Fiskifréttir


Fiskifréttir - 27.11.1987, Qupperneq 3

Fiskifréttir - 27.11.1987, Qupperneq 3
föstudagur 27. nóvember 3 róðrum. Tvær togaralandanir voru í vikunni; Haraldur Böðvarsson landaði 16. nóvember 112 tn og var karfi uppistaðan í aflanum 53 tn og þorskur 38 tn. Skipaskagi landaði 20. nóvember um 50 tn. Rif: Heildarafli vikunnar var 133,6 tn sem fékst í 35 róðrum. Eftirtaldir línubátar lönduðu þrisvar sinnum í vikunni: Rifsnes 34,2 tn, Tjaldur 27,2 tn, Hamar 25,1 tn, Stapavík 7 tn og Esjar 5,2 tn. Jói á Nesi fór í fimm róðra og landaði hann 10,2 tn samtals. Hamrasvanur var í klöss- un í Reykjavík en hann fer á línu næstu daga. Ólafsvík: Heildarafli vikunnar var 111 tn sem er með minna móti. Eftirtaldir dragnóta- bátar lönduðu fjórum sinnum í vikunni: Hugborg 3,4 tn og Lómur 4.4 tn. í þrjá róðra fóru: Sigurvík 5.4 tn, Auðbjörg II 1,4 tn, Svein- björn Jakobsson 6 tn, Tindur 1,7 tn og Friðrik Bergmann 5 tn. Matt- hildur landaði tvisvar sinnum sam- tals 2,1 tn. Eftirtaldir línubátar lönduðu einu sinni í vikunni: Sig- urbára 1,1 tn og Sæunn 1,2 tn. Valdimar Kristinn landaði tvisvar samtals 4,4 tn, Fróði sem fór í þrjá róðra landaði 12,7 tn og í fimm róðra fóru: Garðar II 19,6 tn og Gunnar Bjarnason 21 tn. Tólf trill- ur á línu lönduðu átján sinnum í vikunni og fengu þær samtals 21,7 tn. Togarinn Jökull landaði 23. nó- vember, þ.e. á mánudaginn í þess- ari viku 50 tn. Grundarfjörður: Togarinn Runólfur landaði 16. nó- vember eftir tíu daga túr 106 tn. Þar af setti hann 14 tn í gám en 92 tn fóru til vinnslu í landi. Af því sem fór í gáminn var um helmingur þorskur og helmingur karfi og ufsi en það sem fór til vinnslu í landi var þorskur. Krossnesið landaði 22. nóvember 47 tn og var þorskur uppistaðan eða 20 tn, ufsi 15 tn, ýsa 4 tn og karfi 2,5 tn. Sjö skelbátar lönduðu í vikunni og fóru eftirtald- ir í fjórar sjóferðir: Skipanes 26 tn, Farsæll 26 tn og Haukabergið 24,3 tn. í þrjár sjóferðir fóru eftirtaldir: Grundfirðingur 15,9 tn, Grund- firðingur II 17,1 tn og Fanney 16,9 tn. Sóley landaði tvisvar sinnum samtals 11,3 tn. Stykkishólmur: Skelbátarnir komust allir fimm sinnum út í vikunni og fengu ágæt- an afla: Arnar 21,5 tn, Árni 22 tn, Gísli Gunnarsson 20,3 tn, Hrímnir 33,9 tn, Jón Freyr 43,3 tn, Sigurð- ur Sveinsson 35,9 tn, Anna 26 tn, Sigurvon 25,4 tn, Smári 25,3 tn og Örn 25,1 tn. Vestfirðir Patreksfjörður: Togarinn Sigurey landaði 16. nóvember eftir tíu daga útivist. Aflinn var 81.5 tn og þar af var þorskur 70.0 tn. Þrír línubátar lönduðu í liðinni viku, Egill kom með 5.0 tn eftir tvær sjóferðir, Pat- rekur komst ekki í nema eina sjó- ferð vegna bilunar og var afli hans 6.4 tn. Vestri fór í þrjár sjóferðir og kom með 27.9 tn að landi. Tálknafjörður: Togarinn Tálkn- firðingur kom að landi 17. nóvem- ber eftir að hafa verið tvo daga á veiðum. Aflinn var samtals 29.8 tn, mest megnis þorskur. Línubát- urinn María Júlía landaði fimm sinnum í vikunni og var aflinn 28.8 tn af slægðum fiski. Bíldudalur: Veiðar innfjarðarrækju ganga vel frá Bíldudal og eru bátarnir yfir- leitt um þrjá daga að fiska upp í vikukvóta sinn. Þessir bátar; Pilot, Þröstur, Pétur Þór, Jörundur, Elías, Ýmir, Dröfn, Trausti og Höfrungur náðu vikukvótanum sem er 4.0 tn. Ingólfur var eini bát- urinn sem ekki náði öllu sínu, hann kom með 2.4 tn að landi. Togarinn Sölvi Bjarnason kom að landi 17. nóvember og var hann með 