Fiskifréttir


Fiskifréttir - 06.06.1986, Síða 8

Fiskifréttir - 06.06.1986, Síða 8
8 föstudagur 6. júní Stjáni biái eftir Örn Árnason Hann var alinn upp við slark litilegur, skútuhark. Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip ogstœldu kjark. Sextíu ára svaðilför setur mark á brá og vör, ýrir hcerum skegg ogskör, skapið herðir, eggjarsvör. Þegar vínið vermdi sál, voru ei svörin myrk né hál, ekkert tcepitungumál talað yfirfylltri skál. Þá var stundum hlegið hátt, hnútum kastað, leikið grátt, hnefar látnir semja sátt, sýnt, hverátti í kögglum mátt. Kcemi Stjáni í krappan dans, kostir birtust fullhugans. Betri þóttu handtök hans heldur en nokkurs annars manns. Norðanjjúkið.frosti remmt, fáum hefir betur skemmt, sýldi hárið, salti stemmt. sceviþvegið, stormi kembt. Sunnanrok og austanátt eldu við hann silfur grátt. Þá var Stjána dillað dátt, dansaði skeið um hafið blátt. Sló aflagi sérhvern sjó, sat við stýri, kvað og hló, upp í hleypti, undan sló, eftir gaf og strengdi kló. Hann varalinn upp viðsjó, ungan dreymdi um skip ogsjó, stundaði alla cevi sjó, aldurhniginn fórst ísjó. II. Stjáni blái bjóst tilferðar. Bundin skeið ilendingflaut. Sjómenn spáðu öllu illu. Yzt á Valhúsgrunni braut. Kólgubólginn klakkabakki kryppu upp við hafsbrún skaut. Stjáni setti stút að vörum, stundi létt oggrönum brá, stakk í vasann, strauk úr skeggi, steig á skip ogýui frá, hjaraði stýri, strengdi klóna, stefndi undir Skagatá. Æsivindur lotulangur löðri siglum hœrra blés. . Söng í reipum. Sauð á keipum. Sá ígrcenan vegg til hlés. Stjáni blái strengdi klóna, stýrðifyrir Kilisnes. Sáu þeir á Suðurnesjum segli búinn, lítinn knörr yfir bratta bylgjuhryggi bruna hratt, sem flygi ör -siglt var hátt, og siglt var mikinn- sögðust kenna Stjána för. Vindur hcekkar. Hrönnin stcekkar. Hrímgrátt scerok felur grund. Brotsjór rís til beggja handa. Brimi lokast vík ogsund. Sljáni blái strengdi klóna, stýrði beint á drottins fund. Drottinn sjálfur stóð á ströndu: Stillist vindur! Lcekki scer! Hátt er siglt og stöðugt sjórnað. Stýra kannt þú sonur kcer. Hörð er lundin, hraust er mundin. Hjartað gott sem undir slcer. Heill til stranda, Stjáni blái, stíg á land og kom til mín. Hér er nóg að stríða og starfa. Stundaðu sjó og drekktu vín, kjós þér leiði, velþér veiði. Valin skeiðin bíður þín. Horfi eg út á himinlána. Hugur eygir glcesimynd: Mér er sem ég sjái Stjána sigla hvassa beitivind austur af sól og suður af mána, sýðurá keipum himinlind. Örn Arnarson Halldóra Sigurdórsdóttir tóksaman „Hann var alinn upp við slark, útilegur, skútuhark" Dulur, fölur og fár Sá Stjáni sem Örn Arnarson yrkir hér um hét fullu nafni Krist- ján Sveinsson. Hann fæddist að Elliðavatni við Reykjavík 14.des- ember 1872. Helga Jóhannesdótt- ir ættuð frá Álftanesi var móðir hans en um faðernið þótti leika nokkur vafi. Árið 1910 hóf hann sambúð með Guðrúnu Jónsdóttur er var fædd 29.febrúar 1876 í Gamla-Garðabæ í Keflavík. Guð- rún þótti hörkukvendi, skapmikil og forkur duglegur. Líf hennar var erfitt og vann hún alla ævi baki brotnu. Ung giftist hún Sigurjóni