Fiskifréttir


Fiskifréttir - 06.06.1986, Qupperneq 9

Fiskifréttir - 06.06.1986, Qupperneq 9
föstudagur 6. júní 9 góður stjórnandi, mesti merkis- maður, skapmikill og einbeittur. Hann var bróðir síra Eggerts á Breiðabólsstað. Skip hans var átt- æringur, fremur lítið skip, en sjó- skip ágætt; skipshöfnin var eliefu eða þrettán menn. Þegar hér var komið sögu, var allt fólkið, bæði ungt og gamalt úr þorpinu, komið niður í naustin. Á tímum neyðar- innar verður fólk í litlu sjávar- þorpi að einni fjölskyldu. Allir eru sem ein hönd til hjálpar, allir þrá það sama. Og enginn, sem ekki hefir heyrt það og séð með eigin augum, getur skilið, hvílík angist og hryggð getur gripið heilt byggðarlag, þegar svona stendur á. Eins er það nú í Kikjuvogsvör- inni; grátstafir og þungur ekki heyrðist, en karlmenn þeir, sem stóðu upp á Kotvogsbakkanum svonefnda, þeir sáu betur til skipsins. Þeir sáu, að skipið hélt sig nokkuð utan við sundið. Var þá sjór orðinn svo mikill, að skip- ið hvarf alveg, og að því er manni fannst drukklanga stund í öldu- dalina, en snilldarlega var það þá varið fyrir kvikum og áföllum. Þá sáu menn líka, að til formannsins var kominn maður. Og menn vissu, hver það var. Það var Stjáni; hann reri hjá Magnúsi Skip líkt þeim sem Stjáni blái reri á. Teikning eftir Tryggva Magnússon.fÚr Islenskum sjávarháttum). þessa vertíð. Og menn vissu, hví- líkur snillingur hann var, og hversu hann gat hafið sig yfir all- an fjölda manna á svona augna- blikum. Og það skal ekki orð- lengja frekar, að nokkru seinna kom lag á sundið, sem þeir tóku, og heppnaðist vel, enda lögðu þarna tveir snillingar saman ráð sín, Stjáni og formaðurinn. Aldrei minnist ég að hafa séð hjartanlegri viðtökur né fleiri hendur draga skip upp á þurrt land en þá. En þegar skipið stóð á þurru, þá mælti Magnús formaður og var þá reiður, til þess að bæla niður í sér klökkvan: „Hana, piltar, þakkið þið nú honum Kristjáni fyrir líf- gjöfina í dag.“ Magnús var dreng- lyndur maður og vissi, hvað hann sagði. Menn, sem voru með Stjána þennan dag á sjó, sögðust aldrei hafa þekkt hann alúðlegri né skemmtilegri en þennan dag. Það var eins og hann yxi upp úr sjálfum sér, þegar hann horfðist í augu við háskann./.../ Stjáni var eins og hvert annað kuldastrá í landi, en í ríki sjómennskunnar var hann fæddur konungur, í rík- inu sem leggur svo mikið til í kjarnann í þjóðlífi okkar Islend- inga.“ Snyrtilína frá meka • Stillanlegur stóll og borð • Pöntunarkerfi fyrir 3—4tegundir á sömu línu. • Þunntljós • Bakkinn stöðvast þar sem pantað er. • Hljóðlát og sjálfvirk lína., • Fullkomin vinnuaðstaða. • Minni vöðvabólga og þreyta, aukin afköst. meka Skemmuvegi L-8, 200 Kópavogur sími 72244. I

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.