Fiskifréttir


Fiskifréttir - 27.11.1987, Síða 6

Fiskifréttir - 27.11.1987, Síða 6
Fiskiþing/Stjórnun fiskveiðanna 6 Fiskiþingi, hinu 46. í röðinni lauk um sl. helgi og eins og við mátti búast, var það stjórn fiskveiðanna sem var mál málanna að þessu sinni. Skiptar skoðanir voru um leiðir og t.a.m. klofnaði sjávarútvegsnefndin í afstöðu sinni, þrátt fyrir þá „sáttaleið“ sem lögð var fram. Eins og svo oft áður, var það svæðaskiptingin í suður- og norðursvæði sem skipaði mönnum í flokka. Miklar athugasemdir voru gerðar við tillögur sjávarútvegsnefndarinnar í almennum umræðum og um tíma stefndi í óefni vegna fjölda breytingartillagna. Það voru aðallega fulltrúar af suðursvæði sem voru óhressir með tillögur nefndarinnar en norðursvæðinu barst þó óvæntur liðsstyrkur er Tómas Þorvaldsson úr Grindavík lagði fram dagskrártillögu þess efnis að gengið yrði til atkvæða um tillögur nefndarinnar án þess að ræða breytingartillögurnar. Við þetta hitnaði talsvert í kolunum en fundarstjórinn, Marteinn Friðriksson ákvað þá að bera undir atkvæði tillögu um að ljúka umræðum. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Síðan var gengið til atkvæða um tillögu Tómasar og var hún felld með 16 atkvæðum gegn 13. Breytingartillögurnar fengu því þinglega meðferð en hér á eftir verður stiklað á stóru í umræð- um um þetta viðkvæma mál. Það var Guðjón A. Kristjáns- son, formaður FFSI og frummæl- andi fyrir tillögum sjávarútvegs- nefndar, sem hóf umræðuna, en rétt er að geta þess að með honum í nefndinni voru: Eiríkur Tómas- son, Grindavík, Jón Páll Halldórs- son, ísafirði, Jóhann K. Sigurðs- son, Neskaupsstað, Kristján As- geirsson, Húsavík, Sævar Friðþjófsson, Hellissandi, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Reykjavík, Hilmar Rósmundsson, Vest- mannaeyjum, Kristján Loftsson, Hafnarfirði og Hjalti Einarsson, Reykjavík. I máli Guðjóns A. Kristjánsson- ar, kom fram að mikilvægt væri að þingheimur næði samstöðu um til- lögurnar, til þess að hægt yrði að hafa áhrif á stjórnun fiskveiðanna. Guðjón minnti á þá miklu ólgu sem væri í þjóðfélaginu og sagði að ef fulltrúar á Fiskiþingi bæru ekki gæfu til þess að ná samstöðu um þetta mikilvæga mál, þá væri ekki hægt að ætlast til þess að aðrir gerðu það fyrir þá. Guðjón fór því næst yfir tillögur nefndarinnar og gat fyrirvara sem Sveinn, Hilmar, Kristján L. og Hjalti höfðu gert við nefndarálitið. (Sveinn hafði fyrirvara á því hvort heimila ætti flutning á afla- reynslu sóknarmarksskipa milli skipa innan sama útgerðarstaðar; Kristján Loftsson gerði athuga- semdir við tillögu um fækkun sóknardaga á tímabilinu maí-ágúst í því skyni að draga úr útflutningi á ferskfiski, um flutning á afla- reynslu sóknarmarksskipa og þá grein að við ákvörðun aflahámarks þorsks og karfa hjá sóknarmark- stogurum, skuli þess gætt að jafn- ræði sé á milli svæða. Hilmar Rós- mundsson tók undir þennan síð- asta lið og loks hafði Hjalti Einarsson fyrirvara á varðandi það álag sem reiknað er á óunninn fisk sem fluttur er á erlenda markaði) Guðjón A. Kr. Árni Ben. Hvar á að taka viðbótina? Að lokinni framsögu Guðjóns, tók Árni Benediktsson (Rvk.) til máls og taldi að ýmis atriði nefnd- arálitsins þyrftu frekari endur- skoðunar við. Árni sagði að eftir að fulltrúar fiskvinnslunnar hefðu fallið frá þeirri kröfu að fá að ráð- stafa helmingi aflans, væri útilok- að að þessir aðilar gætu sætt sig við minna en 20% álag á þann fisk sem fluttur væri út ferskur, en í tillög- um nefndarinnar var gert ráð fyrir 10% álagi. Árni sagði