Morgunblaðið - 14.07.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.07.2021, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Gústaf A. Skúlason, smáfyr- irtækjarekandi í Svíþjóð og þekkir vel til þar í landi, segir í grein hér í blaðinu á mánudag að sérkennilegt sé „hversu hópur rétttrúaðra á Ís- landi reynir að villa um fyrir fólki, hvað sé að gerast í Sví- þjóð“. Hann gagnrýnir Ríkis- útvarpið sérstaklega og segir það draga taum sænskra sósíal- demókrata en horfi fram hjá sjónarmiðum stjórnarandstöð- unnar, Svíþjóðardemókrata og Móderata. Gústaf lýsir því hvernig of- beldið í Svíþjóð magnast og nefnir nýlegt morð á lögreglu- manni til sögunnar. Lög- reglumönnum hafi fækkað og stöðug svik „vinstri stjórnar Sví- þjóðar um aðgerðir og árangur í baráttunni við glæpahópana hef- ur leitt til mikillar hægri sveiflu í Svíþjóð,“ segir hann. Þá nefnir hann að yfirvöld fela hver hinn grunaði morðingi er, en fjöl- miðlar hafi þó birt þær upplýs- ingar. „Vinstri menn segja að með því að upplýsa um þjóðerni og litarhátt einstakra glæpa- manna, þá sé verið að halda því fram að allir innflytjendur séu glæpamenn. Stimpla þeir síðan alla sem segja sannleikann sem rasista, ef glæpamennirnir hafa annan húðlit en hvítan,“ segir Gústaf. Vitaskuld er fjarstæða að allir innflytjendur séu glæpa- menn og það dettur engum í hug. Það breytir því ekki að mikilvægt er að segja hlutina eins og þeir eru, hvort sem um er að ræða innflytjendur eða aðra. Því miður eru dæmi um að glæpamenn hafi nýtt sér það að þykjast vera flóttamenn og Vest- urlandabúar geta ekki verið með neinn einfeldningshátt í þessu sambandi. Sigurður Már Jóns- son blaðamaður skrifar pistil um þessi vandamál Svíþjóðar á mbl.is og segir meðal annars frá því að skömmu eftir morðið á lögreglumanninum hafi annar maður verið drepinn á götu úti í Svíþjóð. Sá hafi tilheyrt ákveðnu „klani“ eða meintum glæpahópi frá Tyrklandi en morðinginn hafi verið talinn tilheyra öðrum slík- um hópi frá sama landi. Leiðtogi annars hópsins á vægast sagt ekki glæsilegan feril utan Sví- þjóðar en hefur tekist að fá fjölda manna til landsins til að aðstoða við vafasama starfsem- ina. Rétt eins og Svíar virðast vera að opna augun fyrir þessum vanda og Danir hafa að því er virðist þegar gert það, líka danskir sósíaldemókratar, þá verða Íslendingar taka þetta al- varlega. Í því felst enginn ótti eða fjandskapur í garð útlend- inga, aðeins sjálfsögð varúð og viðurkenning á nöturlegum stað- reyndum. Takast þarf á við vandamál, líka þau sem eru óþægileg} Vandinn í Svíþjóð Adam Glapinski seðla- bankastjóri Pól- lands birtir grein í blaðinu í gær. Yf- irskrift hennar er það mat hans að „ávinningur þess að hafa eigin gjald- miðil, pólskt zloty, er einmitt sá að við erum fær um að reka sjálf- stæða og óháða peninga- málastefnu, sem við teljum vera mikilvægan dempara.“ Hann rekur viðbrögð bankans við erf- iðum aðstæðum sem heimsfar- aldurinn skóp þar eins og víðast hvar. Á fáeinum vikum, gjör- breyttist staðan vegna ofsa- hræðslu sem veiran olli og lok- unaraðgerða sem óhjákvæmilega fylgdu. Hagkerfi margra landa sneru frá mikilli efnahagsþenslu yfir í djúpa lægð. Það kallaði á skjót og afgerandi viðbrögð. Pólski seðlabankinn, NBP, hafi verið einn fyrsti seðlabank- inn sem hafi brugðist við með öfl- ugri peningalegri tilslökun. Þökk sé því að fylgt hafi verið hefð- bundinni, íhaldssamri peninga- stefnu síðustu ár, hafi verið svig- rúm til að bregðast hiklaust við og lækka vexti niður í næstum núll og hefja kaup á skuldabréf- um sem gefin voru út eða tryggð af ríkissjóði. Þótt þessar ákvarðanir hafi ver- ið teknar mjög hratt og í mikilli óvissu, liggi nú fyrir að þær hafi veitt pólska hagkerfinu áhrifa- ríkan stuðning. Glapinski bendir á að