lilúðu þeir að eftir megni, og leit- uðust við að beina henni í holla stefnu, til þess hún yxi ekki út í öfgar sínar, þvergirðingsskap- inn. Sjálfhælnin, öfundsýkin og alt annað sifjalið sérgæðingshátt- arins, er getur ekki af sér feng- ið að láta aðra njóta sannmæ’lis, var talið meðal hinna fyrirKtleg- ustu eiginleika. Drengirnir teyg- uðu svo að segja í sig með and- rúmsloftinu þá hugsun, að dreng'- lyndar hetjur skyldu þeir verða“. Dr. Björn rekur síðan alla þætti íþróttamia: Vopnaburð, Dýraveiðar, Sund, Hlaup, Skrið, Stökk, Jafnvægisgang (stikl), Brattgengi, Fang, glímu, Knattleik, Aflraunir, og alt sem um þær finst í fornum heimi'ldum. Er hér enginn lrostur að fara xit í þær rannsóknir hans. Þar dregur hann líka fram hvert spakmælið og sannmælið öðru betra. T. d. þetta: „Lítilsverður er sá höfðingi, er skortir þrek eða vilja til að efna loforð sín. Ein- mana og fyrirlitinn sá maður, er eigi má trejrsta“. Dr. Björn heldur því fram og kveðst liafa sannað það, að orðið g'líma í merkingunni fangbragða- list komi hvergi fyrir uema hér og álítur, að þessa sérstöku þýð- ing’u sína hafi það fengið við það, og um leið, og íþróttameimirnir á bezta þroskaskeiði þjóðarinnar juku listg’ildi glímunnar með nýj- um fimleikabrög'ðum, í stað þess að fangið var áður aðállega afl- raun, eins og' hernaðaríþróttirnar flestar. 1 glímunni gat sá, er minni máttar var, borið sigur úr býtum af ofjarli sínum að kröft- um, ef liann var honum fremri að mjúkleik og bragðfimi. Var þá venjulega orðað svo um góða glímumenn, er þóttu vel glímu- færir, að þeir væru mjúkir (fót- mjúkir). Þeir máttu ekki beita aflinu einu, ekki bolast — beita bolnum — þeir áttu að sýna fim- leika sinn, mjúkleik og snarræði, og kunnáttu í að beita brögðum. Þessa þjóðleg-u list, sem íslend- ingar einir hafa ræktað, má ekki vanrækja, heldur ætti að æfa hana Sagnakver dr. Bjarnar Eitt af því, sem dr. Björn frá Viðfirði hafði mestan áhuga fyrir, var þjóðsagnasöfnun. Á henni byrjaði hann strax á æskuárum og var á meðal þeirra, sem lögðu til efni í Huld, eitt hið fjölskrúðugasta og merkasta safn íslenzkra al- þýðufræða, sem til er. Seinna birti hann tvö sjálfstæð söfn, Sagnakverín, er hann nefndi svo. Þau voru bæði prentuð á ísafirði, árin 1900 og 1903. Vinsældir þeirra urðu geysileg- ar, bæði seldust upp á skömm- um tíma, og þegar frá leið, komust þau í geypiverð, enda varð mjög erfitt að ná í þau. Loks endurprentaði Snæbjörn Jónsson bóksali þau fyrir tveim árum, bæði í einu bindí, en ekki haggað við svo miklu sem staf-‘ setningu dr. Björns. Hin nýja útgáfa var þó aukin með höf-, undaskrá og registri, sem hvort tveggja var mjög æskilegt, og framan við hana er ágætur for- máli eftir Helga Hjörvar. Enn- fremur er þar mynd af dr. Birni, og öll er útgáfan með þeirri prýði, sem einkennir for- lagsbækur Snæbjarnar og al- kunn er orðin. Óbundin kostar bókin kr. 5,60. 