Morgunblaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar
ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK
af vinnulið einkabifreiða
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Gosið í Fagradalsfjalli á sér ekki
hliðstæðu í þeim eldgosum sem hafa
orðið á Íslandi eftir að menn fóru að
fylgjast með þeim með vísindalegum
hætti og nákvæmum mælitækjum,“
sagði Magnús Tumi Guðmundsson,
prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla
Íslands. „Þetta eldgos er ólíkt flest-
um öðrum ís-
lenskum gosum
að því leyti að það
byrjaði rólega og
óx svo heldur. Það
er alveg öfugt við
það sem langflest
eldgos hafa gert.
Gosið nú stjórn-
ast af gosrásinni
og hve víð hún er
en ekki aðallega
af þrýstingnum í
hólfinu sem sendir kvikuna frá sér.
Slíkur þrýstingur hefur keyrt áfram
Heklugos, Grímsvatnagos, Bárðar-
bungu og flest önnur gos sem við höf-
um fylgst með.“
Talið er að gosrásin í Geldingadöl-
um sé um 17 km löng. Magnús Tumi
sagði ekki vitað hvað gosrásin var
djúp í Surtsey eða í Heimaey. Hún
gæti mögulega hafa verið eitthvað
svipuð þeirri sem nú gýs.
„Jarðskjálftamælingar voru mun
ófullkomnari í báðum Vestmanna-
eyjagosunum. Við höfum ekki upplýs-
ingar um dýpi jarðskjálftanna sem
fylgdu þeim og mælingar á aflögun
yfirborðsins voru ekki til á þeim
tíma,“ sagði Magnús Tumi.
Gosóróinn gefur upplýsingar
Mikið hefur verið talað um gosóróa
í tengslum við eldgosið í Geldingadöl-
um. Jarðskjálftamælar nema titring
sem fylgir eldgosum og er kallaður
gosórói. Talið er að hann tengist
hreyfingum bergkviku í jarðskorp-
unni. Magnús Tumi var spurður um
gosóróann í Geldingadölum.
„Það fer svolítið eftir aðstæðum í
gígnum hvernig óróinn lýsir sér. Það
er alls ekki alltaf ljóst hvað stýrir
óróa. En það hefur sýnt sig hvað eftir
annað að þegar aðstæður eru svip-
aðar í gígnum er óróinn góður mæli-
kvarði á það sem er að gerast,“ sagði
Magnús Tumi.
Hann sagði að ekki væri hægt að
bera saman gosóróa úr sprengigosi,
eins og t.d. í Grímsvötnum, við óróa í
hraungosi eins og því sem nú stendur
yfir. „Í eldgosinu í Eyjafjallajökli
2010 var óróinn alls ekki sterkastur
þegar sprengigosið var og mesta efn-
ið kom upp. Hann var sterkastur þeg-
ar hraungosið stóð yfir þótt miklu
minni kvika kæmi upp en í sprengi-
gosinu. Gosórói er ekki algildur mæli-
kvarði en hann er eitt mikilvægasta
tólið sem við höfum til að fylgjast með
eldgosum, til dæmis þegar ekkert
sést til gosstöðva vegna dimmviðris
eða þegar eldgos verða á afskekktum
og óaðgengilegum stöðum,“ sagði
Magnús Tumi.
Hviður hafa komið í eldgosinu við
Fagradalsfjall og svo hefur verið ró-
legra á milli. Magnús Tumi segir gos-
óróann hafa endurspeglað þá virkni
mjög vel. Þegar koma goshviður í
gígnum hafa um leið sést óróahviður.
„Óróinn er góður mælikvarði á
hvað er að gerast hverju sinni í þessu
gosi. Óróinn er meiri nú en hann var
fyrir fjórum vikum. En það er ekki
þar með sagt að það sé að koma upp
meira hraun nú en þá. Aðstæður í
gígnum geta hafa breyst. Óróamæl-
ing er eitt mikilvægasta tækið sem
við höfum og gagnleg en hún er ekki
rennslismæling.“
Lítil virkni á tímabili
Óróinn í Geldingadölum datt niður
um miðnætti mánudaginn 5. júlí og
var með minnsta móti til 10. júlí.
„Virkni var sýnilega mjög lítil á
tímabilinu þegar óróinn datt niður, ef
þá nokkur. Virkni var ef til vill ein-
hver í Geldingadölum. Við teljum að
hraunrennslið hafi ekki verið meira
en 2-3 m3/sek. og jafnvel nánast ekki
neitt á því tímabili,“ sagði Magnús
Tumi. Hraunrennslið í gosinu hefur
mælst mest 13-14 m3/sek.
Ekki hafa verið tök á að fara í ljós-
myndaflug undanfarið vegna veðurs
og annarra ástæðna. Þess vegna hef-
ur ekki verið hægt að mæla stækkun
hraunsins síðustu tvær vikur. Magn-
ús Tumi setti upp merki við hraun-
brúnina í Meradölum 27. júní til að
meta breytingar á hrauninu. Eftir um
vikutíma hafði yfirborð hraunsins
hækkað um tæplega fimm metra við
merkið. Það er því ljóst að talsvert
bættist við hraunið á þeim stað.
Gosórói við gosstöðvarnar á Fagradalsfjalli
Mælingar síðustu 30 daga með jarðskjálftamælinum FAF sem er um 3 km norðaustan við gosgíginn
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0,0
júní júlí
14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13.
µm/s
Mælirinn er rekinn af Tékknesku vísindaakademíunni
(Czech Academy of Science) og ÍSOR en Náttúruvárvakt
Veðurstofunnar fær aðgang að gögnunum til vöktunar
0,5 - 1,0 Hz
1,0 - 2,0 Hz
2,0 - 4,0 Hz
Heimild: Veðurstofa Íslands
Óljóst hvað stýrir gosóróa
- Gosið í Fagradalsfjalli er ólíkt flestum öðrum gosum - Órói er oft góður mæli-
kvarði á hvað er að gerast í gosstöðinni - Gosrásin talin um 17 kílómetra löng
Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson
Eldgosið Hraunið breiðir úr sér í Nátthaga líkt og í Meradölum.
Magnús Tumi
Guðmundsson
Guðlaugur Þór Þórðarson, utan-
ríkis- og þróunarsamvinnuráðherra,
hefur ákveðið flutninga forstöðu-
manna sex sendiskrifstofa í utanrík-
isþjónustunni, sem taka formlega
gildi 1. ágúst.
Þórir Ibsen tekur við af Gunnari
Snorra Gunnarssyni sem sendiherra
í Peking og kemur Gunnar til starfa í
ráðuneytið.
Hlynur Guðjónsson hefur gegnt
stöðu aðalræðismanns í New York
til þessa en mun taka við af Pétri Ás-
grímssyni sem sendiherra í Ottawa.
Pétur mun starfa í ráðuneytinu en
Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri
viðskiptaskrifstofu, mun fylla í skarð
Hlyns sem aðalræðismaður í New
York.
Guðni Bragason tók við embætti
sendiherra í Nýju-Delí á Indlandi 1.
júlí. Kristín A. Árnadóttir tók við af
honum sem fastafulltrúi í Vín mán-
uði áður.
Matthías G. Pálsson verður fasta-
fulltrúi í Róm en hann leysir af hólmi
Stefán Jón Hafstein sem flyst til
starfa í ráðuneytið.
Sendiherrar
og fulltrúar
fluttir til
- Breytingarnar
taka gildi 1. ágúst
Hafdís Karls-
dóttir viðskipta-
fræðingur var
nýverið kjörin
forseti Evrópu-
sambands
soroptimista og
mun gegna því
embætti í tvö ár
frá árinu 2023.
Hafdís er fyrsti
íslenski sorop-
timistinn til að gegna embættinu, í
100 ára sögu hreyfingarinnar, að
því er segir í fréttatilkynningu frá
Soroptimistasambandi Íslands.
Hafdís hefur gegnt fjölda starfa
fyrir samtökin, bæði hér heima og
erlendis. Soroptimistar eru al-
þjóðleg samtök kvenna sem hafa
það að markmiði að stuðla að já-
kvæðri heimsmynd, eins og segir í
tilkynningunni, „þar sem sam-
takamáttur kvenna nær fram því
besta sem völ er á. Samtökin vinna
að bættri stöðu kvenna og að
mannréttindum öllum til handa.
Þau vinna að jafnrétti, framförum
og friði með alþjóðlegri vináttu og
skilningi að leiðarljósi.“
Kjörin forseti
soroptimista
í Evrópu
Hafdís
Karlsdóttir
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
„Nýju stjórnarskrána er hvergi að
finna,“ segir Kristrún Heimisdóttir í
viðtali í Dagmálum í dag, því ferlið
allt var svo gallað frá upphafi til
enda. Hún segir stjórnlagaráð hafa
farið langt út fyrir umboð sitt, því
hafi alls ekki verið ætlað að breyta
stjórnarskrá frá grunni.
Hún telur einnig að niðurstaða
þjóðaratkvæðagreiðslu um sumar
tillögur stjórnlagaráðs hafi verið
ómark, þar hafi kjósendum verið
ætlað að taka afstöðu til tillagna,
sem enn voru til meðferðar í þinginu.
Kristrún skrifaði nýverið grein í
Tímarit lögfræðinga, sem mikla at-
hygli hefur vakið, en þar fjallar hún
um breytingarreglu stjórnarskrár-
innar, það hvernig henni skuli breytt
með löglegum hætti. Hún segir enga
tilviljun hvernig búið er um þá
hnúta, afar mikilvægt sé að grunn-
lögunum sé ekki breytt í einu vet-
fangi eða af einum aðila.
Kristrún telur að vinnubrögðin
hafi ekki verið til fyrirmyndar,
áhættusöm og til óvissu fallin. Um-
ræðan nú sé því enn á miklum villi-
götum og á misskilningi byggð.
Dagmál eru streymi Morgun-
blaðsins, opið öllum áskrifendum.
Ferlið svo gallað að „nýja
stjórnarskráin“ er ekki til
- Stjórnlagaráð gekk allt of langt og umræðan á villigötum
Mbl/Arnar Steinn Einarsson
Dagmál Kristrún Heimisdóttir lög-
fræðingur ræðir stjórnarskrármál.