Arnbjörnssyni og áttu þau saman fjórar dætur en tvær dóu ungar. Ekkja varð hún 1905 svo samvist þeirra hjóna varð stutt. Sama á við um sambúð hennar og Krist- jáns en hún varð aðeins tíu ár. Kristján drukknaði á seglbát sín- um er hann var á leið heim þann 17.nóvember 1921. Hann lét eftir sigfjögurung börn. Jón Thorarensen minnist Stjána bláa og segir frá honum í Rauðskinnu hinni nýrri. Jón lýsir Stjána á eftirfarandi hátt: „Hann var frekar hár maður, grannur, og alltaf fannst mér honum vera kalt; lítill glær dropi var oftast á nefi hans; föt hans voru þröng og nærskorin, úr bláu vinnufataefni, en alltaf voru þau hrein og vel bætt. Þannig man ég bezt eftir Stjána /.../ Hann var dulur, fölur og fár við fullorðna, en með af- brigðum orðheppinn maður, ef því var að skipta.“ Fram kemur hjá Jóni að Krist- ján hefur haft gaman af krökkum og gantaðist hann oft við þau og virðist hann hafa verið vinsæll hjá þeim. Hann segir og að ef piltar voru orðnir nógu stálpaðir til að róa átti hann það til að ganga að þeim, taka í handlegg þeirra og snéri þannig að hold virtist ætla frá beini og er þeir hljóðuðu sagði hann: „Ég hélt, að þú værir svo stælturaf árinni, lagsi, að puttarn- ir á mér hrykkju af vöðvunum á þér, en það er spauglaust með meyjarholdin.“ Þetta á reyndar ekki við er Kristján var með víni. Er það var var annað upp á ten- ingnum. Þá talaði hann vart við yngra fólkið en snéri máli sínu að þeim karlmönnum sem voru fyr- irferðamiklir og harðdrægir en þá var sem sjómaðurinn kæmi upp í honum. „Tök hans voru bæði frumleg og fantaleg, stundum líkt- ust því, sem hann væri að eiga við óþekka fiska við borðstokkinn. Steinbítstakið var konunglegt að hans dómi. Og Stjáni var þrennt í senn, hann var handfljótur, hand- viss og handsterkur. Var það hvort tveggja í senn grátt gaman og þó hálf broslegt að sjá aðfarir hans.“ Segir Jón í frásögn sinni. Kuldastrá á landi-konungur á sjó Að lokum látum við fylgja sögu er Jón segir frá í Rauðskinnu sinni. „En eins og vandfarið var í föt Stjána, hvað allt tusk snerti, eins var það vonlítið að ætla sér að jafnast á við snilld hans og skilning á sjómennsku. Skal ég að lokum segja frá einum degi þessa vertíð, er ávallt verður mér minn- isstæður. Þegar hér var komið, var liðið það á vertíð, að sílfiskur var farinn að ganga og menn byrjaðir með net. Allir formenn áttu þá net sín suður á Kjalmanstjarnar- vík, en þegar fiskigangan var sem mest og hrotan stóð sem hæst, þá tók frá í tvo daga, og allir, sem til þekkja, vita hve stórfiskur þolir illa að liggja í netum án þess að skemmast, og hvílíkt tjón það er. Allir formenn komu líka von bráðar og tóku sundið meðan það var sæmilegt, nema einn; hann kom ekki að sundinu fyrr en allir aðrir formenn voru lentir og höfðu sett skip sín. Kirkjuvogs- sund er gott sund og verður ekki hættulegt, fyrr sjór er orðinn hroðalegur. Þegar þetta síðasta skip kom að sundinu, mátti heita, að komið væri stórveltubrim og sundið ófært, nema ef lög komu. Formaður á þessu skipi hét Magnús Pálsson. Magnús var

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.