60.0 tn eftir fimm daga og var aflinn að mestu leyti þorskur. Þingeyri: tog- ararnir Sléttanes og Framnes lönd- uðu báðir í liðinni viku. Sléttanes kom inn 16. nóvember eftir að hafa verið 5 daga á veiðum. Af aflanum voru 10 tn af þorski og 12 tn af karfa. Framnes kom inn 17. nó- vember, eftir sex daga á veiðum og var aflinn 49.5 tn, mest megnis þorskur. Minni bátar komust ekk- ert á sjó í liðinni viku vegna brælu. Flateyri: Togarinn Gyllir landaði tvisvar í vikunni. Hann kom inn 17. nóvember með 52.5 tn og aftur 22. nóvember með 30.0 tn. I aflanum sáust flestar tegundir, þorskur, ýsa, karfi, ufsi og grálúða. Allur afli beggja veiðiferðanna fór til vinnslu í landi. Línubátarnir Jón- ína og Sif fóru í tvo róðra hvor bátur og var afli hvors báts um 7.0 tn. Suðureyri: Togarinn Elín Þorbjarnardóttir landaði 37.5 tn 11. nóvember. Aflinn var blandað- ur, mest var af karfa. Tveir línu- bátar Sigurvon og Ingólfur Magn- ússon róa frá Suðureyri en ekki tókst að fá afla þeirra í liðinni viku. Þess má hinsvegar geta að þrjár fyrstu vikur mánaðarins kom Sig- urvon með samtals 93.0 tn að landi og Ingólfur Magnússon 30.0 tn. Bolungarvík: Togarinn Dagrún landaði 16. nóvember eftir að hafa verið viku á veiðum. Aflinn var 80.0 tn og uppistaða hans, eða um 70.0 tn var þorskur. Aflinn fór all- ur til vinnslu í landi. Af öðrum tog- urum er það að segja að Sólrún var á Rækjuveiðum alla vikuna og Heiðrún er ennþá í slipp. Afli línu- báta var í meðallagi í vikunni. Þeir stærri voru með þetta 6 til 8 tn í róðri en þeir minni 2 til 4 tn. Flosi var aflahæstur línubáta og Hall- dóra Jónsdóttir kom þar næst á eft- ir. Fjórir rækjubátar lönduðu fimm sinnum í vikunni, þeir voru; Páll helgi sem kom með 4.2 tn, Óli 3.2 tn, Bryndís 3.2 tn og Sædís 2.9 tn. Tveir rækjubátar réru þrisvar sinnum í vikunni, þeir voru Haf- björg með 2.6 tn og Draumur með 1.0 tn. ísafjörður: Þessir togarar lönduðu í vikunni; Guðbjartur kom inn 19. nóvember með 53.0 tn af þorski sem fór allur til vinnslu í landi. Júlíus landaði 16. nóvember eftir að hafa verið sex daga á veið- um. Aflinn var að lang mestu leiti þorskur og fyllti hann þrjá gáma, auk þess sem 31.5 tn fóru til vinnslu í landi. Arnarnes fyllti einnig þrjá gáma í vikunni og landaði að auki 40.0 tn til vinnslu í landi. Guðbjörg landaði 17. nóvember. Upp úr henni komu 44.0 tn sem fóru til vinnslu í landi og þrír gámar. Ógæftir komu að miklu leyti í veg fyrir veiðar línubáta í vikunni, Orri, Víkingur III og Guðný fengu um 6.0 tn í róðri hver bátur og fóru í þrjá róðra í vikunni. Þessir rækju- bátar lönduðu fimm sinnum í vik- unni.; Dóri 4.3 tn, Kolbrún 3.6 tn og Hafrún II 3.6 tn. Tveir rækju- bátar lönduðu fjórum sinnum; Gissur hvíti kom með 3.9 tn og Sæbjörn 1.6 tn. Kristín Jónsdóttir fór í þrjá róðra og landaði 2.1 tn. Ekki tókst að afla frétta af öðrum rækjubátum sem lönduðu á Isa- firði. Súðavík: Togarinn Haffari kom að landi 16. nóvember eftir að hafa verið þrjá sólarhringa á veið- um. Aflinn var 44.5 tn, auk þess sem Haffari fyllti einn gám. Aflinn var mest megnis þorskur. Togar- inn Bessi var í siglingu en er nú farinn til veiða að nýju. Þrír rækju- bátar róa frá Súðavík, Valur, Hafrún og Sigrún. Bátarnir náðu allir vikuskammtinum sínum, sem er 6.0 tn fyrir hvern bát. Hólmavík: Tveir línubátar lönduðu í liðinni viku. Ingibjörg kom með 2.8 tn eftir fimm sjóferðir og Sæbjörg 25.8 