Fiskifréttir - 27.11.1987, Side 9
föstudagur 27. nóvember
9
Fréttir_____________________________________________________
Austfjarðaskipin selja fyrir 123 m.kr. á tæpum mánuði
Ekkert lát er á löndunum fiskiskipa
frá Austfjöröum í Bretlandi. Vegna
síldarsöltunar á Austfjörðum, hafa
skipin verið látin sigla og Fiskifréttum
telst til að á tæpum mánuði hafi Aust-
fjarðaskipin, aðallega togararnir, selt
um 1800 tonn af þorski í Bretlandi fyrir
rúmar 123 milljónir króna. Meðalverð
samkvæmt þessu er um 68.50 kr. fyrir
kílóið en aflinn er að uppistöðu þorsk-
ur.
Frá því 18. nóvember til 24. nóvem-
ber, seldu alls níu fiskiskip afla í Grims-
by og Hull og þar af voru sjö frá Aust-
fjörðum. Reyndar var þá Otto Wathne
á leiðinni en skipið átti að selja afla í
Bretlandi í gær. Þeir sem selt hafa afla
að undanförnu eru:
Barði 18. nóv. í Grimsby, alls 113
tonn fyrir 7.7 millj. króna. Meðalverð
var 68.61 en uppistaða aflans var þorsk-
ur og einnig var með nokkuð af ýsu.
Sama dag seldi Gullver 122.5 tonn í
Hull fyrir 8.2 millj. króna. Meðalverð
var 66.85 kr. á kíló en uppistaða aflans
var þorskur. 19. nóvember seldi Þór-
hallur Daníelsson í Grimsby, 92 tonn
fyrir 6.5 millj. króna. Meðalverð á kíló
var 69.85 kr. Sama dag seldi Kambaröst
í Hull, 113 tonn fyrir 7.8 millj. króna og
var meðalverð á kíló, 69.56 kr. Loks má
Síðustu tunnurnar
Nú á aðeins eftir að salta í nokkur
þúsund tunnur upp í samninga við
Sovétmenn og fyrir innanlandsmarkað.
Sl. þriðjudagsmorgun var heildarsölt-
unin á vertíðinni orðin tæpar 230 þús-
und tunnur. Þá átti eftir að salta í um 14
þúsund tunnur upp í staðfesta samninga
við Sovétmenn og eftir var að salta í um
4 þúsund tunnur fyrir innanlandsmark-
aðinn. Miðað við hina góðu veiði sem
verið hefur að undanförnu, er allt eins
líklegt að verið sé að salta í síðustu tunn-
urnar er þetta blað berst lesendum.
Samkvæmt upplýsingum frá Síldar-
útvegsnefnd, var staðan í söltuninni
sem hér segir sl. þriðjudagsmorgun:
Húsavík 46 tunnur, Vopnafjörður
11049, Borgarfjörður eystri 2066, Seyð-
isfjörður 21779, Neskaupsstaður 4456,
Eskifjörður 39388, Reyðarfjörður
22866, Fáskrúðsfjörður 21561, Stöðvar-
fjörður 5408, Breiðdalsvík 6497, Djúpi-
vorgur 8228, Höfn 27383, Vestmanna-
eyjar9708, Þorlákshöfn 10267, Grinda-
vfk 25672, Keflavík 2508,
Hafnarfjörður 969, Reykjavík 1440,
Akranes 8603. — Samtals 229.894
tunnur.
Hæstu söltunarstöðvar voru þá Pól-
arsíld á Fáskrúðsfirði með 16955 tunn-
ur, Fiskimjölsverksmiðja Hornafjarðar
með 15979 tunnur og Strandarsíld á
Seyðisfirði með 11005 tunnur.
Ferskfisksölur:
Austfjarðaskipin hafa selt fyrir 123
millj. kr. á tæpum mánuði
Súlan EA skiptir um eigendur
Súlan EA skiptir um eigendur
Loðnuskipið Súlan EA hefur verið
selt Krossanesverksmiðjunni við
Eyjafjörð. Að sögn Geirs Zoega,
framkvæmdastjóra í Krossanesi er
sá fyrirvari á kaupunum að stjórn
verksmiðjunnar, svo og bæjar-
stjórn og bæjarráð Akureyrar,
leggi blessun sína yfir kaupin.
Að sögn Geirs Zoega hafa lengi
verið uppi vangaveltur innan
verksmiðjunnar að eignast eigin
skip. Geir sagði að ekkert eitt
hefði orðið þess valdandi að ráðist
væri í þessi kaup nú en því væri þó
ekki að leyna að nú væri unnið
ötullega að uppbyggingu á fram-
leiðslu á fiskafóðri og ekki væri
verra að geta haft einhverja stjórn
á hráefnisöfluninni. Utgerð eins
skips eins og Súlunnar myndi þó
aldrei skipta sköpum varðandi
heildar hráefnisöflun fyrir verk-
smiðjuna.
