Fiskifréttir - 06.06.1986, Page 12
12
Þuríðarbúð á Stokkseyri. Verbúð hlaðin frá grunni um miðja þessa öld á þeim stað þar sem talið er að búð
Þuríðar hafi verið. (Ljósm. Björn Jónsson).
Jón 21 árs gamall. Hjónabandið
entist ekki lengi og fór Jón frá
henni vorið 1821. Nágrannar
þeirra töldu ástæðuna vera, að
Þuríður leyfði honum ekki að
koma í rekkju hjá sér. Þau fengu
fullt skilnaðarleyfi 1829 er Jón
vildi kvænast Ingunni Jónsdóttur,
ekkju.
Ári eftir að Jón Egilsson yfirgaf
hana réði Þuríður nýjan vinnu-
mann er Snorri hét. Hann var
heldur seinlegur og kallaði hún
oft til hans ,,Með skyndi nú,
Snorri.“ Þetta varð fleyg setning
og höfð að orðtaki.
(Marr í skipi. Brimhljóð
hækkar.) Ausið í herrans
nafni, ausið.
Fyrsta veturinn sem Þuríður
bjó í Götu Ienti hún í hrakningum
á sjó til Þorlákshafnar. Sjóveður
var gott um morguninn og vildi
Jón hreppstjóri róa. Það var gert.
Meðal skipverja voru þuríður,
vinnuhjú hennar og Jón Gamla-
son. Annað skip var látið róa líka
og var Jón borgari fyrir því.
Sjór tók að ókyrrast, alls staðar
var ófært og stefndu skipin til Þor-
lákshafnar. Sjór og vindur æstust
enn og er skammt var til Þorláks-
hafnar fór sjór að ganga í skipin. í
þætti sem Klemenz Jónsson bjó
til flutnings fyrir útvarp er þessum
atburði lýst á eftirfarandi hátt:
„(Brimhljóð hækkar. Marr í
skipi) Jón hreppstjóri: Eg heiti á
ykkur að duga mér nú vel. (Kall-
ar) Ausið nú hver sem betur getur.
Ausið. Skipið fyllir með þessr
áframhaldi. Með guðs hjálp ætt-
um við að geta náð til Þorláks-
hafnar.
Þuríður: (Fastmælt) Já, ef þér
tekst að verja skipið áföllum.
Jón hreppstjóri: Ausið af öllum
kröftum. Ausið. Brim og boðar
vaxa sífellt. Ég reyni að fylgja
nafna mínum meðan ég grilli í
hann gegnum sortann. Ausið í
herrans nafni, ausið.
Þuríður: (Kallar) Fari Jón
Gamlason undir stýrið. Það mun
best duga.
Jón hreppstjóri: Ha, já, já.
(Bregður en lætur þó undan)
Komdu þér undir stýrið lagsmað-
ur. (Brimhljóð hækkar).
Háseti: Guð almáttugur hjálpi
okkur. Þarna hefur bátnum hvolft
undir Jóni borgara í brimgarðin-
um. Ætli nokkur komist af?
Jón Gamlason: Haldið þið
saman á ykkur kjöftunum.
Þuríður: Aldrei skal æðrast
drengir góðir. Með guðs hjálp
tekst það. (Brimhljóð heldur
áfram nokkra stund. Báturinn
nær landi og allir eru ómeiddir en
þjakaðir).
Sögumaður: Sagt er að Jón
hreppstjóri hafi ekki látið hlut
sinn fyrir neinum og ekki tekið
við skipunum frá öðrum. Þetta
sýnir best hvaða traust Jón hefur
borið til Þuríðar. Enda brá svo við
að engin bára fór inn í skip Jóns
hreppstjóra eftir það og lentu þeir
með heilu í Þorlákshöfn um
kvöldið. En frá Jóni borgara er
það að segja að skip hans fyllti í
lendingunni. Var flestum mönn-
um bjargað, en nokkrir drukkn-
uðu og rak þá strax upp. (Brim-
hljóð. Þögn).“
Gönguför Þuríðar eftir
hrakningana til
Þorlákshafnar
Þegar í Iand var komið bauðst
Þuríður til að tilkynna vanda-
mönnum þeirra sem drukknað
höfðu tíðindin. Lagði hún af stað
um kvöldið. Hún fór á ís yfir
Ölfusá og austur Bakkann um
nóttina. í aftureldingu kom hún
að Baugstöðum og sagði fréttina.
