Fiskifréttir - 06.06.1986, Qupperneq 3
föstudagur 6. júní
3
600 kg. Tjaldanes 1,0 og Blíðfari
800 kg. Flestir þessir bátar kom-
ust ekki nema í einn róður. Flat-
eyri: Gyllir landaði 134 tonnum
þann 27. maí eftir 7 daga og var sá
afli grálúða. Jónína hafði þetta
4-5 tonn í róðri í s.l. viku og Byr
10 tonn yfir vikuna. Þessir bátar
eru nú búnir að taka upp en Sifin
hætti 11. maí s.l. Smærri bátar og
trillur eru nú að fara af stað og
höfðu samtals 1-2 tonn í vik-
unni. Suðureyri: Elín Þorbjarnar-
dóttir kom með 107 tonn þann
26. maí og síðan aftur þann 2.
júní með 50-60 tonn en 25 tonn
þess afla fór í gáma á ísafirði en
restinni var landað á Suðureyri.
Aflinn var grálúða og þorskur.
Litlu bátarnir eru nú óðum að
fara af stað enda eru gæftir heldur
að batna fyrir þá.. Þeir hörðustu
hafa fengið upp í 1200 kg. yfir
daginn. Bolungarvík: Þar hafa
gæftir verið góðar að undanförnu.
Fleiðrún landaði 21 tonni af rækju
úr sínum fyrsta rækjutúr þann 30.
maí og var sá afli fenginn á 6 dög-
um. Hugrún kom daginn eftir
með 11,5 tonn einnig rækju.
Línubátar hafa fengið þetta 2-3
tonn í róðri en Llosi karlinn er nú
hættur enda búinn að gera það
gott á þessari vertíð. í síðasta
túrnum fékk hann 12,7 tonn.
Þrátt fyrir góðar gæftir hefur verið
tregt á færin og hafa menn komist
upp í rúmt tonn á dag þegar best
lætur. ísafjörður: Nokkrir togarar
lönduðu afla á Isafirði í vikunni.
Páll Pálsson landaði 166 tonnum
þann 31. maí eftir viku veiðar og
var sá afli grálúða og fóru 50 tonn
í gáma. Guðbjartur landaði 150
tonnum þann 29. maí eftir 6 daga
og var sá afli að mestu grálúða og
var hluti hans settur í einn gám.
Guðbjörg landaði c.a. 200 tonn-
um þann 2. júní eftir vikuna og
voru 120 tonn þess afla grálúða en
80 tonn ýsa og þorskur. Hluti þess
afla hafnaði í þremur gámum.
Júlíus Geirmundsson kom með
30 tonn af frystri Japansrækju
þann 26. maí eftir 13 daga. Mest-
ur hluti rækjunnar fór í fyrsta
flokk. Nú er Júlíus kominn á grá-
lúðuveiðar. Hjá Rækjuverks-
miðju O.N. Ólsens bárust 46,7
tonn á land í s.l. viku. Súðavík:
Bessi landaði að vanda á mánu-
degi og þann 26. maí kom henn
með 141 tonn af grálúðu eftir 5
daga. Bessi kom aftur mánudag-
inn 2. maí með 115 tonn og var sá
afli einnig grálúða. Nú eru rækju-
bátar að fara af stað frá Súðavík
og fóru þrír af stað í s.l. viku.
Fyrsti báturinn til þess að landa
var Valur sem kom með góðan
rækjuafla eða 12 tonn. Hólmavík:
Þar var logn og blíða þegar Fiski-
fréttir höfðu samband á mánudag-
inn var. Eftirtaldir bátar lönduðu
afla á Hólmavík og Drangsnesi í
vikunni: Sigurvon 9 tonn Donna
8, Hilmir 8, Árbjörg 4 og Grímsey
8 tonn. Hér er átt við rækjuafla en
auk þess fengu þessir bátar c.a.
eitt tonn af þorski með rækjunni.
Arnarborgin landaði tveimur
tonnum afbolfiski í vikunni.
Norðurland
Hvammstangi: Það var fremur
dauft hljóðið í Miðfirðingum á
mánudaginn þegar Fiskifréttir
hringdu þangað.,,Þetta er sama og
ekkert og varla orð á gerandi“,
voru svörin sem fengust. Flestir
eru hætti á netunum og því lítið
að frétta. Þrír bátar fóru á rækju
fyrir helgina og höfðu ekki land-
að. Vonandi verður betra hljóðið
frá Hvammstanga í næstu viku.
Blönduós: Þar er það rækjan sem
,,blívur“ og landaði Sæborgin 11
tonnum af þeim ágæta góðfiski og
Þuríður Halldórsdóttir 9 tonnum.
Skagaströnd: Arnar landaði 11
tonnum þann 29. maí og voru 109
tonn aflans þorskur. Arnar var 7
daga að fanga þennan afla. Nú er
netafiskirí að verða búið en í s.l.
viku kom Haukabergið með 9
tonn af rækju og Arnarborgin með
7-8 tonn. Auðbjörg og Hafbjörg
komu með 2-3 tonn af bolfiski
sem landað var hjá Hólanesi.
Sauðárkrókur: Hegranesið land-
aði mjög góðum þorskafla þann
29. maí þegar skipið kom með
140 tonn af þorski eftir 7 daga.
Framhald á bls. 26
'i
A Sjómannadaginn
Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir
á hátíðisdegi þeirra.
t
t
t
!
SKIPADEILD SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SIMI 28200
P