Kaupverð skipsins var 160 millj.
króna.
Lágmarksverð á ný
Lágmarksverðið á fiski, sem
Verðlagsráð sjávarútvegsins ákv-
að nú í vikunni, eftir að „frjálsa
tímabilinu" lauk, er einna líkast
því sem er í Vestfjarðasamkomu-
laginu, að því er Hólmgeir Jónsson
framkvæmdastjóri Sjómannasam-
bands íslands tjáði Fiskifréttum.
Það er þó frábrugðið að því
leyti, að verð fyrir 5 kg þorsk er
ekki eins hátt og á Vestfjörðum,
millistærðin af karfa er einnig lægri
en stærsti karfinn hærri. Að sögn
Hólmgeirs er nýja lágmarksverðið
lægra en á Fáskrúðsfirði og sömu-
leiðis lægra en á Húsavík, Ólafs-
firði og Siglufirði, en annars staðar
á landinu er það svipað eða hærra
en áður gildandi „frjálst“ verð.
Samkvæmt ákvörðun Verðlags-
ráðs er verð á helstu tegundum eft-
irfarandi án kassauppbótar (í sviga
með kassauppbót): 2 kg þorskur
28,56 kr. (31,42), 5 kg þorskur
38,34 (42,17); 2 kg ýsa 36,96
(4o,66); ufsi 70 cm og yfir 21,19
(23,31), ufsi að 70 cm 13,37 (14,71);
karfi 1000 gr og yfir 18,04 (19,84),
karfi 800-1000 gr 15,27 (16,80) og
karfi 500-800 gr 12,87 (14,16).
TÆKNIÞJÓNUSTA
U SklPDHÓIihlilO
Póathólf 202
210 Garóabn
S. 01-651700
geta þess að Sigurfari VE seldi samdæg-
urs í Hull, 42 tonn fyrir 2.9 millj. króna.
Meðalverð var 68.81 kr. Loks seldi
Álftafell í Hull 20. nóv., 92 tonn fyrir
6.3 millj. kr. ogvarmeðalverð 68.83 kr.
I byrjun þessarar viku seldi svo Freyr
SFí Hull, 52 tonn fyrir 3.7 millj. króna.
Meðalverð 70.08 kr. Þá seldi Náttfari
93.5 tonn f Grimsby fyrir 6.7 millj.
króna, meðalverð 71.11 kr. en Náttfari
var með svipaða aflasamsetningu og hin
skipin, þ.e. þorsk og ýsu en auk þess
smávegis af kola. Loks seldi Vöttur SU
í Hull, sl. þriðjudag, 89 tonn fyrir 6.7
millj. króna. Meðalverð á kt'ló var mjög
gott eða 75.22 kr.
Gptt verð hjá Viðey
I Þýskalandi fékk Viðey mjög gott
verð fyrir afla sem seldur var í Brem-
erhaven sl. mánudag og þriðjudag. Alls
seldi Viðey 213.5 tonn, mest karfa, fyrir
tæpar 14 millj. króna. Meðalverð var
65.50 kr. á kíló. Von var á Snorra
Sturlusyni með afla sem selja átti á mið-
vikudag og fimmtudag.
I sl. viku voru seld 835 tonn af fiski
frá Islandi úr gámum í Bretlandi. Fyrir
þetta magn fengust 55 millj. króna eða
að jafnaði 66 kr. fyrir kílóið. Alls voru
seld 422 tonn af þorski og var meðal-
verðið 63.51 kr; 160 tonn af ýsu fyrir
70.82 kr; 119 tonn af kola fyrir 71.98 kr.
og 68 tonn af grálúðu fyrir 63.79 kr.
kílóið. Sl. mánudag var meðalverðið
mun hærra eða 74.80 kr. fyrir kílóið, en
þá voru seld 436 tonn af fiski fyrir 32.6
millj. króna. Þar af voru 245 tonn af
þorski á 69.85 kr; 75 tonn af ýsu á 80.05
kr. og 91 tonn af kola á 85.34 kr. hvert
kíló.
90 krónur fyrir kílóið af Steinbít!
BARKI HF.
Nýbýlavegi 22, Kópavogi Sími 4 64 99
ORBIT VÖKVAMÓTORAR
Frá White hydraulics U.S.A.
Eigum á lager margar gerðir á
mjög hagstæðu verði.
Sami öxull flangs og tengingar
og á öðrum Orbit mótorum.
HYDRAULICS, INC.