tn, einnig eftir fimm sjóferðir. Þessir rækjubátar lönduðu í vik- unni, allir eftir þ>rjár sjóferðir; Donna 4.5 tn, Ásbjörg 4.4 tn, Hilmir 4.0 tn og Sigurbjörg 4.4 tn. Drangsnes: Tveir línubátar lögðu afla sinn upp á Drangsnesi í liðinni viku. Sundhani kom með 8.6 tn eftir þrjár sjóferðir og Draupnir 2.0 tn efir eina sjóferð. Þessir rækjubátar komu með afla að landi; Gunnvör 5.6 tn efir fjórar sjóferðir, Gunnhildur 4.2 eftir þrjár sjóferðir og Örvar 4.2 tn, einnig eftir þrjár sjóferðir. Norðurland Hvammstangi: Lélegar gæftirsetja svip sinn á aflann sem kom að landi á Hvammstanga í liðinni viku. Geisli kom með 7.0 tn af djúpsjáv- arrækju eftir fimm daga veiðiferð. Dagbjört og Neisti voru á innfjarð- arrækju og fór hvor bátur í sex róðra og heildarafli þeirra var um 20.0 tn og skiptist hann nokkuð jafnt milli bátanna. Blönduós: Sæbjörg fór sína síðustu róðra eftir hörpuskel í vikunni. Róðrarnir voru tveir og aflinn samtals 7.3 tn. Sæbjörg hefur þegar hafið rækju- veiðar. Gissur hvíti landaði einu sinni í vikunni, hann kom með 8.3 tn af úthafsrækju og Nökkvi kom inn 21. nóvember með 35.0 tn af frosinni rækju. 15 tn voru fryst til vinnslu í landi, 20 tn fryst á markað í Japan. Skagaströnd: Tveir togar- ar lönduðu í síðustu viku. Örvar kom að landi 18. nóvember og var hann með 150 tn af frystum afurð- um eftir 21 dag á veiðum. Af aflan- um voru 90.0 tn af flökum, þorski og ýsu, afgangurinn var að mestu heilfryst grálúða. Línubáturinn Arnarborg landaði þrisvar sinnum í vikunni og var afli hans samtals 15.0tn. Þessirbátarlönduðurækju þrisvar sinnum í vikunni; Auð- björg 2.6 tn, Hafrún 5.3 tn og Ólafur Magnússon 7.5 tn. Helga Björg landaði tvisvar sinnum, samtals 2.6 tn. Sauðárkrókur: Togarinn Drangey er í slipp en tveir togarar lönduðu í vikunni, Hegranes landaði 17. nóvember eftir að hafa verið sex daga á veið- um, aflinn var 91.6 tn, aðallega þorskur. Skapti kom einnig inn 17. nóvember, eftir að hafa verið þrjá daga á veiðum .og var afli hans 38.8 tn, mest megnis þorskur. Röst var eini rækjubáturinn sem lagði upp afla á Sauðárkróki í vikunni, hún kom með 13.0 tn af rækju sem fengust á djúpslóð. Siglufjörður: „Aflinn sem hingað kom var frek- ar rýr,“ sagði heimildamaður Fiskifrétta og átti þá sérstaklega við afla togaranna. Stapavík land- aði 17. nóvember eftir 10 daga veiðiferð. Aflinn var 55.4 tn. Þar af var grálúða 11.0 tn og afgangur- inn að mestu þorskur. Verðmæti aflans var 1.6 milljón. Stálvík kom inn 19. nóvember eftir sex daga á veiðum og aflinn var samtals 42.5 tn og verðmæti hans 1.3 milljón. Tveir bátar lönduðu úthafsrækju í vikunni, Þorlákur helgi kom með 2.8 tn eftir eina sjóferð og Dröfn kom með 10.5 tn, einnig eftir eina sjóferð. Ólafsfjörður: Togarinn Ólafur Bekkur sigldi að landi 16. nóvember eftir að hafa verið 16. daga á veiðum. Aflinn var samtals 58.3 tn, aðallega þorskur. Sólberg kom að landi 17. nóvember eftir viku veiðiferð. Aflinn var 75.5 tn, mest megnis þorskur. Frystitogar- inn Mánaberg kom einnig að landi 17. nóvember eftir 26 daga útivist. Hann kom að landi með 150 tn af frystum afurðum, frystum flökum og heilfrystri grálúðu. Togarinn Sigurbjörg var á veiðum í vikunni og Snæbjörg í slipp í Stykkishómi. Iíalvík: Togarinn Dalborg landaði 84.0 tn 15. nóvember og fóru tæp- lega 43 tn til vinnslu í landi, af- gangurinn fyllti þrjá gáma. Uppi- staða aflans var þorskur, um 