það sína skoðun að klásúla sem fjallar um að taka þurfi tillit til mikillar rýrn- unar tekna af loðnuveiðum hjá loðnuskipunum, væri hin eina í nefndarálitinu sem þyrfti sérstakra útskýringa við. Hvað væri átt við og hvaðan ætti að taka þann við- bótarkvóta sem verið væri að gefa í skyn að loðnuskipin fengju? Til- lögur um takmarkanir á veiðum smábáta taldi Árni mjög til bóta en hann lauk máli sínu með því að gagnrýna þau endurskoðunar- ákvæði sem fram komu í tillögum nefndarinnar. — Allt gengur aftur. Gallinn við stjórnun fiskveiðanna er sá að hún hefur aldrei verið samþykkt til nægilega langs tíma. Eg hélt að það væri sæmilegt samkomulag hér um stjórnun til fjögurra ára og við ættum að athuga okkar gang með þetta endurskoðunarákvæði eftir tvö ár. Eg er hins vegar til- búinn til þess að styðja ótakmark- aðan gildistíma laganna, sagði Árni Benediktsson. Eiríkur Tóm. Hilmar Rósm. „Sýnd veiði en ekki gefín“ Eiríkur Tómasson (Grindavík) tók að sér að svara fyrir eigendur loðnuskipanna og benti á þá stað- reynd að þessi skip hefðu öll afla- reynslu í bolfiski. Þessi reynsla hefði verið skorin niður við gildis- töku kvótakerfisins. Pað væri því grunnur fyrir því að þessi skip gætu aftur fengið kvóta, sagði Eiríkur og gat þess til marks um þá rýrnun sem orðið hefur á tekjum loðnu- skipanna, að fyrir gildistöku kvótakerfisins hefðu tekjurnar verið á borð við tekjur togara af minni gerð en nú væru loðnuskipin vart nema hálfdrættingar. Hilmar Rósmundsson (Vestm.eyjar) tók næstur til máls og gerði grein fyrir fyrirvara sínum varðandi jafnræði í þorskígildum milli landssvæða. Hilmar lagði fram breytingartillögu við nefnd- arálitið þar sem orðin „í þorsk- ígildum“ eru felld út. — Þetta virðist ekki mikil breyt- ing en er það þó. Eg vil benda á að Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að dregið verði úr karfaveiðum vegna slæms ástands stofnsins. Petta gæti því verið sýnd veiði en ekki gefin, sagði Hilmar Rós- mundsson og benti á það máli sínu til stuðnings að aðeins 2 af 14 tog- urum á suðursvæði hefðu náð því að veiða 1400 tonn af karfa eða meira á tilteknu tímabili og eins þyrfti að hafa í huga að ef verið væri að vinna karfa í húsunum, væri vinnsluverðmætið aðeins um 40% ef borið væri saman við þorskinn. Benedikt Thor. Kristján Loftss. Allsherjarorlof er lausnin Kristján Loftsson (Hafnarfj.) gerði fyrst tillögu um flutning á 10 sóknardögum frá tímabilinu maí til ágúst yfir á önnur veiðitímabil, að umtalsefni. Kristján sagði að helstu rökin sem hann hefði heyrt, til réttlætingar slíkum flutningi, væru þau að vana starfsfólkið væri í sumarfríum og þess vegna væri fiskurinn fluttur óunninn úr landi. — Það er til ráð við þessu, sagði Kristján Loftsson. — Samkvæmt orlofslögunum er hægt að boða allsherjarorlof á ákveðnum tíma, með mánaðar fyrirvara, sagði Kristján en hann taldi að með þessari tillögu væri verið að reka t.d. frystitogarana út á sjó á þeim tímabilum er veður væri verra og sóknin erfiðari en síðan ætti að senda sjómennina í sólbað á sumr- in. Kristján sagðist vera sáttur við allar aðrar tillögur nefndarinnar að því undanskildu að hann lagði til að þrjú síðustu orð í tillögu um flutning á aflareyslu sóknarmarks- skipa, yrðu strokuð út en þetta eru orðin: „innan sama útgerðarstað- ar“ og Kristján sagðist einnig taka undir gagnrýni Hilmars Rós- mundssonar á svæðaskiptinguna, ástandið væri algjörlega óviðun- andi fyrir suðursvæðið. Vísaði hann í því sambandi til talna um afkomu útgerðarinnar (bls. 59 í Útgerð og afkoma) en þar stæði svart á hvítu að hagnaður sunnan- togara árið 1986 væri tæplega átta Frá setningu Fiskiþings. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri í ræðustóli (Ljósm. BREIN). „Þar er ekki sáttaleið að kúska annan aðilann...“ Fiskifréttir fylgjast með lokaaf- greiðslu á ályktun Fiskiþings um stjórn fiskveiða — Jöfnuður milli landshluta í brennidepli millj. kr. eða um 11% af tekjum en tæp 21 millj. kr. á norðursvæði eða um 22% af tekjum. Það væru þessi 11% sem um væri deilt og lagði Kristján til að þetta ágreiningsefni yrði leyst í eitt skipti fyrir öll. Varðandi hugmyndir um aflahá- mark á karfa hjá sóknarmarks- skipunum, sagðist Kristján leyfa sér að endurflytja tillögu sem hann hefði flutt í nefndinni. Þessi tillaga hefði verið felld á jöfnum atkvæð- um og rétt væri að allir þingfull- trúar fengu nú að taka afstöðu til hennar, sagði Kristján en tillaga hans hljóðaði á þá leið að heimilt yrði að breyta þorskaflamarki yfir í aðrar tegundir að undanskildum karfa, þar sem heimildin yrði áfram 10%. Byggðaröskun? Benedikt Thorarensen (Þorl.höfn) tók næstur til máls og minnti þing- fulltrúa á að þeir stæðu nú frammi fyrir löngum gildistíma laganna. Tekjumunur milli vinnslu og skipa og milli svæða væri svo mikill að ekki yrði hjá því komist að taka tillit til þess við setningu laganna. Benedikt flutti því næst tillögu sem kvað á um fjölgun sóknardaga ver- tíðarbáta á vetrarvertíð, með til- heyrandi fækkun á öðrum tímabil- um. Sævar Friðþjófsson (Hellis- sandi) sagðist í hjarta sínu vera á móti kvótakerfinu en þar sem verið væri að ræða frumvarpið um stjórnun fiskveiðanna, skyldi hann halda sig við það. Sævar sagðist vera stórkostlega hræddur við að frumvarpið hefði byggðaröskun í för með sér og hann væri einnig hræddur við að binda það til svo langs tíma. Hann væri hins vegar fylgjandi því að heimild um veiðar umfram úthlutað aflamark, væri 10% í stað 7% eins og tillögur nefndarinnargerðu ráð fyrir. Þetta væri mikið atriði t.d. fyrir línubáta á vertíð, sagði Sævar Friðþjóðs- son. Jón Páll Halldórsson (ísafj.) gat þess í máli sínu að þörf væri á að allir þingfulltrúar legðu sig fram um að ná samkomulagi og hann harmaði það að Kristján Loftsson og Hilmar Rósmundsson skyldu ekki hafa átt samleið með öðrum nefndarmönnum. Jón Páll sagðist verða að leiðrétta ummæli Krist- jáns. Allsherjarorlof í einn mánuð væri engin lausn. Minna mætti á að skólafólk skapaði sér tekjur með sumarvinnunni og þessar tekjur væru mjög mikilvægar fyrir heimil- in. Vöntun á vinnuafli yfir sumar- mánuðina væri ekki staðbundið vandamál, heldur ætti þetta við um land allt. Þetta endurspeglaðist best í því að af þeim 35 þúsund tonnum af þorski sem flutt voru út í fyrra, hefðu 15 þúsund tonn veiðst á tímabilinu maí-ágúst. Sævar Þór. Jóhann K. , Jöfnuði er náð“ — Ég hélt að ég þyrfti ekki í pontu vegna máls sem búið er að nudda í gegnum nefndina á níu og hálfum tíma, sagði Jóhann K. Sig- urðsson (Nesk.stað), sem næstur kvaddi sér hljóðs. Jóhann sagði „sunnanmenn" sívælandi og hann hefði haldið að börn væru ánægð þegar búið væri að færa þeim gjafir - heilu tertufötin. — Við erum að samþykkja jöfnuð sem komst á í fyrra, sagði Jóhann. Jóhann gerði því næst loðnu- veiðarnar og afkomu loðnuskip- anna að umtalsefni og sagði að mjög hefði hallað á loðnuskipin. Málið snerist um að afkoman væri nú upp á 60 til 65 millj. kr. á ári en ekki væri ósanngjarnt að loðnu- skipin fengju aflaverðmæti upp á 90 til 95 millj. kr. á ári. Hjalti Einarsson (Rvk.) kvaddi