Fiskifréttir - 06.06.1986, Page 6
6
föstudagur 6. júní
fékk sér sjúss þá fór meira fyrir
honum en öðrum mönnum. Það
fylgdi honum stormur, iíf, það
þurfti að fara í sjómann, segja sög-
ur, kveðast á og tala mikið. Binni
í Gröf var alla tíð fjörkálfur og
góðlátlegur hrekkjalómur eins og
löngum hefur verið ræktað í Eyj-
um þar sem menn líta ekki of al-
varlegum augum á sjálfa sig í sam-
spili við lífið og tilveruna þegar
færi gefst. Jóraspjallið hefur löng-
um loðað við Eyjamenn.
Fimmtán ára í
fangbrögðum við Ægi
Einu sinni voru þeir félagarnir
þrír, sem fyrr er getið, og einn til,
á árabátnum fyrir vestan Eyjar
ásamt fleiri smábátum. Það var
tregt allan daginn og Binni kippir
vestar og vestar. Hann er ókunn-
ugur þessum miðum, en veiðinef-
ið ræður för. Og skyndilega skeð-
ur galdurinn, þeir lenda í óðum
fiski og kapp rennur í kinn eftir
allt slugsið daglangt. Fiskurinn er
svo snarvitlaus að þeir vita ekki af
sér fyrr en báturinn er orðinn svo
hlaðinn að út af flóir. Þeir eru þá
góðan spöl vestur af Brandinum
og hann hefur hert í kaldann,
kominn steytingur. Það er ekki
meira pláss í bátnum fyrir fisk,
þeir gera sjóklárt og draga segl við
hún. Stefnan er á Hellutá Stór-
höfða. Á morinu til fjalla má sjá
að hann er hvassari í aðsigi. Bát-
urinn þýtur áfram skriðþungur af
farminum, það sýður við hástokk
og ýlir í böndum, Siglan svignar
undan átökunum. Hver maður er
á sínum stað, í austri, við fal og
fokku og formaðurinn heldur um
völinn. Það er unnið orðalaust.
Brandur er að baki og rennt Suð-
ureyjasundið. Þá kemur babb í
bátinn, það dúrar vindur undir
Suðurey og frákastið frá berginu
rótar í hafinu. Skyndilega dregur
úr ferð bátsins, og það gefur á.
Sjór flæðir inn aftan til á stjórn-
borða. Dauðinn blasir við. í sömu
andrá hendist formaðurinn æp-
andi úr skutnum: Allir undir árar,
allir undir árar. Blöðin kljúfa haf-
flötinn, því hér eru snarir menn
sem fylgja formanni sínum,
augnablik óvissunnar líða en um
leið og báturinn kemst til ferðar
hættir að flæða inn í hann. Þeir
róa af öllum lífs og sálar kröftum
þar til vindur er aftur í segli, hætt-
an Iiðin hjá, en það er ekkert gefið
að komast að landi á litlum báti í
rokveðri og þeir verða að berjast
og berjast. í hörðustu hviðunum
tommaði ekki á móti, en eftir
þriggja tíma barning komast þeir í
logn á Víkinni. Þá var haft orð á
því að það væri töggur í þessum
strákum, því fylgst var með þeim
síðasta spölinn, farið að lengja eft-
ir þeim. Fimmtán ára strákpattar
náðu landi örþreyttir. Binni í
Gröf, Maggi í Nýjahúsi, Kalli á
Goðalandi og Geiri á Fögruvöll-
um.
Drukku sopa
af eigin eggjaseyði
Áður hafði Binni róið með karli
einum smávöxnum, Koba gamla.
Þá var aldrei róið langt. Kobi
vildi síður blúss í siglinguna.
Binni við Gullborgina.
Hann var einn af þessum ljúf-
lingsköllum sem elskuðu strákana
sína og vildi ekki stofna lífi þeirra
í hættu. Aftur á móti bauð hann
þeim heim til sín þar sem allt var
skúrað í hólf og gólf með ilmandi
handsápu og þar átti hann til að
leika sálmalög tímunum saman á
tvöföldu nikkuna sína. Einhverju
sinni um eggjatímann langaði
Binna að skreppa í berg eftir eggj-
um. Hinn frómi maður Kobi
mátti ekki heyra minnst á slíkt, en
fyrir þrákelkni Binna lætur sá
gamli undan upp á smá smakk.
Eggjaþjófnaður þótti þá til stór-
glæpa. Kattliðugur kemur Binni
úr berginu og stóri ketillinn er
fylltur af eggjum. Vatnið er farið
að sjóða þegar þeir sjá rösklega
róið í áttina til þeirra. Þar fara
jarðamenn og eggjaeigendur.
