Fiskifréttir - 06.06.1986, Blaðsíða 20
föstudagur 6. júní
Það er staðreynd sem óþarfi er að rifja upp eða fara um mörgum
orðum að í langan aldur eða allt fram á þessa öld voru Islendingar
nær algjörlega háðir því sem náttúran gaf af sér til sjávar og sveita.
Vitanlega má með sanni segja að við séum það enn þar sem sjávar-
fengur er enn lang stærsti hluti útflutnings okkar og það sem skap-
ar lang mestar tekjur fyrir þjóðarbúið. Nú eru hins vegar ytri að-
stæður þannig að Islendingar geta þraukað þótt eitthvað beri út af
en í „gamla daga“ var jafnan um líf eða dauða að tefla. Þá varð
fólk að neyta allra bragða við að nýta sér fátækleg gæði íslenskrar
náttúru og kannski finnst sumum nútímamönnum að of langt hafi
verið gengið og líklegt er að Greenpeacesamtök hefðu látið til sín
heyra hefðu þau þá verið til. En Islendingar eru vitanlega ekki ein-
ir um slfka fortíð. Allar veiðiþjóðir urðu að beita sínum brögðum
til að nálgast veiðidýrið. Þar varð tilgangurinn að helga meðalið -
að forða sjálfum sér og sínum frá hungri.
„Fuglinn situr á flekanum,
fljúga hann ekki má “
SteinarJ.
Lúðvíksson
tóksaman
Sjófuglaveiðin
að leggjast af
Tæknivæðing nútímaþjóðfé-
lagsins hefur gert veiðiaðferðir er
Islendingar stunduðu í langan ald-
ur úreltar og þær heyra nú sög-
unni til. Og það sem meira er.
Veiðar sem voru á sínum tíma
mjög mikilvægar og raunar héldu
lífinu í mörgu fólki á ákveðnum
árstíma tíðkast nú ekki lengur
nema þá helst sem sportmennska.
Þar má nefna veiðar á sjófugli sem
eru nú orðnar mjög litlar og vart
stundaðar nema á stöku stað.
Aður fyrr var þarna um veigamik-
inn bjargaveg að ræða - svo mik-
inn að litið var á þá staði þar sem
veiðin var mest og best sem eins-
konar matarkistur og búseta fólks
réðist m.a. af því hvernig þessar
veiðar voru stundaðar. í gömlum
frásögnum má lesa að fólk hefur
hlakkað mjög til þess tíma er
fugla-og eggjataka hófst og ný-
metið var á borð borið.
Ekki verður því á móti mælt að
íslendingar hafa sjálfsagt verið
full aðgangsharðir í öflun sinni og
sem dæmi um það má nefna að
árið 1844 voru síðustu geirfugl-
arnir sem vitað er um að til hafi
verið í heiminum drepnir við Eld-
ey og fuglinum þar með útrýmt.
En aðrir fuglar sem höfðu betri
burði til þess að bjarga sér sluppu
og svo virðist sem furðulegt jafn-
vægi hafi ríkt í náttúrunni. Alla
vega er það skoðun margra þeirra
sem fylgst hafa um langt skeið
með fuglabjörgum við fsland að
fugli hafi þar ekki fjölgað þótt
veiðum hafi verið hætt. Fuglinn
tortímist þá á annan hátt en áður.
Til eru margar frásagnir um
veiðimáta fyrr á tímum og sjálf-
sagt finnst mörgum nútímamann-
inum nóg um sumar þeirra. Það
var t.d. sagt og mun satt að þegar
Mýrdælingar sigu í björg eftir fýl
þá gátu þeir ekki haft nema aðra
höndina lausa þar sem þeir urðu
að halda hinni um sigkaðalinn.
Þegar þeir fönguðu fugl og þurftu
að aflífa hann höfðu þeir því ekki
önnur ráð en að læsa tönnunum í
haus fuglsins og brjóta þannig
höfuðkúpu hans.
Séríslenskt fyrirbrigði?
Snöruflekaveiði mun vera al-
gjörlega séríslenskt fyrirbrigði í
fuglaveiðum og það sem meira er
þá mun sú veiðiaðferð nánast
hvergi hafa verið stunduð hér-
lendis nema í grennd við Drangey
á Skagafirði. Er líklegt að þar hafi
veiðiaðferðin verið fundin upp en
þótt merkilegt megi teljast náði
hún ekki útbreiðslu - merkilegt er
sagt hér vegna þess að snörufleka-
veiðin virðist oft hafa verið árang-
ursrík og fyrirhafnarminni en
mörg önnur sjófuglaveiði. Veiði
þessi var stunduð Iangt fram á
þessa öld en var bönnuð með lög-
um árið 1966 og var forsenda
bannsins fyrst og fremst sú að
þessar veiðar þóttu ómannúðleg-
ar.
Enginn veit með vissu hvenær
Skagfirðingar hófu snörufleka-
veiðina en af Passíusálmum Hall-
gríms Péturssonar má þó sjá að
hann þekkti veiðiaðferðina og
hefur líkast til stundað hana.
. . sem fugl við snúning
snýst,/ sem snaran heldur . .
segir Hallgrímur í 9. versi 12.
Passíusálms síns og lýsir með
þessum orðum nákvæmlega við-
brögðum fugls sem fastur er á
snörufleka. Það er því ljóst að
snöruflekaveiðin var komin til
FusiUnn sítur úftekumtm,
lljttk'U Itann el■ ki niú:
l ‘œngirnir báðir hundnír
hihiílum — \otmn ith sjú
Ölditnuir hntma undir Fleiónabjarö-
Fualimi Mlur ú tlckuinmi I uelum ului a ilekammi. I uyjinit ulitrú tlci-.iiiiiiin Fuekinm sitia ú Úckaiunn,
FlaUíj hann itm tofiin hlá. jysír i bjargið. hej.ii): Framdur haii.s numa. þar að. Flýta jK’ir baminní
H i r báða hœinji Pai á hanneyy. isiim \et)a.sl við hlið:> .-g kruka hatl, — mcHHtrmrupr 'liansiioriiið
bU’% honum léingum þá. annaítt néhhiirþeim. en komast ei framar ajstdð -y ogýtafram kmmnni.
Ólurnarbrottm undír Heiðiiabjargt. Öldttrnar brotna undtr Heiðtmhjargi. 'Ötdurnakhfgma hndir Heiðnahjaryi Öldurnar hrjóia itndir Heiðnabjaryi.
Fuylinn sílur á flekaiumt.
fótutn eibeita má:
Peir era baðir bu
höndum — voium aðsjá.
Öldurnur brotna iindir Heiðnabjaryi.
I : situr á flekatium,
fÍMridiúpan ntat
Pað cr \m margh að mínnasi
i morinu niðriþar.
Öhhtrnat hrotna undir IJeiðnahjctrgi.
Fughmt wlur a llekamun Fuslarmr srth, .
Fríkka • liaf onbiari; ,,Faðir\. jobalaji
l.vjlisl kra Hðandi hrjðsti memiirnir ttppi við .lllurisliorniö
/o ■utin fn luttftð — Zijrt’ ot; emdanum /j tta I:.
Öldurnar brolna undir Heiðnabjaryi. Öldiirnar hratna nndir /Jeiðnahjaryi.
Futflai >::■ sitia a '/. • íinum
I ra.ni iða vu\kir menn
II >a> eru hrrðtr t land
Fugkirni lh ■• , o
Oy ökhtrnar hrolna undir Heiðnahjaryi