Morgunblaðið - 14.07.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021FRÉTTIR
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
RAFORKUFRAMLEIÐSLA
Önnur tveggja túrbína Reykjanes-
virkjunar, sem bilaði í lok maímán-
aðar, er komin aftur í gagnið. Þetta
staðfestir Jóhann Snorri Sigur-
bergsson, forstöðumaður viðskipta-
þróunar hjá HS Orku. Líkt og
greint var frá í byrjun júní neyddust
starfsmenn fyrirtækisins til þess að
stöðva túrbínuna í kjölfar þess að
vart varð við óeðlilegan titring í vél-
búnaðinum. Lá raforkuframleiðsla
með túrbínunni niðri frá 31. maí til
20. júní en þá hafði starfsmönnum
fyrirtækisins tekist að gera við bún-
aðinn. Að sögn Jóhanns Snorra kom
í ljós að bilunin tengdist hverfilhjóli
túrbínunnar. Spurður út í tjón HS
Orku vegna bilunarinnar segir Jó-
hann Snorri að tafir vegna minni
raforkusölu séu þó nokkrar, „en í
stóra samhenginu vel viðráðanlegt
þar sem stoppið var jafn stutt og
raun bar vitni.“ Bendir hann einnig
á að heppilegt hafi verið að bilunin
hafi komið upp í upphafi sumars
þegar eftirspurn er með minnsta
móti.
Hann segir ekki liggja fyrir hver
viðgerðarkostnaður sé á þessari
stundu. Segir hann að kostnaðurinn
sé hins vegar í lágmarki vegna þess
hversu hratt og vel starfsfólk HS
Orku hafi gengið til verks.
ses@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Benedikt
Alvarleg bilun kom upp í annarri tveggja túrbína Reykjanesvirkjunar.
Túrbínan komin á
fullan snúning á ný
Í ár er stærstur hluti nýskráðra bif-
reiða knúinn áfram með rafmagni að
öllu eða einhverju leyti. Af því leiðir
að eigendahópur rafbíla verður
stærri og hleðslustöðva er þörf í
fleiri húsbyggingum, þ. á m. fjöl-
býlishúsum.
Með nýrri lagabreytingu um fjöl-
eignarhús var ætlunin að liðka fyrir
rafbílavæðingu í fjölbýlishúsum.
Þannig geta rafbílaeigendur knúið
húsfélagið til að gera kostnaðar-
áætlun varðandi uppbyggingu
hleðslustöðva og ákveða í framhald-
inu hvaða ráða eigi að grípa til. Slík-
ar framkvæmdir hlaupa oft á millj-
ónum króna svo aðrir félagar í
húsfélaginu kunna að telja sig
hlunnfarna við að borga hluta í
hleðslustöð nágranna sinna.
Hleðslustöð auki virði íbúða
Bjarni Gnýr Hjarðar, sérfræð-
ingur hjá Eignaumsjón, segir
hleðslustöð gulls ígildi fyrir íbúða-
eigendur, hvort sem hún er sameig-
inleg eða einkastöð og segir þær
auka virði íbúðanna á fast-
eignamarkaðinum. Fjárfestingin
muni borga sig margfalt til baka
enda hleðslustöð aðdráttarafl fyrir
kaupendur.
Reykjavíkurborg og Orkuveitan
gerðu með sér samkomulag í apríl
2019 um að styrkja húsfélög fjöl-
eignarhúsa við uppsetningu hleðslu-
stöðva. 40 milljónir króna renna ár-
lega í sjóðinn og þegar hafa 49
húsfélög sótt um styrk og 31 fengið
greitt. Í þessum 49 fjöleignarhúsum
sem sótt hafa um eru alls 1.846 íbúð-
ir.
Styrkja framkvæmdir í fjölbýlum
Styrktarfjárhæðin nemur að há-
marki 1,5 milljónum króna og
meðalkostnaður hvers verkefnis
hljóðar upp á 2,5 milljónir króna að
meðaltali með virðisaukaskatti.
Hægt er að fá virðisaukaskattinn af
hleðslustöðv-
unum sjálfum
endurgreiddan.
Guðmundur B.
