Fiskifréttir


Fiskifréttir - 06.06.1986, Side 26

Fiskifréttir - 06.06.1986, Side 26
26 föstudagur 6. júní Aflabrögðin Framhald af bls. 3 Aflinn fékkst aðeins rétt utan við ströndina. Drangey er enn í leng- ingunni ytra en Skafti er bilaður. Ólafsfjörður: Ólafur Bekkur land- aði 127 tonnum af þorski og grá- lúðu eftir 9 daga veiðar. Þetta var þann 26. maí. Sólbergið kom inn vegna bilunar þann 28. maí og landaði þá 40 tonnum af grálúðu. Sigurfari landaði einu sinni í s.l. viku og kom þá með 17,3 tonn af þorski eftir 3 daga. Þrír dragnóta- bátar stunda veiðar frá Ólafsfirði og hafa þeir fengið lítið. Trillu- karlar eru að fara af stað sem ann- ars staðar og fengið gott þegar gef- ið hefur. Siglufjörður: Stálvíkin kom með 106 tonn að landi þann 27. maí eftir nokkurra daga veiðar og var sá afli grálúða. Sveinborgin landaði þann 31. maí 86,9 tonn- um af þorski. Skjöldur kom með 40 tonn af þorski þann 30. maí úr sínum fyrsta túr með troll eftir undanfarandi rækjuveiðar. Þetta var eftir 3 daga. Þorlákur helgi landaði 14,9 tonnum af rækju í vikunni en auk þess lönduðu Sæ- ljónið 14,7 tonnum og Þorleifur 3,2 tonnum. Dalvík: Nú eru litlu netabátarnir óðum að hætta og munu senn fara á rækjuveiðar. Eftirtaldir netabátar lönduðu afla á Dalvík í s.l. viku: Stefán Rögn- valdsson 6,6 tonnum eftir eina ferð, Otur 15,2 eftirtvær, Harald- ur 19 tonnum eftir tvær, Sæljón 34 tonnum eftir tvær, Heiðrún 38,3 eftir tvær, Sænes 40,1 tonn eftir tvær, Búi 770 kg. eftir þrjár og Kristján 850 kg. eftir þrjár ferðir. Björgvin landaði 15,8 tonnum af rækju þann 30. maí eftir 6 daga, Dalborg 47,5 tonnum sama dag eftir 5 veiðidaga og Baldur 66 tonnum af rækju þann 29. eftir 5 daga veiðar. Akureyri: Hrímbakur landaði 107 tonnum þann 27. maí og var sá afli aðal- lega þorskur eða 70 tonn en restin var karfi og ýsa. Aflaverðmæti: 2.400.000 Svalbakur landaði tveimur dögum seinna 256 tonn- um af grálúðu utan fimm tonna sem var þorskur. Aflaverðmæti: 3.942.000 Grímsey: Þar hefur verið tregt að undanförnu og eru nú allir bátarnir hættir netaveið- um. Nokkrar trillur hafa stundað róðra þegar gefið hefur en á eyj- unni norður við heimskautabaug hefur verið kalt, rigning og leið- indaveður að undanförnu. Hrís- ey: ísborgin landaði 3,7 tonnum eftir 3 sjóferðir, Eyborgin 10 tonnum úr einni ferð og Geiri Pét- urs 15,1 tonni úr einni ferð. Aflinn var einungis þorskur sem verkaður er hjá Borg í skreið sem seld er til Ítalíu. Ekki náðist sam- band við Kaupfélagið. Húsavík: þar bárust 223 tonn á land í s.l. viku en þar af var Kolbeinsey með 107 tonn sem landað var þann 30. maí. Aflinn var aðallega þorskureða 104 tonn. Margirbát- anna eru nú hættir á netum og fara sumir þeirra á rækju á næst- unni. Þórshöfn: Það var logn og blíða á mánudaginn þegar Stak- fellið kom með 40 tonn af heil- frystri grálúðu og karfa. Auk þess Iandaði Stakfellið 95 tonnum af þorski sem skipið fékk á 11 dög- um. Um 15-20 bátar stunda veið- ar frá staðnum og hafa trillurnar komist upp í 5-600 kg. yfir daginn þar sem einn maður er að verki. Á vertíðinni komu um 28 tonn af grásleppu á land sem gerði 210 tunnur af hrognum og verður það að teljast allsæmilegt miðað við aðra staði á landinu. Grenivík: í síðustu viku var veður fremur hagstætt og fengu sex smábátar samtals 9,5 tonn af fiski. Núpur landaði afla í vikunni þegar hann kom með 48,5 tonn af þorski eftir viku veiðar. Raufarhöfn: Rauði- núpur landaði 70 tonnum af þorski þann 29. maí eftir 6 daga. Lélegt hefur verið hjá trillunum þrátt fyrir sæmilegar gæftir. Bylting 1,8 Háþrýstidælur 24 kW með allt að 400 bara þrýstingi (6000 psi) (400 kg/sm2) Til háþrýstiþvotta, sandblásturs þrýstiprófana, lagnahreinsunar Létt FRIEDRICHS þvottatækin eru sérlega fyrir- ferðalitlar háþrýstidælur — minni, léttari, hljóðlátari og handhægari en nokkur önnur tæki með sömu afköst. Ódýr í rekstri FRIEDRICHS þvottatækin hafa margvíslega kosti umfram venjulega háþrýstiþvottatæki: — þau brenna ekki olíu. — viðhald á óáreiðanlegum brennurum er úr sögunni. — flutningur á sérstökum vögnum heyrir sögunni til. — einn maður nægir. Kraftmikil FRIEDRICHS háþrýstiþvottatækin eru — þrátt fyrir smæðina — kraftmeiri en stór- vaxnari keppinautar þeirra. Fá má venjuleg (standard) FRIEDRICHS tæki með há- marksþrýstingi allt að 200 bör (3000 psi) eða meira. Hvar sem þarf að þrífa eða sótthreinsa er FRIEDRICHS háþrýstidælan kjörin ... einnig með sandblæstri og hreinsiefnum. Enginn hávaði, enginn reykur, engin gufa. Nágrannarnir þurfa ekki lengur að kvarta. Tækin eru einnig kjörin til notkunar innan- húss. Yfirborð dælunnar er slétt og safnar ekki ísig óhreinindum — þrifaieg í notkun! t Verkver Sundaborg 1, sími 688730 Rækjubátar Eigum fyrirliggjandi Óskum eftir rækjubátum á djúprækju. Útvegum góð veiðarfæri. Vinsamlegast leitiö nánari upplýsinga hjá Gunnlaugi Ingvarssyni framkvæmdastjóra í síma 97-8880. BÚLANDSTINDUR H.F. Djúpavogi Sími 97-8880 • Sá sem einu sinni hefur ríotað TRIPLE LOCK net, notar aldrei annað.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.