Morgunblaðið - 14.07.2021, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021
Ljóst er að áhugi
meirihlutans í Reykja-
vík er lítill sem enginn á
byggingu Sundabraut-
ar og mislægra gatna-
móta við Reykjanes-
braut/Bústaðaveg.
Samgöngusáttmáli
ríkis og flestra sveitar-
félaga á höfuðborg-
arsvæðinu, sem und-
irritaður var 26. sept.
2019, gerir ráð fyrir að
mislæg gatnamót á Reykjanesbraut
við Bústaðaveg verði byggð á árinu
2021. Samgönguráðherra tilkynnti
nýlega að þau yrðu ekki byggð 2021
heldur 2025. Ekki var ástæðan fyrir
þessari seinkun um fjögur ár nefnd,
en staðreyndin er sú, að enginn vilji
er til þess hjá meirihlutanum í
Reykjavík að á þessum einum hættu-
legustu og umferðarþyngstu gatna-
mótum borgarinnar verði byggð mis-
læg gatnamót.
M.a. felldi meirihlutinn tillögu
Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa
hinn 15. des. sl. í borgarstjórn um að
staðið yrði við þessa tímasetningu,
þ.e. framkvæmdir hæfust árið 2021.
Afgreiðslan var bókuð þannig í fund-
argerð borgarstjórnar: „Tillagan
felld með 13 atkvæðum borgarfull-
trúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata
og Vinstri-grænna gegn 10 atkvæð-
um Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.
Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur
fólksins sátu hjá.“
Samkvæmt þessu eru skráð 25 at-
kvæði undir þessum lið í borgarstjórn
sem er skipuð 23 borgarfulltrúum. 13
fella tillöguna, 10 með, tveir sátu hjá.
Samkvæmt 20. gr. sveitarstjórn-
arlaga telst hjáseta þátttaka í at-
kvæðagreiðslu.
Borgaryfirvöld þvælast fyrir
Enginn efast um vilja samgöngu-
ráðherra til að Sundabraut verði
byggð sem fyrst. Hann tilkynnti í ný-
legri blaðagrein að stefnt væri að því
að framkvæmdir við Sundabraut
hæfust árið 2026 og að verklok yrðu
árið 2031. Borgaryfirvöld hafa í mörg
ár þvælst fyrir undirbúningi og
ákvarðanatöku um
byggingu Sundabraut-
ar.
Nú glittir í að þessi
mikilvæga samgöngu-
framkvæmd verði að
veruleika. Þó er rétt að
hafa fyrirvara á því ef
núverandi meirihluti
verður áfram við völd í
Reykjavík eftir næstu
borgarstjórnarkosn-
ingar. Ef sú yrði raunin
er allt eins líklegt að
hann reyni að koma í
veg fyrir þessa mik-
ilvægu framkvæmd, enda vilji til þess
innan þessa hóps mikill.
Borgarlínuframkvæmdir
hafa algjöran forgang
Síðan ræða fulltrúar meirihlutans
vítt og breitt um að setja Miklubraut í
stokk, nokkuð sem er algjörlega óút-
fært. Málið er einungis á hinu al-
kunna og langvarandi umræðustigi
hjá meirihlutanum. Það er mikið tal-
að um framkvæmdir í gatnamálum
borgarinnar en lítið sem ekkert að-
hafst, nema hvað varðar borgarlínu.
Áherslur meirihlutans í umferðar-
málum borgarinnar hafa miklu frem-
ur falist í því að torvelda umferð
einkabíla í borginni.
Ljóst er að samgöngusáttmálinn
var fyrst og fremst gerður til að
tryggja og skapa forgang fyrir borg-
arlínuframkvæmdir í Reykjavík og
nokkrum öðrum sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu. Aðrar mik-
ilvægar gatnaframkvæmdir í Reykja-
vík munu sitja á hakanum. Það hlýtur
að vera umhugsunarefni fyrir sam-
gönguráðherra og fjármálaráðherra
hvort rétt hafi verið staðið að málum
við gerð samgöngusáttmálans.