Svo gekk hún að Gaulverjabæ og
tilkynnti prófasti.
Þuríður sagði síðar að eftir
þennan lífsháska hefði hún ekki
tregað látna dóttur sína jafnmikið
því ef hún sjálf hefði látið lífið þá
hefði hún ekki viljað vita af Þór-
dísi munaðarlausri.
Snilld Þuríðar kemur best fram
í sjómennskunni og eru til sögur
af henni sem segja að hún hafi
tvíróið sjóinn og komið með fulla
farma í land þegar aðrir hafa
aðeins séð sjóinn brúkanlegan í
eitt skipti. En glöggskyggni og
þroskuð athyglisgáfa hennar kom
í Ijós í fleiru t.a.m. í sambandi við
Kambsránið margfræga.
Hattgarmur, sleginn
járnteinn, ólitaður leður-
skór og rannsókn Þuríðar
á þessum hlutum
Kambaránið er einstakur at-
burður í íslenskri glæpasögu og
málarekstur í sambandi við það
einhver hinn mesti og víðtækasti í
nokkru sakamáli hér á landi.
Þuríður þekkti vel til allra
þeirra sem tóku þátt í Kambsrán-
inu og þrír þeirra höfðu verið
hásetar hjá henni. Hún kom mik-
ið við sögu við rannsókn málsins.
Það var Jón hreppstjóri sem ráð-
lagði sýslumanni að hafa tal af
Þuríði „Kallið Þuríði formann til
viðtals,“ sagði Jón. „Hún var svo
skarpskyggn og eftirtektarsöm að
ég veit engan hennar líkan. Geti
hún engar bendingar gefið er ég
hræddur um að hinir seku finnist
ekki hér í nánd.“
Sýslumaður fór að ráðum Jóns
og lætur sækja Þuríði og lofaði
hann henni pappír upp á að megi
ganga í karmannabúningi hvers-
dagslega ef hún geti gefið honurn
vísbendingu um hverjir ættu aðild
að ráninu. Hann sýndi henni
nokkra hluti sem fundust eftir
ránið í Kambi. Hattgarm, snæris-
flækju, strigadruslu, sleginn járn-
tein, brúsabrot, vettling og ólitað-
an leðurskó.
Þuríður rannsakaði skóinn vel
og vandlega og sagði „Vel hefur sú
verið að sér, sem skóinn gerði.
Það er sérstakt handbragð á hon-
um og hef ég séð það á þremur
bæjum. Hinn fyrsti er Hjálmsholt.
Annar er Gaulverjabær og er ég
þó viss um að ránsmenn hafa ekki
verið þaðan. Hinn þriðji er Sléttir.
Krístin kona Jóns Geirmundsson-
ar er vel að sér og hjá henni hef ég
séð skó eins gerða og þennan.“
Ennfremur tengdi Þuríður hatt-
garminn við Sigurð Gottsvinsson.
Þuríður rak svo smiðshöggið á
verkið með því að bera saman
steðja Jóns Geirmundssonar við
járnteininn. Á steðja Jóns var
meitilspor og sáust þess merki á
járnteininum.
Þuríður hafði rétt fyrir sér í
þessu öllu og reyndust Jón Geir-
munsson og Sigurður Gottsvins-
son vera tveir af ránsmönnum.
„Þó er samviskan alltaf í
mönnum, “ sagði Þuríður
sem trúir á hið góða.
Þuríður benti sýslumanni einn-
Þorlákshafnarskip. Teinæringur. Ekki ósvipað skipum sem Þuríður reri
á, nema hvað á hennar tíma munu segl ekki hafa verið notuð á skipum
frá Stokkseyri.