Kobi vill nú henda þýfinu í sjóinn
en Binni er ekki alveg á þeim bux-
unum. Hann drífur kaffi í ketilinn
og byrjar að veifa eggjaeigendun-
um í gríð og erg. Þegar þeir eru
komnir í kallfæri býður hann
þeim upp á kaffisopa, þeir hafi
verið að hella á könnuna. Við
þetta góða boð hverfur öll tor-
tryggni jarðamanna eins og dögg
fyrir sólu og þeir söturðu í sig soð-
ið af eigin eggjum og var ekki að
sjá annað en þeim þætti sopinn
góður.
Hér í krikanum er draslið
Einu sinni var það á Nansen
gamla að þeir fengu línuna í
skrúfuna og rétt byrjaðir að draga.
Þeim þótti hart að sigla heim, en
það var austan kaldi og ágæt sigl-
ing. Það varð úr að binda í lapp-
irnar á Binna og gefa hann niður í
sjóinn með hníf í hendi. Þetta var
ekki hátt, en það var mikill velt-
ingur og hreint ekki auðvelt að
eiga við það að murka úr skrúf-
unni margtvinnað draslið. En
Binni hélt áfram að sarga og
sarga, saup eitthvað af þeim
græna, en Ioks var allt laust og
þeir gátu haldið áfram að draga.
Vandamálið var leyst.
Binni var góður íþróttamaður,
iðkaði á sínum tíma knattspyrnu
með félagi sínu, Tý, og þótti
harðskeyttur liðsmaður. Hann
lagði stund á leikfimi um margra
ára skeið og var með bestu sýning-
armönnum í þeirri grein, lunda-
veiðimaður var hann góður og
mikil skytta.
Hann var eitilharður þegar á
reyndi. Einni sinni bar svo við að
hann var eitthvað lasinn, en það
var sjaldgæft, og stýrimaðurinn
fór með bátinn. Þeir koma að
landi síðdegis og hafa orðið fyrir
þvi óhappi að missa veiðarfærin,
voru á snurvoð og höfðu misst
voð, tog og allt heila gilið. Stýri-
maðurinn fer heim til Binna og
var frekar framlágur þegar hann
segir tíðindin. Binni rís úr rekkju,
sléttir úr sænginni og spyr hvar
hann hafi verið á sjó. Stýrimaður
var klár á því og greinir nákvæm-
lega frá landmiðum, sker í nibbu
og nibba í berg. Binni segir að
þetta sé augljóst, strikar á sængina
eftir lýsingu stýrimanns: Hraunið
liggur svona, þú kastar svona og
þess vegna verður allt fast, sjáðu,
hér í krikanum er draslið.
Næstu nótt rís Binni úr rekkju
og fer á sjó, veiðarfæralaus.
Tveimur dögum síðar kemur kall
að landi með fullan bát og aflann
hafði hann auðvitað fengið í
týndu veiðarfærin.
„Strong working —
Strong living“
í bókinni Aflamenn þar sem
Ási í Bæ ritar bráðskemmtilegan
kafla um Binna í Gröf og m.a. er
stuðst við í þessari grein, segir frá
einu atviki þar sem Binni hefur
rokið í að leysa málið og þá er
ekki spurt um stund né stað frem-
ur en hann brást því nokkurn
tíma í sínu starfi að taka af skarið
í skylduverkunum. Ólafur Kristj-
ánsson meðeigandi Binna í Sævari
segir frá söluferð til Englands:
„Eitt sumarið gerðum við túr til
Englands. Ég flæktist með svona
meira að gamni mínu. Á leiðinni
bilaði vélin og við urðum stopp í
tvo sólarhringa. Mér þótti ekkert
sérlega skemmtilegt að velkjast í
sjálfu úthafinu á smákænu og vél-
arvana í þokkabót. En þeim
fannst held ég bara tilbreyting í
þessu. Gerðu bara við vélina og
svo var haldið áfram. Að lokinn
sölu fengum við peninga hjá um-
boðsmanni, eftir því sem hver bað
um, og svo fóru menn að
skemmta sér eins og gengur. Dag-
inn eftir þegar ég kom til umboðs-
mannsins til að gera upp reikning-
ana fæ ég heldur óblíðar viðtökur.
Binni hafði þá orðið blankur um
nóttina, fundið hýbýli umboðs-
manns, barið þar upp heldur
hraustlega — og fengið peningana
— . Þetta var í betri borgarhluta
og þeir óvanir slíkum traktering-
um um miðjar nætur, þó íslensk-
um útgerðarmönnum bregði ekki
við svona smámuni. Og vili nú
karl fá skýringu á þessu háttalagi,
maðurinn hefði átt þess kost að fá
nóga peninga kvöldið áður. Ég
reyni að útskýra fyrir honum að
þetta sé dálítið sérstakur maður,
Binni reri í stóra verkfallinu og sá um
soðfiskinn fyrir bæjarbúa. Hér er hann nýkominn að og gefur sér
tíma til að fá sér reyk. Myndin er tekin í febrúar 1961.