65 tn. Baldur landaði 18. nóvember og var afli hans fluttur út í þremur og hálfum gámi. Trollbáturinn Sænes landaði einu sinni í vikunni og var aflinn 8.4 tn. Þessir bátar komu með rækju að landi, allir eftir eina sjóferð; Bliki 14.2 tn, Eyborg 14.2 tn og Sólfell 13.8 tn. Árskógssan- dur: Óvenju lítill afli barst að landi á Árskógssandi í vikunni. Arnþór er ennþá á síld og illa hefur gengið með ufsanetin hjá Hafbjörginni. Særúnu hefur hinsvegar gengið ágætlega á línunni, hún fór í þrjá róðra og kom samtals með 22.0 tn að landi í liðinni viku. Akureyri : Fjórir togarar Útgerðarfélags Ak- ureyringa lönduðu í vikunni. Fyrstur kom að landi Harðbakur. Hann kom 16. nóvember eftir að hafa verið 10 daga á veiðum. Afl- inn var 155.0 tn. Þar af var karfi 53.0 tn, ufsi 41.0 tn, þorskur 28.0 tn og grálúða 25.0 tn. Heildar verðmæti aflans var 2.8 milljónir. Kaldbakur kom 18. nóvember með 92.0 tn eftir 9 daga veiðiferð. Afl- inn var blandaður, 45.0 tn af ufsa, 24.0tnafþorski.l4.0tnaf karfa og 4.5 tn af grálúðu. Verðmæti aflans var 1.7 milljón. Hrímbakur kom inn 19. nóvember eftir viku veiði- ferð. Aflinn var 64.0 tn, nær ein- göngu þorskur og verðmæti aflans var 1.8 milljón. Frystitogarinn Sléttbakur kom inn 21. nóvember eftir aðeins viku útivist í sinni fyrstu veiðiferð eftir breytingar. Aflinn var á milli 20 og 30 tn. Eng- in löndun var hjá Samherja í lið- inni viku. Grenivík: Þær eru í rýr- ara lagi aflafréttirnar frá Grenivík fyrir síðustu viku. Tveir línubátar lönduðu í vikunni, Sjöfn landaði tvisvar, samtals 16.5 tn og Núpur kom með 26.7 tn úr einni veiði- ferð. Lítið gaf á sjó fyrir smábáta í vikunni, samtals náðu þeir 4.8 tn úr sjó. Hrísey: Línubáturinn Svani kom samtals með 34.0 tn eftir sex sjóferðir. Togarinn Sunnutindur landaði í Hrísey 19. nóvember og var hann með 95.0 tn, nær ein- göngu þorsk. Allur aflinn að ein- um gámi undanskildum fór til vinnslu í landi. Grímsey: „Þetta er búið að vera dapurt haust hjá okk- ur og varla hefur verið friður fyrir færabáta á undanförnum vikum enda eru þeir flestir komnir á land,“ sagði heimildamaður Fiski- frétta í Grímsey. Alls komu 11.0 tn að landi í eyjunni í síðustu viku. Línubáturinn Björn kom með lang mestan hluta þess afla eða 6.0 tn eftir fimm sjóferðir. Netabáturinn Bjargey fór í þrjá róðra í vikunni og fékk 150 til 200 kg í róðri. Húsa- vík: Alls komu 155.1 tn að landi á Húsavík í liðinni viku, að rækjunni meðtalinni. Togarinn Kolbeinsey kom inn 20. nóvember eftir sex daga veiðiferð og var aflinn sam- tals 38.2 tn. Línubáturinn Fanney kom með 14.3 tn eftir fimm sjó- ferðir. Tveir línubátar lönduðu fjórum sinnum í vikunni, Siglunes landaði 13.7 tn og Skálaberg 19.4 tn. Tveir dragnótabátar lönduðu í vikunni, Kristbjörg landaði 1.3 tn eftir tvær sjóferðir og Sæborg 12.3 tn eftir sex sjóferðir. Lítið gaf fyrir smábátar í liðinni viku en þeir komu samtals með 14.8 tn. Þessir rækjubátar komu með afla að landi í vikunni. Stakkanes kom með 17.4 tn af rækju og 1.0 tn af bolfiski, Galti kom með 17.2 tn af rækj uogl.OtnafbolfiskiogÞrym- ur kom með 10.0 tn af rækju og 3.3 tn af bolfiski. Þórshöfn: Þessir Fiskmarkaður Suðurnesja hf. Fitjabraut 24 - Ytri-Njarðvík Seljabót 2 - Grindavík Uppboð daglega kl. 15.00 Hringið og leitið upplýsinga það borgar sig Síminn er: 92-14785 í Grindavík 92-68524 jVrnes&

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.