sér hljóðs þegar hér var komið sögu og þakkaði Guðjóni A. Krist- jánssyni, skörulega verkstjórn í nefndinni. Án hans ótrúlegu þekk- ingar á stjórn fiskveiðanna hefði vinnan ekki gengið jafnvel og raun bar vitni, sagði Hjalti og ítrekaði að Guðjón hefði sannarlega reynt að sætta sjónarmið manna. Guðjón A. Kristjánsson, kom nú aftur í ræðustól og ræddi fyrst afkomu loðnuskipanna. Guðjón sagði að nú ætti að taka upp kvóta- skiptingu í úthafsrækju sem mörg loðnuskip hefðu sótt í og vafalaust myndi það hafa enn meiri áhrif á afkomuna. Guðjón sagði að nefndin hefði ekki haft mótaðar tillögur um það hvernig tryggja ætti loðnuskipunum eðlilegan rekstrargrundvöll enda væri tals- verð óvissa ríkjandi varðandi þessa útgerð. Guðjón gerði því næst vinnubrögðin í sjávarút- vegsnefndinni og gagnrýni á tillög- ur nefndarinnar að umtalsefni. — Við töldum okkur ganga langt til sátt með þessum tillögum. Ef menn eru á öðru máli er kominn upp nýr flötur. Þá er enginn sátta- punktur í sjónmáli eða á að færa þorskveiðarnar suður og vertíðar- veiðar norður? Ef menn leggja til að þorskafli verði jafnaður, þá spyr ég hvaðan eigi að taka þann viðbótarafla sem 46 skip á suður- svæði vilja fá í sinn hlut. Á að færa aflann frá bátunum yfir á togarana eða jafnvel frá togurum af norð- ursvæði yfir á togara á suðursvæði? Á að taka 300 tonn af þeim togur- um sem náðu kvótanum og færa yfir til þeirra sem ekki náðu einu sinni 1200 tonnum? Menn verða að segja þetta hreint úr, sagði Guðjón en í máli hans kom jafnframt fram að eigin aflareynsla togara á norð- ursvæði væri í flestum tilfellum komin fram úr þeim 1750 tonnum sem sóknarmarkið kvæði á um. Guðjón hafði einnig skýringar á því hvers vegna karfaafli togara af suðursvæði hefði minnkað. — Þeir hanga fyrir norðan og reyna að ná þorskinum. Það hefur farið fyrir þeim eins og það færi fyrir mér ef ég hengi á Reykja- neshryggnum og reyndi að veiða karfann, sagði Guðjón A. Krist- jánsson. Guðm. Run. Sturlaugur Gengið á bátakvótann? Guðmundur Runófsson (Grund- arfj.) mælti næst fyrir stuttri breyt- ingartillögu við h- lið tillagna sjáv- arútvegsnefndar, en Guðmundur lagði til að við breytingu á afla- hámarki yrði þess vandlega gætt að fullur jöfnuður ríkti milli svæða. Eiríkur Tómasson, ræddi um um margnefnda jöfnun milli lands- hluta og sagði að hann fengi ekki betur séð en að þetta þýddi hækk- un á heildarkvóta, nema togarar sunnanlands ætluðu að ganga á kvóta bátanna. — Það gengur ekki. Það hafa þeir gert nógu lengi, sagði Eiríkur Tómasson. Sturlaugur Sturlaugsson (Akra- nesi), gerði útflutning á ferskum fiski að umtalsefni og þær tillögur sem komið hafa fram um álögur á slíkan útflutning. Sturlaugur kvaðst vera mótfallinn 20% lági, 10% væri nægilegt. Varðandi jöfn- un milli suður- og norðursvæðis og þá umræðu sem fram hefði farið á þinginu, sagði Sturlaugur að vera kynni að það jafnræði væri komið á milli skipa, en það væri ekki komið á milli vinnslustöðva í um- ræddum landshlutum. Framlegðin í þorskinum væri svo mikið hærri en í karfanum að líku væri ekki saman að jafna. Sturlaugur gat þess einnig að hugmyndir um afla- hámark í karfa gætu komið sér mjög illa fyrir marga og 1400 tonn væri of lág tala. Til samanburðar mætti nefna að togarar HB & co., Haraldur Böðvarsson og Sturlaug- ur H. Böðvarsson, væru nú búnir að afla 2200 og 2400 tonna af karfa á árinu. Guðmundur S. Maríasson, framkvæmdastjóri Félags rækju og hörpudiskframleiðenda tók næst- ur til máls og byrjaði á að þakka þingheimi fyrir að hafa tekið