Fiskifréttir - 06.06.1986, Síða 11
föstudagur 6. júní
11
Gunnar
Sigursteinsson
tóksaman
„Þuriður snarast
þóftuámar...“
Um Þuríði formann
Þuríður snarast þóftu á mar.
Þýtur svar: „Menn œri!“
Stýrið hjarar. Ströndin bar
strykað vara-sœri.
Úr formannavísum eftir Eirík Snorrason, þar sem hann yrkir um Stokkseyrarformenn. Vísuiía má skýra á
þessa leið: Þuríður snarast á þóftumar (= fer fljótlega á skip). Svar (hennar) þýtur (= heyrist snögglega):
„Menn æri!“ (= leggi út árar). (Hún) hjarar stýrið (= setur stýrið á hjörin). Ströndin bar strykað varasæri (=
kjalfar sást sem strykmyndað „sár“ í ijörusandinum. [Hér er gefið í skyn, að vegna flýtis hafi eigi verið gætt
að hafa hlunna undir skipinu, er það var sett fram, svo að kjölurinn hafi dregizt í sandinum og sært (þ.e. rák-
að) ströndina ofan að vörinni].
Svipur hennar var einbeittur og augun snör og vökul. Setningar
hennar voru meitlaðar og svörin oft beitt sem örvar eða snöggsem
hamarshögg. Uppeldið á sjónum mótaði þessa konu. Hún var for-
maður í 25 ár. Hún var grannvaxin en nokkuð þykk um herðar og
í meðallagi há. Hún var svipmikil en neðri hluti andlitsins var
mjög lítill. Allt látbragð hennar lýsti óvenjulegu fjöri. Málrómur-
inn var harður en ekki óviðfelldinn. Framburðurinn var djarfleg-
ur. f flestu þótti hún frábrugðin og einkennileg.
Þessi lýsing á Við Þuríði Einarsdóttur formann sem fæddist á
Sléttum á Eyrarbakka árið 1777. Ekki er ætlunin með þessari
grein að rekja allan æviferil hennar lieldur að grípa niður hér og
þar til að bregða ljósi á þessa sérstæðu persónu.
Þuríður var málsvari
háseta og oft orðhnyttin í
tilsvörum
Þuríður varð háseti hjá Bjarna
bróður sínum 14 ára gömul.
Skipverjar tóku henni vel þó hún
væri svo ung að árum. Ástæðan
var sú, að hún var öllum mönnum
fisknari og virtist búa yfir öllum
þeim kostum sem góðir sjómenn
þurfa að hafa. Þuríður var snögg,
örugg, úrræðagóð, aðgætin og
glöggsæ. Hún var háseti hjá
Bjarna í sex ár en þá reyndi Jón
hreppstjóri á Stokkseyri að fá
hana í skipsrúm til sín og réðst
hún til hans 1797, tvítug að aldri.
Hásetar Jóns mátu Þuríði mik-
ils. Ef Jón var ósanngjarn í garð
háseta sinna svaraði Þuríður fyrir
þeirra hönd og tókst henni yfir-
leitt alltaf vel upp. Þuríður var
skemmtileg, ræðin og upplifgandi
jafnt á sjó sem í landi.
Þuríður var stórhuga og fljót-
huga. Hún var ráðrik og lét sér lít-
ið óviðkomandi. Hún var góð við
fátæka en óvægin við ríka menn
og lét engan gera á sinn hlut. Hún
var skynsöm, hnyttin í tilsvörum
og gagnorð. Hún var fljót að svara
fyrir sig og oft orðhvöss en notaði
aldrei stóryrði eða illyrði. Aldrei
missti hún stjórn á skapi sínu.
Hún var ómenntuð eins og títt var
um hennar daga en var eftirtektar-
söm með eindæmum og mjög
minnisgóð.
Ráðríki Þuríðar og
elskhugar hennar
Þuríður átti um ævina tvo sam-
býlismenn og einn eiginmann.
Sambúðin var í öllum tilvikum
stutt og er ástæðan iíklega ráðríki
Þuríðar. Fyrst trúlofauisi hún
Jóni nokkrum en hann fékk litlu
að ráða í búskap þeirra og lagðist
hann í drykkjuskap og fór Þuríður
frá honum af þeim sökum.