1 Sagnakverunum eru milli og rækta áfram, ef þess væri völ. Glíman ætti að verða. lokaþáttur í öllum leikfimisæfingum, er sýndi hve miklum mjúkleik unt væri að ná og hve snarar og viðbrag’ðs- snög'gar ahar hreyfingar gætu orðið með góðri æfingu og tamn- ing'u. Fvrir Iiugskotssjónum forn- manna stóð ímynd sigursællar hetju sem uppeldismarkmið. í frá- sögnunum um norrænu víkingana eru þeir dáðir fyrir líkamlegt at- gervi: líkamsfegurð, hugrekki, afl, íþróttir, snyrtimensku í fram- göngu og' klæðaburði; er það mjög á líkan veg og fornskáld Grikkja lýsa þjóðfrægum aflrauna- og fimleikamönnum sínum. Að þessu hinu sarna ættu æskumenn vorir að keppa, og umfram alt mega skólarnir ekki vanrækja að kenna leikfimi og íþróttir — 'líkamsrækt — við hliðina á hinni bóklegu fræðslu. „íþróttir formanna“, aðal-bók- mentaafrek dr. Björns, er svo vel rituð, með óbifanlegri trú á þroskagildi íþróttanna, að hana rná lesa eins og hrífandi skáld- sögu, og hana «tti sérhver íþróttaiðkandi að lesa og eiga. Ef hér yrði stofnaður alhliSa íþrótta- skólivirðist einsætt, æð þessa bók ætti að kenna þar. J. 40 og 50 sögur. Allar eru þær góðar, en ekki allar jafn-merk- ar. Sumar eru þær hreinustu djásn, og allar eru þær lista- verk; fyrir því hefir dr. Björn séð. Höfundarnir eru að vísu margir, en bersýnilega hefir safnandinn fágað mál þeirra allra, því hver saga er með orð- færi og stíl hans sjálfs. Þó að hendurnar séu Esaús, er samt röddin ávalt Jakobs. Rétt er að benda á það hér, að frásögnin um svipinn, sem Gestur Pálsson sá, er að sumu leyti fyllri í Ritsafni hans (Rvk. 1927, bls. 535), og var þó bróð- ir Gests heimildarmaður dr. Björns. Viðauka við tvær sög- urnar, Lottuherbergið og Sporðs feðga, hefir síra Þorvaldur Jakobsson tekið upp í hina á- gætu útgáfu sína af Huld (Rvk. 1936, II. bindi, bls. 232 og 238), eftir Theodór Arnbjarn- arson frá Ósi og Pál Sigurðsson lækni. Fram hjá þeim viðauk- um má ekki ganga þegar þess- ar eftirtektarverðu sögur eru lesnar. Ævintýri dr. Björns komu út í Reykjavík 1903. Hin nýja út- gáfa er gerð af mikilli ná- kvæmni og prentuð á frábær- lega góðan pappír, en annars hefir það verið of algengt, að prenta íslenzkar barnabækur á lélegan pappír. Það er þó slæmt bæði vegna lélegrar endingar, en þó einkum vegna þess, að þar með er unnið að því, að kæfa niður smekkvísi barnanna. Þetta er ein hin bezta lesbók, sem völ er á handa börnum og ungl- ingum, eins og síra Árni Sigurðs- son og síra Benjam. Kristjánsson hafa rækilega bent á. — Hér „glitrar öll frásögnin af ósvikn- um skáldskap“, segir síra Benjamín, og tekur sízt of djúpt í árinni. Framan við þessa út- gáfu er einkar hugðnæmur for- máli eftir Sigurð Jónsson skóla- stjóra, eitt hið síðasta, er hann ritaði. Þar er einnig kvæði, sem dr. Björn orti til dóttur sinnar, tvímælalaust á meðal hinna feg- urstu heilræðaljóða á íslenzku. — Kverið er selt í snotru bandi og kostar 3 krónur. Hamingjan gefi, að við fáum bráðum svona vandaða útgáfu af íþróttum fornmanna.

x

Lýðveldið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðveldið
https://timarit.is/publication/1598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.