Fiskifréttir


Fiskifréttir - 06.06.1986, Side 5

Fiskifréttir - 06.06.1986, Side 5
föstudagur 6. júní 5 „Hann Binni sótti í sjávardjúp sextiu þúsund tonn“ 1904. Hann var sonur merkis- hjónanna Oddnýjar Benedikts- dóttur frá Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum og Friðriks Benónýs- sonar frá Núpi í sömu sveit. Þau höfðu flutt til Vestmannaeyja 1902, reistu bú að Gröf og bjuggu þar myndarbúi, rómuð fyrir vin- hlýju, glaðværð og gestrisni. Frið- rik gerðist snemma forðmaður, heppinn og aflasæll, og sótti hann sjó bæði á opnum skipum og vél- bátum. Jafnframt var hann dýra- læknir og bjó yfir mikilli færni í þeim efnum. Þau hjón áttu 22 börn og komust mörg af þeim til ára. Enginn sá Oddnýju bregða við allar þessar barneignir. Hún var síkát og ungleg, lág vexti, þrif- leg kona, létt á fæti og hamhleypa til verka, sem kom sér vel á þessu mannmarga heimili. Friðrik var kvikur á fæti og hýr í lund, fremur lágvaxinn, dökkur á brún og brá og samanrekinn kraftakarl til burða. Eiginleikar þeirra hjóna hafa gengið mjög í erfðir til barna þeirra. Benóný ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum í Gröf og varð snemma mikill fyrir sér. Fljótlega varð auðsætt að þar Um Binna i Gröf eftir Árna Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson var mikið mannsefni á ferðinni og stefndi hugur hans snemma til sjómennsku. Hið venjulega er að menn gerist hásetar, en Binni í Gröf fór beint í formannssætið, því innan við fermingu var hann farinn að róa á opnum bátum ásmat félögum sínum, þeim Þor- geiri Jóelssyni frá Fögruvöllum og Magnúsi ísleifssyni í Nýjahúsi. Þeir voru allir miklar aflaklær og önnuðust formennsku á bátnum til skiptis. Var mikið kapp um hvern róður, þetta voru harðfrísk- ir strákar og fastsæknir á miðin svo að mörgum eldri manninum þótti nóg um. Síðan var Binni með marga báta. Fyrsti vélbátur- inn, sem hann var með hét Frið- þjófur Nansen,síðan tók Gulla við, Newcastle, Gulltoppur, Sjöstjarnan, Sævar og Andvari, svo nokkrir séu nefndir, en árið 1954 tók hann við þeim bát sem hann var síðan með til dauðadags, Gullborgunni. Hann varð fyrst aflakóngur árið 1954 á Gullborg- unni, en síðan var hann aflakóng- ur Vestmannaeyja og landsins alls um langt árabil. Enginn hefur oft- ar verið sigurvegari á vetrarvertíð- inni, þessu íþróttamóti skipstjór- anna. Hann var sannast sagna undraverður fiskimaður. Binni í Gröf var maður sögunn- ar og þar sem hann var komst vatnið á hreyfingu. Hann var orð- heppinn, hann hafði gaman af að takast á við lífið og tilveruna á góðum stundum. Hannn gusaði í sig einu sinni til tvisvar á vertíð til þess að slappa af frá spennitreyju veiðihugans. Að öllu jöfnu var hann hæglætismaður, en ef hann Aflakóngur upp úr skipsstrandi Þrettánda apríl árið 1818 strandaði á Skálafjöru á Meðal- landi franska fiskiskútan Le Aur- ore, eða Morgunroðinn. Strandið varð niður af bænum Slýjum. Mönnum var bjargað og góss hirt, en einn skipverja sem fótbrotnaði varð eftir í Meðallandi. Sá var á fertugsaldri og hét Hendrik frá Flandern. Ekki var hann nú verr brotinn en það að hann barnaði Valgerði Jónsdóttur vinnukonu að Suðurbæ í Meðallandi og var hún á fimmtugsaldri. Hendrik frá Flandern hélt til Frakklands fyrr en varði, en þann 27. janúar 1819 fæddist Benóný Hinriksson, hans sonur varð síðar Friðrik Gissur og fjórði liðurinn var aflaklóin Binni í Gröf, Benóný Friðriksson, sem rekur uppruna sinn til skips- strands í hinni hafnlausu Vestur- Skaftafellssýslu. Einn af 22 systkinum Binni í Gröf fæddist í Gröf í Vestmannaeyjum 7. janúar árið Binni í Gröf, þjóðsaga í lifanda lífi, mesti aflamaður Islands frá upphafi, Vestmannaeyingur. Hann landaði um 60 þúsund tonnum af fiski á sinni ævi og aflaskipið hans, Gullborg, var ævintýraskip- ið sem fór gjarnan einskipa, en aflaði ávallt. Binni í Gröf var aflakló af Guðs náð, og þegar reynsla hans, tilfinning og sóknar- djörfung kristölluðust í einn fastan punkt þá var klárt að það var fiskivon. Þegar bylgjurnar dönsuðu hvað trylltast á Eyjamiðum og brimið kögraði hamrabeltin, þá stóð æðrulaus maður í brú á bát sínum og hafði yndi af þessum taktfasta dansi. Binni í Gröf. Það var sama hvernig viðraði, derhúfa og þunnprjónuð peysa voru hlífðarfötin hans. Hann var í senn afburða skipstjóri góður skipsfélagi og hann var hafsjór af vísum og ljóðum, sérstæður maður á margan hátt og eftirminnilegur öllum sem kynntust hon- um.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.