Næst bjó hún með Erlendi Þor-
varðarsyni og átti með honum
dóttur, Þórdísi.
Þegar Þuríður bjó með Erlendi
renndi Þórður nokkur hýru auga
til hennar en hún vildi ekkert með
hann hafa. Þórður greip þá tii
þess ráðs að koma af stað þeim
kvitti að hann sjálfur ætti barnið
með Þuríði en ekki Erlendur.
Berst kvitturinn til eyrna Er-
lendar og brá honum mjög í brún
við þau tíðindi. Þuríður reyndi að
grennslast fyrir um hvers vegna
Erlendur varð svona fálátur og
spurði hann en hann vildi engu
svara. Að Iokum heyrði Þuríður
kjaftasöguna og uppgötvaði um
leið ástæðuna fyrir þunglyndi Er-
lendar.
Hún spurði hann hvort hann
tryði þessum illgirnislega kvitti.
Hann svaraði, að hann vissi ekki
hverju hann ætti að trúa. Þá rak
Þuríður sambýlismann sinn á dyr
og sagði: „Þá er það næst að þú
yfirgefir mig fyrst þú trúir mér
ekki betur en þetta. Ekki vil ég
eiga þann mann sem tortryggir
Þuríður formaður. (Eftir teikningu Finns Jónssonar á Kjörseyri, sem
þekkti Þuríði á yngri árum sínum og teiknaði þá myndina).
mig í því efni.“ Varð þetta endir-
inn á þeirra sambúð.
Þórdís dóttir Þuríðar varð ekki
langlíf. Hún andaðist úr barna-
veiki á þriðja ári. Harmaði Þuríð-
ur hana mikið.
Hvernig Þuríður varð
formaður
Árið 1815 bjó Þuríður í Götu í
Stokkseyrarhreppi. Hún hafði
hug á því að kaupa kú og hafði
Jón hreppstjóri gefið í skyn að
hann myndi lána henni kýrverð-
ið. Þegar eigandi kýrinnar kom
með kúna fór Þuríður til Jóns en
Jón brást henni og segist aldrei
lána peninga. Hittir Þuríður þá
prófast í Gaulverjabæ að máli og
lánaði prófastur henni peningana
með því skilyrði að hún verði for-
maður að vetri á áttæringi hjá
honum sjálfum. Kaupir Þuríður
kúna við svo búið.
Eftir þetta ræður Þuríður sér
háseta en það fór hljótt og grunaði
engan og gekk þetta svo að vertíð-
arlokum. Kallaði Jón þá háseta
sína og Þuríði á sinn fund og bað
þau að vera hjá sér næstu vetrar-
vertíð. Þá svaraði Þuríður „Af því
þú lánaðir mér ekki kýrverðið á
dögunum er nú svo komið að ég
verða að fara frá þér.“ Jón varð þá
bálreiður og segir að þetta sé
versta bragð sem hún hefði getað
gert sér. En Þuríður hló að honum
og kvaddi. Hásetar Jóns vildu ráð-
ast til Þuríðar en hún hafði þegar
fullráðið í öll rúm og vildi heldur
ekki ráða menn Jóns.
Þannig varð Þuríður formaður
og entist hún í 25 vetrarvertíðir.
„Með skyndi nú, Snorri.“
Það getur engin kona borið
kvenbúning undir skinnklæðum á
sjónum. Konur þurfa þess vegna
að klæðast í karlmannaföt í róðra.
Vandist Þuríður því svo að hún
var í karlmannafatnaði við flest
tækifæri i landi. Það kom þó ekki
í veg fyrir að hennar yrði beðið.
Eftir að hún flutti í Götu ætlaði
hún sér að verða sjálfstæð kona til
æviloka. En það kom babb í bát-
inn. Jón Egilsson hafði verið
vinnumaður hennar og staðið sig
með prýði. Kom Þuríði og honum
mjög vel saman. Kom að því að
Jón hótaði að yfirgefa hana, nema
hún giftist sér. Þuríður þurfti á
Jóni að halda og lét tilleiðast.
Jón kvæntist henni 31. október
1820. Var Þuríður þá 43 ára en