Friðriksson,
skrifstofustjóri á
skrifstofu um-
hverfisgæða hjá
Reykjavík-
urborg, segir að-
sóknina vera
mikla miðað við það að sjóðurinn
hafi hvergi verið auglýstur. 80%
Reykvíkinga búi í fjölbýlishúsum og
því sé um að ræða mikilvægt skref í
orkuskiptunum.
Guðmundur segir stóran hluta
kostnaðar í mörgum framkvæmdum
fela í sér stækkun eða lagningu
nýrrar heimtaugar, sérstaklega í
eldri húsum. Hann segir það geta
reynst flöskuháls fyrir fjöleignar-
húsin, bæði hvað varðar kostnað og
mögulega bið eftir heimtaug í fram-
tíðinni.
Stækkun lagna betri kostur
Jóhannes Þorleiksson, forstöðu-
maður rafveitna hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, telur betra að stækka
núverandi lagnir í stað þess að fjár-
festa í nýjum heimtaugum. Snjallar
hleðslulausnir dragi verulega úr
þörf á stækkun þar sem heimtaugin
nýtist betur.
Bjarni Gnýr er annarrar skoð-
unar: „Gömlu fjölbýlishúsin eru ein-
faldlega ekki hönnuð til þess að
hlaða rafbíla. Það er nánast alltaf
skynsamlegt að fá sér nýja heim-
taug, þessar byggingar eru bara
ekki með heimtaug til hleðslu raf-
bíla.“ Hann sér fram á heim-
taugaskort á næstu árum ef rafbíla-
væðingin heldur áfram á sömu
braut.
Jóhannes hjá OR hefur ekki
áhyggjur af slíkum skorti: „Veitur
fylgjast með afhendingartíma heim-
lagna og munu bregðast við ef hann
verður óeðlilega langur. Oftast dugir
að stækka heimtaugar og hleðslu-
lausnir með álagsstýringu draga
verulega úr þörf á stækkun heim-
tauga. Fjölmargir aðilar ofmeta
gríðarlega hleðsluþörf vegna raf-
bíla.“
Vill varast offjárfestingu
Jóhannes er frekar á því að raf-
bílavæðingin muni leiða til offjár-
festingar og hærri verðlagningar.
„Stofnkerfi rafmagnsdreifikerfis er
öflugt og ræður við talsverða álags-
aukningu. Veitur telja að aukin raf-
bílavæðing og orkuskipti almennt
muni leiða til lægri gjaldskráa ef
innviðir eru nýttir vel og ekki offjár-
fest í þeim,“ segir Jóhannes.
Fyrirsjáanlegur skortur á heimtaugum
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
Flest eldri fjöleignarhús eru
ekki byggð með hleðslu
rafbíla í huga og því þarf í
mörgum tilfellum að leggja
nýjar, eða stækka eldri
heimtaugar ásamt því að
setja upp álagsstýringar-
kerfi.
4%
47,8
11,0
6,3
3,31,7
Fjöldi íbúða í fjölbýli árið 2021
Styrkir vegna rafhleðslubúnaðar við fjöleignarhús í Reykjavík
Mosfellssveit Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík
1.846 íbúðir eru í
þeim 49 húsfélögum
sem hafa sótt um styrk
Alls eru um
47.750 íbúðir í
fjölbýli í Reykjavík
49
31
49 húsfélög
hafa sótt
um styrk
31 styrkur
hefur verið
afgreiddur
Heildarfjöldi íbúða samkvæmt Þjóðskrá
4.342 6.631 10.543 14.739 56.179
Þar af í fjölbýli
40% 50% 60% 75% 85%
Þúsundir
40 milljón kr. árlega eru
í sjóði til styrktar
uppsetningu hleðslubúnaðar
fyrir rafbíla við fjöleignarhús
Reykjavíkurborg leggur til
20 m.kr. árlega og Orkuveita
Reykjavíkur (OR) 20 m.kr.
Meðalkostnaður verkefna er
um 2,49 milljónir kr.
Hámarks styrkupphæð er
1,5 m.kr. en þó aldrei meira
en sem nemur 67% af
heildarkostnaði verksins
67%
33%
Jóhannes
Þorleiksson
Bjarni Gnýr
Hjarðar
Guðmundur B.
Friðriksson