Morgunblaðið - 14.07.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 14.07.2021, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2021 11FRÉTTIR malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Í nýju starfi hefur Dagný rekið sig á ýmis eftirköst kórónuveiru- faraldursins. Ekki hjálpar að hið opinbera leggur óþarflega þung- ar byrðar á smáfyrirtækin. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Helstu áskoranir í dag eru að fá vörur til landsins. Framleið- endur eru í vanda með hráefni, flutningur er dýrari og tekur lengri tíma. Við seljum búnað til slökkviliðanna og mikilvægt að þau hafi þann búnað sem þau þurfa. Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir? Síðasti fyrirlestur sem ég sótti var um öryggi og nýjungar á björgunarbúnaði. Þar var fyrir- tækið Holmaton að kenna og kynna nýjungar í klippibúnaði til að klippa bíla: mjög öflugar græjur til að ná fólki út úr bíl- flökum á sem skemmstum tíma. Það eru miklar tækniframfarir í þessum bransa og mikilvægt að fylgjast vel með til að geta miðl- að til þeirra sem vinna við björg- un. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Það er erfitt að segja. Ég er í mjög spennandi starfi í dag sem ég er nýlega byrjuð í. Fyrir framkvæmdastjóra í félagi skipt- ir máli að hafa öfluga stjórn og teymi sem er samstillt. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Þeir eru svo margir, en ætli Dale Carnegie hafi ekki haft mest áhrif á mig. Ég hef til- einkað mér hans hugmyndafræði í gegnum árin. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég hlusta á bækur, sit fyrir- lestra og sæki þjálfun. Ég þjálfa söluráðgjafa fyrir Dale Carnegie og til að viðhalda þjálfunarrétt- indum þar þarf ég reglulega að sækja þjálfun og afla mér þekk- ingar á nýjustu straumum og stefnum í sölufræðum. Þar fæ ég líka mikinn innblástur frá þátt- takendum. Hugsarðu vel um líkamann? Það gefur mér mikla orku að byrja daginn í ræktinni. Ég hjóla líka, spila golf og nýt þess að vera úti í náttúrunni með hund- inum mínum. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Sennilega mundi ég bæta við mig að læra verða slökkviliðs- maður ef ég væri tuttugu árum yngri Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Verandi í innflutningi þá hefur maður alltaf áhyggjur af gengis- þróuninni en þessi kórónuveiru- mál hafa haft mikil áhrif á frakt- málin og auðvitað efnahaginn í heildina. Ríkissjóður hefur safn- að miklum skuldum síðustu mán- uði og þær þarf að greiða til baka. Ég vona að stjórnmálin taki skynsamlegar ákvarðandi eftir kosningar í haust. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráð í einn dag? Ég myndi halda áfram að ein- falda skattkerfið og regluverkið í kringum fyrirtækjarekstur. Rík- ið setur miklar kvaðir á smáfyr- irtæki eins og okkar sem býr til mikinn kostnað sem fer auðvitað á endanum út í verðlagið. SVIPMYND Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & Co, Eldvarnamiðstöðvarinnar og Rafborgar Áskorun að fá nauðsynlegar vörur til landsins Morgunblaðið/Eggert Dagný myndi vilja einfalda skattkerfið og regluverkið í kringum fyrirtækjarekstur, öllum til hagsbóta. NÁM: Hóf nám í hjúkrun við Háskóla Íslands en skipti síðar yfir í viðskiptafræði hjá VT. STÖRF: Vörustjóri hjá Opnum kerfum, þá forstöðumaður fyrir- tækjasviðs hjá Vodafone. Framkvæmdastjóri Cintamani og síðar framkvæmdastjóri Iceland Travel Assistance. Framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & Co, Eldvarnamiðstöðvarinnar og Rafborgar frá 2020. ÁHUGAMÁL: Hjól, golf og útivera FJÖLSKYLDUHAGIR: Makinn heitir Jón Jósafat Björnsson og dæturnar eru tvær: Aníta Ýr Strange og Sara Jósafatsdóttir. HIN HLIÐIN TÆKNIVÖRUR Skakkiturn ehf. sem er umboðsaðili Apple á Íslandi skilaði 366 milljóna hagnaði í fyrra og jókst hann um ríf- lega 100 milljónir milli ára. Vörusala jókst mikið eða um tæpar 1.100 milljónir og nam tæpum sex millj- örðum. Vörusala jókst um tæpan milljarð. Laun og launatengd gjöld lækkuðu milli ára um tæpar 12 millj- ónir. Eignir Skakkaturnsins námu 1,8 milljörðum í árslok og eigið fé fé- lagsins stóð í 982,7 milljónum króna. Eigandi félagsins er Guðni Rafn Ei- ríksson. Ekki er gerð tillaga um arð- greiðslu út úr félaginu vegna liðins rekstrarárs. Morgunblaðið/Sigurgeir S Vörur Apple njóta mikilla vinsælda. Apple skil- ar góðu búi Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.