félag- ið inn sem fullgildan aðila á Fiski- þing (en það gerðist í atkvæða- greiðslu skömmu áður og var þá reyndar Landssamband smábáta- eigenda einnig tekið inn). Guð- mundur mælti síðan fyrir tillögu sem gekk út á áskorun til stjórn- valda um að samræma rækjuveiðar og vinnslu. Einar K. Guðfinnsson (Bolung- arvík), steig næstur í ræðustól og sagði að það væri sáttavilji sem einkenndi tillögur sjávarútvegsn- efndarinnar og að gerð væri tilraun til þess að skapa meiri sveigjan- leika innan kvótakerfisins. Einar sagði að búið væri að flytja mikinn afla yfir á suðursvæði frá norður- svæði og vitnaði í því sambandi til talna um aflaaukningu sunnan- skipa, sem hefði verið á milli 90 og 215% á meðan aflaaukningin fyrir norðan hefði aðeins verið 50 til 70%. — Það var hagkvæmt fyrir sunn- anskipin að „dudda“ á karfanum 1983 og það er ekkert óeðlilegt að staðir fái að njóta staðhátta, sagði Einar og minnti á lokum á fólks- flóttann suður og sagði að ef menn vildu taka upp jöfnun, ættu þeir að beita sér fyrir því að hlutirnir kost- uðu það sama úti á landi og í Reykjavík. Einar K. Guðf. Guðm. Mar. Vinnslan í öðru sæti Jón Ólafsson frá Félagi fiskimjöls- framleiðanda, sagði að hann sæti nú Fiskiþing í fyrsta sinn og það virtist svo sem að vinnslan væri þar í öðru sæti. Það væru útgerðar- menn sem stæðu ofan á og rifust um kvótann. Það hefði verið rætt um afkomu loðnuskipanna en loðnuverksmiðjurnar virtust ekki skipta máli á þessari samkomu. Jón sagði að fjórum tillögum fiski- mjölsframleiðenda hefði verið vís- að til sjávarútvegsnefndar en aðeins ein hefði hlotið þar af- greiðslu. Jón sagðist því ætla að flytja þessar tillögur að nýju enda taldi hann að þær fengju betri meðferð í atkvæðagreiðslu á þing- inu en innan sjávarútvegsnefndar- innar. Tillögur Jóns voru eftirtald- ar: í fyrsta lagi að 20% loðnukvót- ans yrðu gefin frjáls í því skyni að örva menn til þess að senda báta sína til veiða í upphafi vertíðar. í 7 öðru lagi að reynt yrði til þrautar að ná samningum við Grænlend- inga um kaup á loðnukvóta þeirra, en Jón sagðist hafa upplýsingar um það að Færeyingar hefðu keypt þennan 60 þúsund tonna kvóta fyrir u.þ.b. 12 millj. kr. Ef þessi loðna hefði verið unnin hér á landi, hefði útflutningsverðmæti afurðanna numið 300 millj. kr. í Þriðja lagi lagði Jón til að sams konar álag yrði tekið upp á loðnu sem landað væri erlendis og nú væri lagt á bolfisk sem fluttur væri út ferskur. Aðalsteinn Valdimarsson (Eski- firði) mótmælti tillögu Jóns um 20% frjálsan loðnukvóta enda hefði verið ágætur friður milli eig- enda loðnuskipa um útdeilingu kvótans. — Ég vara menn við því að fara að hringla með það sem ágætur friður hefur verið um, sagði Aðal- steinn en hann tók hins vegar undir tillögu Jóns um kaup á loðnukvóta Grænlendinga. Ný fiskveiðistefna Guðjón A. Kristjánsson, kom nú í ræðustól í þriðja sinn og sagði að með tillögu Guðmundar Runólfs- sonar um „fullan jöfnuð milli svæða“, væri verið að breyta öllu kerfinu og lagt væri til að tekin yrði upp alveg ný fiskveiðistefna. — Það er verið að jafna verðmætin hjá togurunum með því að taka upp karfaaflahámark. Tillaga Guðmundar Runólfssonar er óframkvæmanleg þótt unnið væri í málinu í heilt ár. Varðandi loðnu- tillöguna, sagðist Guðjón ekki hafa heyrt á skipstjórum að þeir væru óánægðir með núverandi ástand. — En ég spyr. Hvers vegna reyndu loðnuverksmiðjurnar ekki að kaupa kvóta Grænlendinga og fá skip til þess að veiða hann fyrir sig? Guðjón sagðist að síðustu ekki reikna með að koma aftur í