tekist hafi að koma í veg fyrir að ástandið á vinnumarkaði versnaði, sem sést m.a. á lægsta hlutfalli atvinnuleysis í öllu ESB. Hann segir hina hröðu endur- reisn efnahagslífsins gleðiefni. Reynslan sem NBP hafi öðl- ast, einkum á síðasta ári, grein- ingartækin og samskiptaleið- irnar við markaðinn sem hann hafi þróað, hafi búið hann undir þessa áskorun. Seðlabankinn hafi sannað skilvirkni sína í því að draga úr efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins og muni gera það enn með skyn- samlegri stefnu til að leiða hag- kerfið á ný á braut örs vaxtar, þótt viðhaldið verði verðstöð- ugleika og þjóðhagslegu jafn- vægi. Ekki sé hægt að láta óhóf- legar gengissveiflur eða breytingar á ávöxtun skulda- bréfa takmarka vaxtarmöguleika pólska hagkerfisins. „Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við höfum okkar eigin gjaldmiðil, pólskt zloty,“ segir Glapinski. Pólski seðlabanka- stjórinn dregur upp glögga mynd af mikilvægi sjálf- stæðrar myntar} Sláandi mynd F yrsta kjörtímabili Flokks fólks- ins á Alþingi lýkur senn. Þetta hefur verið lærdómsríkur og gefandi tími. Árin hafa liðið hratt og eftir stöndum við bæði, þingmenn flokksins, stolt af þeim verkum sem við höfum unnið. Síðastliðinn þingvetur (151. löggjafarþing) höfum við Guðmundur Ingi Kristinsson lagt fram 36 þingmannamál. Flest þeirra snúa að því að bæta hag þeirra lægst launuðu, þeirra sem hafa verið skildir út undan. Flokkur fólksins er málsvari gleymda fólks- ins og allra þeirra sem þöggunin ríkir um. Við mæltum og fyrir málum varðandi sjávarútveg, dýravelferð, landbúnað og fleira mætti telja. Þrjú þessara mála fengum við samþykkt af Alþingi. Slíkt er ekki sjálfgefið þegar stjórnarandstöðuflokkur á í hlut. Fyrsta málið sem við fengum samþykkt var afnám skattlagningar og skerðinga á bensínstyrk og styrki til hjálpartækja og lyfjakaupa. Nú fyrir þinglok fegnum við svo samþykkt í lög að ríkið mun hér eftir kosta leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta sem þess óska. Þannig mun biðlistum eftir þessu ómetan- lega hjálpartæki sem leiðusöguhundur er verða út- rýmt. Annað mál sem við höfum barist fyrir allt kjör- tímabilið og fengum loks samþykkt er hagsmunafulltrúi fyrir eldra fólk sem á að tryggja og vernda velferð þeirra og hagsmuni. Við lögðum fram 259 fyrirspurnir á kjör- tímabilinu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar, bæði til munnlegra og skriflegra svara. Fyrirspurnir eru mjög mikilvægt tæki þingmanna til að veita framkvæmdavaldinu aðhald og kalla eftir upplýsingum sem skipta miklu máli í þjóðfélaginu. Fyrir- spurnir Flokks fólksins hafa snúið að ótal atriðum varðandi velferðarkerfið, sam- göngur, sjávarútvegsmál og fleira. Einnig stóðum við fyrir því að gerð var ítarleg skýrsla til Alþingis um nýtingu loðnustofn- ins. Öll okkar vinna við þingmál og fyrir- spurnir nýtist við frekari stefnumótun og málatilbúnað. Um okkur verður ekki sagt að við höfum ekki nýtt æðsta ræðustól landsins til að hrópa á aukið réttlæti, til að berjast af öllu afli gegn fátækt og spill- ingu. Þrátt fyrir óbilandi dugnað okkar og ástríðu sem við höfum lagt í baráttuna, reyna pólitískir andstæðingar Flokks fólksins að halda því fram að ekkert liggi eftir okkur á þingi. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og segir meira um þann sem heldur slíku fram en nokkrum er hollt að vita. Við þolum samanburð við hvaða þingflokk sem er. Stolt leggjum við verk okkar í dóm kjósenda og trúum því að við uppskerum eins og við höfum sáð. Við trúum því að réttlætið muni sigra. Inga Sæland Pistill Við látum verkin tala Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Í talir sigruðu Englendinga í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu nú á sunnudag. Leiknum lauk í vítaspyrnu- keppni en þrír leikmenn enska liðs- ins, sem eru dökkir á hörund, brenndu af vítaspyrnu. Eftir leikinn helltist yfir þessa leikmenn hol- skefla rasískra ummæla á sam- félagsmiðlaaðgöngum leikmann- anna. Stjórnmálamenn, ættmenni konungsfjölskyldunnar, leikmenn og enska knattspyrnusambandið hafa fordæmt þessa hegðun stuðn- ingsmanna í kjölfarið. Kortleggja ofbeldi gagnvart leikmönnum Arnar Sveinn Geirsson, for- maður Leikmannasamtaka Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið fyrst og fremst ömurlegt að sjá þetta gerast. „Það sem er kannski enn ömurlegra er að þetta kemur eng- um á óvart,“ bætir hann við. Að sögn Arnars eru samtökin ekki með formlega verkferla í mál- um er snúa að kynþáttafordómum eða níði, sem leikmenn geta farið eftir. Þetta þurfi mögulega að laga. Arnar segir að samtökin séu byrjuð, með aðkomu sérfræðinga, að kortleggja hvers kyns ofbeldi sem leikmenn verða fyrir í tengslum við fótboltann. „Undir það fellur rasismi, líkamlegt og kynferð- islegt ofbeldi, netníð, áreitni, bara hvers kyns ofbeldi innan boltans,“ segir Arnar. Hann telur að sam- félagsmiðlarnir breyti forsendunum að vissu leyti í þessum málum, enda erfitt fyrir leikmenn að leita ráða fái þeir nafnlaus ofbeldisskilaboð. Staðan með samfélagsmiðlana sé það flókin að samstillt átak þurfi á öllum vígstöðvum til þess að hægt sé að eiga við þessa hlið málsins. Skýrir verkferlar hjá KSÍ Klara Bjartmarz, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir af og til koma upp mál sem snúa að kyn- þáttafordómum. Spurð hverjir formlegir verkferlar séu í tengslum við slík mál segir hún: „Það segir í reglugerð frá sambandinu, að hvert félag er ábyrgt fyrir leikmönnum, stuðningsmönnum, forráðamönnum og hverjum þeim sem hafa hlutverk í kringum leiki.“ Klara bendir á að sérstök ákvæði snúi að svona brot- um. Aganefnd tekur þessi mál á sitt borð og í 15. grein reglugerðar KSÍ um agamál eru viðurlög við brot á ákvæðinu sett fram, en ákvæðið snýr að hvers konar mis- munun. Klara segir ekki mörg svona mál koma upp á ári hverju. „Við höfum ekki tekið saman eitthvert fast meðaltal, en ég myndi giska á að þetta sé svona um eitt mál á ári.“ Klara segir málin tekin fyrir í fræðslu á vegum sambands- ins, en megináherslan í fræðslu hjá sambandinu snúi að þjálfurum. „Stór hluti fræðslunnar snýr að heilindamálum, og þar inn fellur kynþáttaníð og annað slíkt.“ Hvað varðar samfélagsmiðl- ana og hvernig hægt sé að eiga við kynþáttaníð gagnvart leikmönnum þar segir Klara stöðuna vera flókna. Hún bendir þó á að aganefnd hafi úrskurðað og beitt viðurlögum vegna ummæla á sam- félagsmiðlum. Hún tel- ur erfitt að eiga við og uppræta þá hegðun þegar ofbeldisskilaboð eru send í skjóli nafn- leysis. Kynþáttafordómar í kjölfar úrslitaleiks „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyr- irlitningu, mismunun í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynþátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti fimm leiki,“ segir m.a. í reglugerð KSÍ. Þá skal félagið sektað að lágmarki um 100.000 krónur. Sé hópur leikmanna eða for- svarsmanna brotlegur við ákvæðið skuli liðið að auki missa þrjú stig í viðkomandi keppni. Þá missi liðið sex stig við annað brot. Gerist stuðn- ingsmenn liðs brotlegir við ákvæðið skuli félagið sekt- að um 150.000 krónur. Ef brot áhorfenda er alvarlegt er hægt að grípa til aukinna viðurlaga. Áhorfandi eða áhorfendur sem brjóta gegn ákvæð- inu sæta tveggja ára leikvallabanni a.m.k. Viðurlög við brotum REGLUGERÐ KSÍ Klara Bjartmarz AFP Stöngin út Marcus Rashford, leikmaður enska landsliðsins, var einn þriggja leikmanna liðsins sem fengu mörg kynþáttahlaðin skilaboð eftir leikinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.