Fiskifréttir


Fiskifréttir - 06.06.1986, Síða 27

Fiskifréttir - 06.06.1986, Síða 27
föstudagur 6. júní 27 Austfirðir Seyðisfjörður: Gott veður, sól og hiti hefur verið á Seyðisfirði alla vikuna. Eftir aðeins 5 daga túr kom Gullver að landi með 164.2 tonn og uppistaðan var þorskur eða 122 tonn. Aðeins 85 % fór í fyrsta flokk. 4 smábátar veiddu samnlagt 12 tonn og var það aðallega þorskur og steinbít- ur. Fáskrúðsfjörður: Hoffellið landaði tvisvar í seinustu viku. Annars vegar 106 tonnum eftir viku túr og þar af var þorskur 72 tonn og ufsi 25 tonn. Hins vegar landaði það 2. júní 45 tonnum eftir 4 daga túr. Sex smábátar lönduðu 20,2 tonnum og var afli sæmilegur á línu en lélegur á færi. Eskifjörður: 16-20 stiga hiti hefur verið undanfarna viku á Eskifirði en lítið sem ekkert verið róið. Sæ- þór var með 842 kg, Dóra 384 kg, Haffrúin 875 kg og Vöttur 5,1 tonn. Hólmatindur landaði 170 tonnum eftir 9 daga túr og var þorskur þar af 130 tonn. Hólma- nes landaði 30. maí eftir sjö daga túr 84 tonnum og var þorskur tæp 60 tonn þar af. Höfn Góður hum- arafli hefur verið á Höfn og eru eftirtaldar tölur frá 19.-31. maí en annar fiskur frá 25.-31 maí. Árný 1.2 tonn humar og 1,9 annar fisk- ur, Áskell 2,4 humar, 3,1 annað, Bjarni Gíslason 5,8 og 4,4 annað, Erlingur 2,9 humar og 8,0 annað. Freyr 5,7 og 5,0, Garðey 6,1 og 2,9, Haukafell 4,3 og 5,1 Heima- berg 2,7 og 4,0, Hvanney 5,6 og 3,8, Lyngey 5,2 og 3,8, Sigurður Ólafsson 5,7 og 3,2, Steinunn 5,2 og 4,7, Vísir 4,8 og 4,1, Þinganes 5,1 og 4,4, Æskan 5,6 og 1,8 og Jón Bjarnason með 29 kg af humri og 1013 kg af öðrum fiski og Fagranesið landaði 2,6 tonnum af blönduðum fiski. Á handfæri voru Fáfnir með 1,8 tonn, Guðný 2,7, Kiðey 2,9, Máni 1,7 Elvar 2,6, Elín 1,9, Ingólfur 1,7 og Uggi 3,4 tonn. Allar tegundir voru veiddar en mest af karfa, steinbít, skötusel og smálúðu. Bakkafjörð- ur: Ekki var hægt að fá uppgefnar aflatölur frá Bakkafirði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vopnafjörður: Ljómandi gott veður hefur verið á Vopnafirði og eru handfæraveiðar að byrja, þó er þetta reytingur enn og er það eingöngu þorskur sem veiðist. Togarinn Brettingur land- aði 29.maí 49 tonnum eftir 5 dag túr og var þorskur þar af 42 tonn. Eyvindur Vopni landaði 24 tonn- um eftir sex daga og var þorskur þar af 15 tonn. Neskaupsstaður: Gott veður hefur verið á Nes- kaupsstað og hefur veiðiskapur gengið vel. Veitt hefur verið á línu í net, dragnót og á færi og hafa all- ir tiltækir bátar eða 41 verið á sjó og fengu 104 tonn í seinustu viku. í net hafa þeir fengið þorsk og kola en á línu steinbít. 30.maí landaði Bjartur 84,5 tonnum eftir 5 daga túr og var uppistaðan þorskur eða 58 tonn. Stöðvar- fjörður: Einmunablíða var á Stöðvarfirði alla vikuna. 9 smá- bátar veiddu samtals 9 tonn og var það aðallega þorskur og stein- bítur sem að landi kom. Kamba- röstin landaði eftir sex daga 72 tonnum og var þorskur 58 tonn þar af. Á Stöðvarfirði eru hand- færaveiðar að byrja. Breiðdalsvík: Hafnarey Iandaði 75,3 tonnum 30.maí eftir sex daga veiðitúr. Aflinn var mjög góður og var uppistaða aflans ýsa eða 40 tonn, ufsi var 16 tonn. þorskur 10 tonn og karfi 8 tonn. Fiskines var á línuveiðum og veiddi 1395 kg og aðallega steinbít. Djúpivogur: Gott veður hefur verið á Djúpa- vogi sem annrs staðar á Austfjörð- um. Sunnutindur landaði 30.maí 85 tonnum eftir viku túr og var uppistaðan þorskur og var hann óvenjulega stór. Stjörnutindur landaði 31.maí 23 tonnum af frosinni rækju og fór 5,5 tonn á Japansmarkað. Á humarveiðum voru bátarnir Drífa og Akurey og komu þeir með samanlagt 5,5 tonn. Humarinn var óvenju stór og fallegur. Smærri bátar 20 stykki veiddu samanlagt 25 tonn og var það aðallega þorskur. Skipamálning Innanhúsmálning Utanhúsmálning Plastbátamálning Fúavamarefhi X International skipamálning ísérflokki símh-iesso

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.