ræðu- stól vegna þessa máls. Hann væri ekki sáttur við allt það sem í tillög- um nefndarinnar væri en honum hefði verið falið að reyna að finna sáttaleið í málinu og það hefði hann gert. Kristján Ásgeirsson, (Húsavík), einn nefndarmanna, sagði að stefnt hefði verið að því með störf- um nefndarinnar að allir hefðu fjárhagslegan ávinning af. Nú lægju hins vegar margar breyting- artillögur fyrir þinginu og ef svo héldi fram yrði þetta til þess að frumvarp ráðherra yrði samþykkt óbreytt eða að sóknarmarkið yrði fellt niður þannig að aðeins afla- markið kæmi til greina. Málflutn- ing Kristjáns Loftssonar sagði Kristján Ásgeirsson, dæmi um eig- inhagsmunapot sem heyrðist alltaf öðru hverju. r \ 4 ■ ^ mLl ' r \ * i V j f - kt J h 1 J iSSZ/r V A Kristján Ásg. Tómas Þorv. Eins og við kristnitökuna Tómas Þorvaldsson, (Grindavík) tók næstur til máls og sagði að sér sýndist staðan á þinginu svipuð og við kristnitökuna árið 1000. — Menn skiptast hér í tvo hópa og fram er komið tillöguregn. Við verðum að standa einhuga að því sem við látum frá okkur fara en mér sýnist að svo geti vart orðið eins og málum er nú háttað. Ég vil því leggja fram dagskrártillögu um að þingforseti beri plaggið (tillög- ur sjávarútvegsnefndar) fram eins og það kom frá nefndinni, sagði Tómas en við þetta sló stundar- korn þögn á þingheim á meðan menn veltu vöngum yfir þessari nýju stöðú. Það var svo Marteinn Friðriks- son, þingforseti sem tók af skarið og ákvað að þessi dagskrártillaga skyldi borin upp, þrátt fyrir mikil mótmæli ýmissa í salnum. Fyrst gaf Marteinn þeim sem á mælenda- skrá voru, tækifæri til þess að ljúka máli sínu. Jón B. Stefánsson (Þorl. höfn) tók síðan til máls og fjallaði um gönuhlaup þingmannanna 32, eins og hann orðaði það. Hann bar því næst fram viðbótartillögu en í henni var gert ráð fyrir að ef sókn- armarksskip séu seld milli svæða, þá fylgi þeim fyrra aflamark þeirra en þau fái ekki sjálfkrafa hækkun Guðmundur Runólfsson var síð- astur á mælendaskrá og kvað fast að orði. Guðmundur sagðist ekki sætta sig við þá skilgreiningu að þetta væri sáttatillaga frá nefnd- inni ef nefndarálitið væri túlkað rétt. — Ég held að lífshagsmunir fólks vegi það þungt að það sé ekki hægt að kasta þeim frá sér bara til þess að ná sáttum. Menn verða að berjast fyrir sínum hagsmunum og ef menn halda að þetta sé mála- miðlun þá er það rangt. Það er verið að kúska annan aðilann og það kalla ég ekki sátt. Það er talað um 90 til 215% aflaaukningu en minna um það hvernig stendur á henni. Skýringin er einfaldlega fólgin í þeirri nauðvörn að kaupa okkur kvóta, sagði Guðmundur og sagði að ekki þýddi að hlaupast frá vandanum, heldur yrðu menn að gjöra svo vel að vinna betur. Litlar breytingar Að loknu máli Guðmundar, tók þingforseti til máls, las úr fundar- sköpum og leitaði síðan stuðnings þingsins við þá tillögu að umræð- um um málið væri þar með Iokið. Þessi tillaga var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum gegn einu og hugðist Marteinn Friðriksson því bera dagskrártillögu Tómasar undir atkvæði. Enn varð nokkur háreysti í salnum og m.a. gerði Marías Þ. Guðmundsson (Rvk.) athugasemd við fundarsköp og taldi fáheyrt að með þessu móti væri hægt að slá striki yfir fram- komnar breytingartillögur og svipta menn þannig málfrelsi og þeim rétti að bera fram réttmætar tillögur. Ekki var tekið tillit til þessara orða og var tillagan borin upp við svo búið. Það kom nokkuð á óvart eftir það sem á undan var

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.