Fiskifréttir - 06.06.1986, Page 23
föstudagur 6. júní
23
Drangey á Skagafirði. Kerlingin til
hægri og Málmey í baksýn. I grennd
við Drangey var snöruflekaveiðin
stunduð og höfðu veiðimenn oftast
aðsetur í eyjunni meðan á
„vertíðinni“ stóð.
voru vandlega bundir fremst á
stjóraflekann og þess gætt að þeir
gætu ekkert hreyft sig því ef fugl-
inn barðist um gat hann fremur
fælt aðra fugla frá en hitt. Var
fuglinn hafður í svipaðri stellingu
á flekanum og hann væri að
synda. Meðan á veiðunum stóð
var vitjað um flekana tvisvar á
dag. Klukkan átta að morgni og
síðan aftur klukkan níu að kvöldi.
Stóðu vitjanirnar oftast í þrjár til
fjórar klukkustundir. Eins og við
aðrar veiðar var aflinn mjög mis-
munandi, sumar heimildir segja
að oftast hafi verið 6-10 fuglar á
fleka en aðrar að þeir hafi verið
fleiri. Best mun veiðin hafa verið
þegar nokkur strekkingur var og
var slíkur vindur þá oft kallaður
fuglagráð. í slíku veðri virtist fugl-
inn hafa mesta þörf fyrir að hvíl-
ast. Þegar logn var og gott veður
veiddist hins vegar minna og eins í
hvassviðri enda mun mikil hreyf-
ing á flekunum hafa leitt til þess
að snörurnar fóru úr egningu og
voru þar með orðnar hættulausar
þeim fugli sem skreið upp á flek-
ana.
Til eru nokkrar ágætar frásagn-
ir manna sem tóku þátt í snöru-
flekaveiðinni við Drangey um
hvernig þær gengu fyrir sig. í grein
sem nefnist Drangeyjarþættir eftir
Albert Sölvason og birtust í ritinu
Heimdragi III lýstir Albert
reynslu sinni af snöruflekaveiðum
og segir þar m.a. þannig frá:
Snör handtök
„Klukkan er um 8 að morgni.
Menn hafa fengið sér morgun-
drykkinn og egnt þær niðurstöður
sem fara á með til að skipta um.
Hver háseti hafði fjórar niður-
stöður í sjón, en 2-3 aðrar voru til
skipta þannig, að niðurstaða var
leyst af, þegar hún hafði verið
ákveðinn tíma í sjó eða hárið í
snörunni var farið að trosna, var
þá þurr niðurstaða með góðum
snörum hnýtt á. Þetta hét að
skipta um. Menn skinnklæðast,
Gömul teikning af
snörufleka eins og
þeim sem notaðir voru
í Skagafirði.
og svo er ýtt á flot. Við erum á
tveimur bátum, 6 á öðrum, 4 á
hinum. Bátunum er snúið sólar-
sinnis, fer annar t.d. á innenda
bandsins, en hinn þá norður fyrir
ey á þann enda bandsins, sem þar
er. Menn hafa auga með niður-
stöðunum, um leið og framhjá er
farið og reynt er að fylgjast með
hvort góður afli sé í vændum. Ef
mikill fjöldi fugla sást á niður-
stöðu, var svo tekið til orða, að
hún væri hauguð. — Við erum
komnir að fyrstu niðurstöðunni,
rennt er fast meðfram keflaröð-
inni, formaðurinn tekur fleka-
gogginn, það er járnkrókur festur
á endann á um það bil tveggja
metra langri sívalri stöng, bregður
honum niður í sjóinn og krækir í
trássuna rétt við flekakeflið, en
svo var keflið næst niðurstöðunni
oft nefnt - og lyftir keflinu inn í
bátinn. Áður höfðu ræðarar
stungið við með árum og tekið
skriðinn af. Ef veður var stillt og
sjólítið var látið nægja að skorða
flekakeflið við bitahöfuðið en ef
hvasst var og sjór, var farið með
trássuna fram á hnýfil og hún fest
þar, og fer þá að verða skiljanlegt,
að stjórarnir þurftu að vera þung-
ir, ef koma átti í veg fyrir að sex-
æringur færi á rek, þegar veðri var
þannig háttað. En nú er logn. For-
maðurinn lyftir fyrsta flekanum
inn í bátinn og síðan hverjum af
öðrum, endafleki er þá á milli
andófsrúmmanna, miðfleki milli
miðrúmsmanna og stjórafleki
milli austurrúmsmanna. Venju-
legast voru 6 til 10 fuglar á niður-
stöðu, gat líka verið enginn og
upp í 15.
SMGGNST UNPUt
yF/NBONP/P
Einn liður í þeirri þjónustu Hampiðjunnar að miðla upplýsingum um eiginleika
og notkun veiðarfæra, er útvqgun og dreifing myndþanda.
Nú þjóðum við sjö áhugaverð myndbönd á kostnaðarverði.
1. / TIUtAUHAlANKIMUM
2. HSKUK íTKOLU
3. HSKAP M£P PKAGNÓT
4. POKSKANCT
5. TOGVeiPAKFÆKIP
6. LÍNUVUPAK VIPALASKA
?. HUMAK- OG HSKITKOLL
Nánari upþlýsingar veitir söludeild Hampiðjunnar.
HAMPIÐJAN
Box 5136, 125 Reykjavík, sími28533