Sundabraut og
mislæg gatnamót
Eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
» „Ljóst er að sam-
göngusáttmálinn var
fyrst og fremst gerður
til að tryggja og skapa
forgang fyrir borgar-
línuframkvæmdir“
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Í fyrirspurn sinni til
forsætisráðherra um
upplýsingar Hagstofu
Íslands um utanrík-
isverslun Íslands
spurði Bergþór Ólason
hvort upplýsingar um
útflutning á vöru og
þjónustu, sem Hag-
stofa Íslands birtir,
kunni að vera misvís-
andi eða ónákvæmar
hvað varðar stærstu útflutnings-
markaði Íslands. Stórt er spurt ef
svarið er, líkt og marga grunar, að
útflutningur til Evrópu sé stórlega
ofmetinn vegna þess að vörum frá
Íslandi er umskipað í Evrópu. Ekki
fluttar þangað. Þetta þýddi þá að
ESB-trúarbrögð Samfylkingar og
Viðreisnar væru villutrú. Upptaka
evru myndi að líkindum auka við
gengissveiflur, ekki minnka þær ef í
ljós kæmi að önnur lönd og þ.a.l.
dollar vegi miklu meira en útflutn-
ingstölur gefa til kynna. Það er
óskiljanlegt að forsætisráðherra
leggi ekki kapp á að afla réttra upp-
lýsinga og svara þessari fyrirspurn
Bergþórs Ólasonar.
Bergþór vinnur nefni-
lega sína vinnu af heil-
indum og með hag Ís-
lands að leiðarljósi. –
forsætisráðherra, hvað
dvelur Orminn langa?
Samstæðureikn-
ingar Reykjavíkur-
borgar
Bergþór spurði ráð-
herra sveitar-
stjórnarmála út í það á
þingi hvort ársreikn-
ingur Reykjavíkurborgar kynni að
stangast á við lög í ljósi tilkynninga
ráðuneytisins um efnið. Málið varðar
félagslegt húsnæði; Reykjavík-
urborg, ein borga í Evrópu að best
er vitað, græðir því meira sem fleiri
þurfa félagslega aðstoð við búsetu-
úrræði sín þótt bankareikningurinn
segi allt annað, stórgræðir. Byggju
allir Reykvíkingar í félagslegu hús-
næði græddi borgin á tá og fingri
segja ársreikningar Reykjavíkur-
borgar! Sigurður Ingi Jóhannsson,
ráðherra sveitarstjórnarmála, ætl-
aði heldur betur að athuga málið. En
við það situr. Þetta grafalvarlega
mál hefur, að öllum líkindum, ekki
dugað til að trufla ráðherrann frá
hestamennskunni og öðrum áhuga-
málum. Ekki frekar en önnur mál í
ráðuneyti hans. Hann virðist fremur
líta á sveitarstjórnarmál sem við-
fangsefni ráðuneytistjórans en sitt
eigið. Og ráðuneytistjórinn dregur
taum Samfylkingar þegar hún get-
ur. Án nokkurrar kerskni Sigurður
Ingi, hvað þarf til að ráðherra setji
sig lítillega inn í slíkt stórmál sem
reikningsskil sveitarfélaga eru? Þarf
landið að bíða eftir greiðsluþroti
stórs sveitarfélags til að við skiljum
að Ísland á einfaldlega að setja töl-
urnar fram eins og aðrar þjóðir?
Hvað verður um lánstraust Íslands
ef stórt sveitarfélag verður ógjald-
fært? Dugði hrun bankanna okkur
ekki sem lexía?
Fyrirspurnum Bergþórs
Ólasonar enn ósvarað
Eftir Einar S.
Hálfdánarson »Eru ESB-trúar-
brögð Samfylkingar
og Viðreisnar villutrú? –
Og hvað þarf til að
trufla Sigurð Inga frá
hestamennskunni?
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Komið hefur fram sú
hugmynd að grafa 500
metra breiða rás fyrir
eldhraunið úr Geld-
ingadölum gegnum Suð-
urstrandarveg til sjávar
og byggja háa stálbrú
yfir gjána. Þarna gætu
gestir víðs vegar að úr
heiminum upplifað ein-
stakt sjónarspil. Þegar
hefur verið gerð stálbrú
milli plötuskilanna upp
af Sandvík á Reykjanesi
þar sem gefst kostur á
að ganga milli heims-
álfa.
Tryggvi Gíslason.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Eldgjá við Suðurstrandarveg
Stálbrú Hugmynd er uppi um að byggja stálbrú svip-
aða þeirri sem er milli plötuskilanna upp af Sandvík.
Allt um
sjávarútveg
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA