Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 2

Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 COSTA DEL SOL 16. - 27. JÚLÍ | 11 DAGAR FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ: 84.500 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR INNIFALIÐ Í VERÐI FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR FLUG OG HANDFARANGUR FLUG VERÐ FRÁ: 39.900 KR.* WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Forsetinn bauð ólympíuförunum ásamt fulltrúum ÍSÍ, SSÍ, STÍ og FRÍ í heimsókn á Bessastaði síð- degis í gær, til þess að óska þeim góðs gengis, en leikar hefjast í næstu viku í Tókýó. Heimsóknin var óformleg að sögn Unu Sig- hvatsdóttur, sérfræðings á skrif- stofu forseta; kaffi og spjall. Á sunnudag keppir Ásgeir Sigurgeirsson í skotfimi af tíu metra færi. Snæfríður Sól Jórunn- ardóttir keppir í 200 metra skrið- sundi á mánudag og 100 metra skriðsundi á miðvikudag. Anton Sveinn McKee keppir í 200 metra bringusundi á þriðjudag og á föstudag keppir Guðni Valur Guðnason í kringlukasti. Anton og Snæfríður gátu ekki þegið heim- boð forsetans þar sem þau eru bú- sett erlendis en þeir Ásgeir og Guðni mættu ásamt fararstjórum sínum. Kapparnir mættu færandi hendi með landsliðstreyjur til handa for- setahjónunum sem munu að von- um fylgjast spennt með gengi full- trúa þjóðarinnar á Ólympíu- leikunum í næstu viku. Færðu forsetahjónunum landsliðstreyjur í heimsókn sinni á Bessastaði Forsetinn kvaddi ólympíu- farana Morgunblaðið/Unnur Karen Fjórir laumufarþegar voru um borð í súrálsskipinu sem kom til hafnar í Straumsvík 8. júlí. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvert förinni var heitið, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Þeir vildu bara komast af landi brott. Laumufarþegarnir koma upprunalega frá Gíneu og tala einungis frönsku en lögreglan hefur átt samskipti við þá með aðstoð túlks. Fóru þeir um borð í skipið í Senegal en skipverjar urðu þeirra varir á fjórða degi siglingarinnar. Skipið sigldi fyrst til Brasilíu en mönnunum var ekki hleypt úr skipinu og inn í landið þar. Þeir dvöldu því í einni káetu skipsins uns þeir komu að landi á Íslandi. Jóhann telur ljóst að mennirnir hafi ekki ætlað sér sér- staklega að koma hingað. Þeir verða sendir úr landi, en ekki er á hreinu hvert. Laumuðust um borð í skip til Íslands Gert er ráð fyrir að í dag verði bólu- sett í síðasta sinn við Covid-19 í Laug- ardalshöllinni. Búið er að bólusetja 90% þeirra sem eru 16 ára eða eldri en þeir sem ekki hafa sinnt því að mæta í bólusetn- ingu verða ekki eltir uppi sérstak- lega. Búist er við bólusetningardegi í minni kantinum en 1.700 manns fá seinni skammtinn af bóluefni Mod- erna og 2.000 manns hafa verið boð- aðir í seinni skammt af bóluefni Ast- raZeneca. Í gær var fólk sem hafði fengið fyrri skammtinn af Pfizer fyrir þrem- ur vikum bólusett með seinni skammtinum. Að auki mættu 2.000 manns sem höfðu ekki verið boðaðir. Þeirra á meðal var fólk búsett erlend- is og þurfti að skrá það sérstaklega inn í kerfið. Urðu því einhverjar tafir og raðir mynduðust. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, sagði að um hundr- að manns hefðu mætt sem áttu að vera í sóttkví. Það fólk þurfti að fá sprautuna út í bíl eins og um bílalúgu væri að ræða. Í lok dags voru um 75 skammtar eftir en þar sem starfsfólkið vildi ekki sjá þá fara til spillis var farið með skammtana út í skemmtiferðaskipið Viking Jupiter sem lá við festar í Reykjavíkurhöfn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að til skoðunar sé að bjóða lands- mönnum upp á þriðja skammtinn af bóluefni Pfizer eins og Ísraelar hafa tekið ákvörðun um að gera og er til skoðunar í fleiri löndum. Forsvars- menn Pfizer ætla að sækja um leyfi fyrir þriðja skammtinum hjá banda- ríska Matvæla- og lyfjaeftirlitinu. „Þetta er sérstaklega til skoðunar hér fyrir þá sem hafa undirliggjandi ónæmisvandamál og hafa kannski ekki svarað bólusetningunni nægi- lega vel,“ segir Þórólfur og nefnir einnig þá sem hafa fengið Janssen- bóluefnið. Varðandi fylgnina milli Janssen- bóluefnisins og sjaldgæfs taugasjúk- dóms hefur Lyfjastofnun ekki fengið neinar tilkynningar um slík tilfelli inn á sitt borð. Þórólfur bendir á að tengslin sem um ræðir séu afar sjald- gæf, töluvert sjaldgæfari en þær aukaverkanir sem sjást eftir Covid- sjúkdóminn sjálfan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusettir Röðin í bólusetningu í Laugardalshöll náði langt út úr dyrum og raunar upp á Suðurlandsbraut. Bólusett í höllinni í síðasta skiptið í dag Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir - Afgangsskammtar fóru um borð í skemmtiferðaskip - Þórólfur segir til skoðunar að gefa þriðja skammtinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.