Morgunblaðið - 14.07.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.07.2021, Qupperneq 1
ERFITT AÐ SKAFFAVÖRUROPEC ÁTÍMAMÓTUM Banfi kann að skapa alvörukenndan Brunello. 8 Klofningur gæti verið í vændum enda kunna olíuframleiðsluríki að vera í kapphlaupi við tímann. 10 VIÐSKIPTA 11 Dagný Guðmundsdóttir hjá Ólafi Gíslasyni & Co. segir erlenda framleiðendur eiga fullt í fangi með að útvega nauðsynlegan varning. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 Vilja 390 íbúðir við flugvöllinn Lóðarhafar á Hlíðarenda hafa lagt fram um- sókn til skipulagsfulltrúa í Reykjavík um leyfi til að byggja 350-390 íbúðir í stað atvinnu- húsnæðis, sem átti að vera alls 35 þúsund m2. Um er að ræða reiti G og H vestan við íbúða- reiti C-F sem eru langt komnir í byggingu. Félagið S8 áformaði 400-450 herbergja hótel á H-reit, eða í Haukahlíð 2, sem hefði orðið það stærsta í herbergjum talið á landinu. Ótímabært að ræða framhaldið Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf., stýrði undirbúningi vegna uppbyggingar hótelsins. Hann sagði í samtali við Viðskipta- Moggann að málið væri í vinnslu. Því væri ótímabært að ræða framhaldið að svo stöddu. Eignasjóður borgarinnar á G-reitinn. ASK arkitektar lögðu fram umsóknina fyrir hönd eigenda reitanna. Heimilt var að byggja 17.500 fermetra á hvorum reit á 3-4 hæðum, auk tveggja hæða bílakjallara. Gert var ráð fyrir 175 bílastæðum á hvorum reit. Þess í stað er óskað eftir leyfi til að byggja allt að 195 íbúðir á hvorum reit, alls 390 íbúðir. Miðað við markaðsverð í hverfinu gæti lóðar- verð á hverja íbúð verið 10 milljónir og það skilað lóðarhöfum 3-4 milljörðum króna. Ekki sótt um atvinnuhúsnæði á jarðhæð Ekki er gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði á jarðhæð á reitum G og H en kröfur voru um það á reitum B-F. Þá skuli vera inngarðar ofan á bílageymslum, líkt og á reitum C-F. Á reitum C-F verða um 670 íbúðir og á reit B eru 40 íbúðir, alls um 710 íbúðir. Verði byggðar 390 íbúðir á reitum G og H eykst framboð nýrra íbúða á svæðinu því um ríflega 50%. Rætt var um að 70 íbúðir færu í almenna sölu á A-reit en að 100 til 150 íbúðir yrðu litlar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Alls gætu því risið 1.200 til 1.300 íbúðir á reitum A-H á Hlíðarenda. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eigendur tveggja reita á Hlíðar- enda hafa sótt um leyfi til að breyta landnotkun úr atvinnu- í íbúðar- húsnæði með allt að 390 íbúðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reitur H er við Hringbraut en reitur G snýr til suðurs. Byggðin mun færast nær flugbrautinni. Gunnar Hákonarson, framkvæmda- stjóri Kolaportsins, segir Hafnar- þorpið munu samanstanda af Kola- portinu, nýju markaðs- og viðburða- torgi og endurgerðum matar- markaði. Þá verði matartorg með fjölbreyttu úrvali á veitingastað og svið fyrir hvers kyns viðburði. Söluborðin á markaðstorginu verða færanleg og þannig myndast rými fyrir hvers kyns viðburði. Þá meðal annars veislur, brúðkaup og Iceland Airwaves-tónleikahátíðina. Með þessum breytingum á að auka fjölbreytni í verslun í Hafnar- þorpinu og styrkja það í sessi sem viðkomustað í borgarlífinu. Meðal fjölsóttustu staða Gunnar segir tekið mið af mark- aðstorgum erlendis sem séu meðal vinsælustu áfangastaða. Þar megi nefna til dæmis hinn fjölsótta Time Out-markað í Lissabon. Gunnar hefur fengið fjárfesta í lið með sér í þessu verkefni. Meðal þeirra eru hjónin Krist- björg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs- ins í knattspyrnu, en þau hafa m.a. fjárfest í hótelrekstri og húðvörum undir merkjum AK Pure Skin. Opinn fyrir fjárfestingu Aron Einar segist í samtali við ViðskiptaMoggann ekki útiloka frekari fjárfestingu í miðborginni. „Við ætlum að byrja á þessu. Svo sjáum við hvað gerist í framhaldinu, en sem stendur einbeitum við okkur að þessu verkefni,“ segir Aron um Hafnarþorpið. Kolaportið verður hluti af Hafnarþorpinu Morgunblaðið/Unnur Karen Gunnar Hákonarson segir horft til vinsælla markaðstorga erlendis. Á næstu misserum mun Kolaportið taka miklum breytingum og það verða hluti af Hafnarþorpinu. 6 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Betri fjármál Bókhald | Laun | Ráðgjöf | virtus.is EUR/ISK 14.1.'21 13.7.'21 160 155 150 145 140 135 156,45 146,35 Úrvalsvísitalan 3.300 3.100 2.900 2.700 2.500 2.300 14.1.'21 13.7.'21 2.632,94 3.285,38

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.