Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 11

Morgunblaðið - 14.07.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Mikil mótmæli standa nú yfir í Írak vegna lélegs aðbúnaðar í heilbrigðiskerfinu en að minnsta kosti 90 hafa látið lífið og yfir hundr- að slasast eftir að eldur kviknaði í Covid-19-einangrunardeild á al- Hussein-sjúkrahúsinu í írösku borg- inni Nasiriya í gær. Talið er að eld- urinn hafi kviknað þegar neistar frá rafmagnslögn náðu til súrefniskúts sem í kjölfarið sprakk. Aðstandendur sjúklinganna hafa lýst yfir mikilli reiði yfir aðbúnaði á spítalanum. Brutust út átök milli mótmælenda og lögreglumanna en kveikt hefur verið í tveimur lögreglubifreiðum. Heilbrigðiskerfið í Írak er komið að fótum fram eftir margra ára átök í landinu en fyrr á árinu létust yfir 80 í eldsvoða á sjúkrahúsi í höfuðborg- inni Baghdad. Yfir 90 hafa látist og hundrað slasast ÍRAK AFP Eldsvoði Mótmæli brutust út í Írak í kjölfar eldsvoða á sjúkrahúsi. Kanadískt flugfar sprautar vatni yfir Seih Sou- skóginn við borgina Þessalóníku í Grikklandi í tilraun til að koma í veg fyrir umfangsmeiri skógarelda. Mikill hiti hefur verið undanfarna daga í Grikklandi en slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum við að slökkva eldana í Seih Sou sem komu upp í kringum hádegi í gær. Talið er líklegt að hitinn muni valda fleiri eldum en fyrir mánuði kom upp skógareldur við Aþenu. AFP Reyna að koma í veg fyrir umfangsmeiri elda Barist við skógarelda við Þessalóníku í Grikklandi Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu, segir að rekja megi óeirðirnar og mótmælin sem standa nú yfir þar í landi til Bandaríkjanna og viðskipta- þvingana þeirra. Þúsundir Kúbverja hafa nú flykkst út á götur til að mót- mæla bágu efnahagsástandi og ein- ræðislegum stjórnarháttum stjórn- valda þar í landi. Ósáttur við ummæli forsetans Anthony Blinken, bandaríski ut- anríkisráðherrann, sagði það alvar- leg mistök af hálfu kúbverska forset- ans að kenna bandarískum stjórnvöldum um mótmælin og rétt- ara væri að rekja þau til kommún- ískra stjórnvalda, vanhæfni við rekstur efnahagskerfisins og slæmra viðbragða yfirvalda við kór- ónuveirufaraldrinum. Bandaríkjamenn settu viðskipta- bann á Kúbu árið 1962 og var það ekki fyrr en í stjórnartíð bandaríska forsetans Barack Obama sem slakað var á í þeim efnum. Hins vegar varð aftur mikil tregða í sambandinu milli landanna þegar Donald Trump tók við forsetaembætti árið 2016. Herti Trump á ný á viðskiptabanninu og hafa þær ráðstafanir fengið að standa óbreyttar í stjórnartíð núver- andi forseta Bandaríkjanna, Joe Bi- den. Mótmæli hafa nú geisað í Miami í Bandaríkjunum þar sem farið er fram á að Biden skerist í leikinn og komi mótmælendum á Kúbu til bjargar. Borgarstjóri Miami, Franc- is Suarez, var meðal þeirra fimm þúsund sem tóku þátt í mótmælun- um. Taldi Suarez að binda þyrfti enda á 60 ára stjórn kommúnista á Kúbu og að komið væri nóg af kúgun og grimmd. Fleiri sýna samstöðu Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa nú einnig skorist í leikinn og fara þau fram á að yfirvöld í Kúbu virði tjáningarfrelsi og frið- samleg mótmæli. Joseph Borell, sem fer með utanríkis- og öryggismál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, sendi ákall til stjórn- valda Kúbu þar sem hann fór fram á að hlustað yrði á óánægjuraddir mótmælenda. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, og Donald Trump hafa einnig lýst stuðningi við mótmælendur. Segist Trump standa 100% með Kúbverjum í baráttu þeirra fyrir frelsi. Rússar og Mexíkóar taka þó ekki í sama streng og vara við því, að mót- mælin á Kúbu verði nýtt sem for- senda fyrir erlendum afskiptum af innanríkismálum þar. Hefur Nicolas Maduro, forseti Venesúela, einnig lýst stuðningi við ríkisstjórn Kúbu. Forseti Argentínu hefur einnig farið fram á að Bandaríkin aflétti við- skiptabanninu. Hart tekist á um mótmælin á Kúbu - Forseti Kúbu kennir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna um mótmælin - Blinken segir stjórnvöld eyjunnar geta litið í eigin barm - Rússar og Mexíkóar vara við erlendum afskiptum vegna mótmæla AFP Kúba Bandarískir mótmælendur vilja að Biden veiti Kúbverjum aðstoð. Norska kvennalandsliðinu hefur verið meinað að spila í stuttbuxum á Evrópumótinu í strandhandbolta. Eiga leikmennirnir yfir höfði sér sektir og mögulega brottrekstur úr keppni hyggist þær hunsa þessa ákvörðun. Í reglum Alþjóðahandknattleiks- sambandsins er kveðið á um að kvenkyns leikmenn verði að keppa í íþróttatoppum og bikiníbuxum í strandhandbolta og mega buxurnar ekki vera lengri en 10 sm á hlið- unum. Karlkyns leikmenn mega hins vegar vera í stuttbuxum sem eru allt að 10 sm fyrir ofan hnéð og erma- lausum bolum. Þessari reglugerð hefur verið mótmælt undanfarin ár og er hafið ferli innan Evrópska handknattleikssambandsins um að endurskoða hana. Það kom því norska landsliðinu á óvart sektar- greiðslum var hótað ásamt hugs- anlegum brottrekstri úr keppni þeg- ar þær ætluðu að mæta í stuttbuxum á fyrsta leik mótsins. hmr@mbl.is Bikiní eða brottrekstur - Neyddar til að spila í bikiníi á EM í strandhandbolta Ljósmynd/Marcus Cyron Strandhandbolti Reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins kveða á um að kvenkyns leikmenn verði að spila í bikiníbuxum og íþróttatopp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.