Fiskifréttir - 06.06.1986, Síða 24
24
föstudagur 6. júní
Þegar flekarnir eru komnir inn í
bátinn, er fyrsta verkið að velja
nýjan bandingja. Er sá fugl, sem
fyrir valinu verður, tekinn lifandi
og settur í vængbragð. Hinir allir,
þar á meðal fyrri bandingjar, eru
snaraðir, sem gert var á þessa leið:
Vinstri hendi var gripið um fugl-
inn yfir vænghnúfana, en þeirri
hægri um haus fuglsins. Varð nú
samstillt og samvirkt starf milli
handanna, sem settu lið á háls
fuglsins. Þegar svo snöggt togtak
var gert með hægri hendi, fór fugl-
inn úr hásliðnum og lét þannig líf
sitt.
Þessi handtök urðu svo örugg
og hröð hjá flestum, að ekki tók
nema tvær til þrjár sekúndur að
aflífa hvern fugl. Áherzla var líka
lögð á Ieikni og hraða í þessu, og
voru nýliðum sýnd handtökin á
dauðum fuglum og látnir æfa þau
á þeim. Það kom fyrir, að menn
beittu of miklu afli við snörun
fugla og rifu haminn af hálsinum
eða slitu hausinn hreinlega af.
Það hét að blóðsnara. Ef slíkir
menn náðu ekki laginu og lipurð-
inni, sem til þurfti, voru þeir ekki
látnir snara.
Nú var fuglinn losaður úr snör-
unni og merktur þeim manni, sem
niðurstöðuna átti. Merkin voru
fimm. Hið fyrsta hét laus, þá var
ekkert gert við fuglinn, annað var
vængbragð, þ.e. vængjunum var
lyft upp og vænghnúfa annars var
brugðið fyrir vænghnúfa hins og
skorðuðust þannig. Hið þriðja
merkið var hnútur, þá var haus
fuglsins lagður aftur á bakið og
vængbragð sett yfir, fjórða var
keðja eða strolla, þá var haus eins
fugls settur á bak annars og væng-
bragð yfir og þannig tengdir sam-
an 5 til 8 fuglar. Fimmta rnerkið
var hringur, framkvæmt alveg
eins og keðjan nema að þá voru
endafuglarnir tengdir saman, svo
að úr varð hringur. Sízt vildu
menn hafa þessi tvö síðasttöldu
merki. Ef fugl slitnaði úr keðju, þá
var hann þar með kominn undir
merkið laus. Ef hringur slitnaði,
var hann orðinn að keðju. Það
þurfti að minnsta kosti að gæta
varúðar við þessi merki öðrum
fremur, þegar aflanum var hent
aftur í eða fram í. Laus þótti besta
merkið. Það átti formaðurinn og
hafði sína fugla í skutnum. Laust
frammi í átti hins vegar kokkur-
inn, og svo aðrir hásetar hin
merkin, annaðhvort í skut eða
barka. Þegar fuglinn hafði verið
losaður af niðurstöðunni, merkt-
ur og komið fyrir aftur í eða
frammi í, eftir því sem við átti,
var byrjað að egna snörurnar og
egndi hver sinn helming af flekan-
um og voru geysilega fljótir. Það
var alltaf kapp í mönnum að
verða fljótari með sinn helming,
en alltaf hjálpaði sá, sem fyrri
varð, hinum að ljúka við egning-
una, og kom þar til kapp við
mennina í næsta rúmi. Að egn-
ingu lokinni var niðurstaðan
bandingjuð og tilbúin að setjast
0gu'9uin
oldum
fiotmus-viabetr^ar
afurð'r
a
mar
Kaðssl
FLUGLEIDIR
FLUGFRAKT
SÍMI 6 90 100
aftur á sjóinn. Þannig endurtók
sagan sig við hverja niðurstöðu
unz umvitjun var lokið.“
Fleiri höfðu áhuga en ekki
varð af framkvæmdum
Sem fyrr greinir mun snöru-
flekaveiðin hvergi hafa tíðast á ís-
Iandi nema við Drangey. Ljóst er
þó að hugur til slíkra veiða hefur
verið víðar á íslandi og eru t.d. til
heimildir um það að Jón Runólfs-
son lögréttumaður á Höfðabrekku
í Mýrdal skrifaði Sæmundi Magn-
ússyni Hólm í Skagafirði og bað
um upplýsingar um hvernig flek-
arnir væru útbúnir og veiðarnar
stundaðar. ,,Eg held hér við
Reynisdranga mætti .á vorin
ákoma fuglaveiði nálægum til
góðra nota, með viðlíkt tilbúnum
flekum og ég heyri brúkaðir séu
við Drangey,“ segir í bréfi þessu.
Mun þetta bréf hafa orðið hvati
þess að Ólafur Ólafsson frá
Frostastöðum ritaði grein í rit
Lærdómslistafélagsins árið I782
þar sem hann lýsir flekaveiðunum
og er lýsing hans mjög svipuð og
lýsing Sölva sem rakin er hér að
framan. Milli þeirra skrifa er þó
langur tími þannig að ljóst má
vera að litlar sem engar breytingar
urðu á snöruflekaveiðunum þann
tíma sem þær voru stundaðar.
Það má ljóst vera að snöru-
flekaveiðin þótti ekki sérlega
geðsleg veiðiaðferð og kann það
að hafa ráðið einhverju um að
hún var lítið eða ekki stunduð
annars staðar en þar sem hún var
fundin upp. Þegar kom fram á
þessa öld og menn urðu ekki eins
háðir því sem náttúran gaf af sér
sem áður dró verulega úr snöru-
flekaveiðunum þótt alltaf væri
þær nokkuð stundaðar. Þar kom
þó að Alþingi tók af skarið og
bannaði veiðarnar með Iögum
sem sett voru árið 1966.
Það sem einkum þótti ógeðfellt
við veiðarnar var að oft leið tölu-
verður tími sem ekki var hægt að
vitja um flekana. Þegar veður
gekk upp og braut yfir flekana
drápust fuglarnir sem þar sátu
fastir svo fremi að þeim tækist
ekki að ná sér Iausum með því að
slíta af sér Iappirnar. Þá kom það
stundum fyrir að flekarnir slitn-
uðu upp og týndust og fundust
slíkir flekar oft löngu seinna með
dauðum fuglum á. Þá þótti með-
ferðin á fuglunum sem notaðir
voru sem tálbeita eða bandingjun-
um grimmileg. „III nauðsyn hefur
það verið og hörmuleg sem rak
skagfirzka mannúðarmenn til því-
líkra veiðiaðferða, — sem eru
raunar engum góðum dreng sæm-
andi fremur en svo margir aðrir
veiðihættir, er menn reka, stund-
um af ærinni þörf eins og hér, en
oft af miskunnarleysi veiðibræð-
innar,“ segir Hallgrímur Jónasson
í bók sinni um Skagafjörð er út
kom 1946 og má af orðum hans
marka að mönnum hefur þótt nóg
um.
En nú heyrir sem sagt snöru-
flekaveiðin sögunni til. Vel kann
að vera að sumar þær veiðar sem
íslendingar stunda nú verði litnar
sömu augum af framtíðinni og
horft fram hjá því af hverju var
gripið til allra ráða til að ná í feng-
inn.