Fiskifréttir - 09.10.1992, Page 1
ISSN 1017-3609
SKAGFJÖRÐ VEIÐARFÆRADEILD
Sími 91-24120
FRETTIR
37. tbl. 10. árg. föstudagur 9. október 1992
LÍNA • ÁBÓT • BEITA
Hrungnir GK:
Taka upp
netín í
mokveiði
— vegna verð-
falis á ufsa
— Það er blóðugt að þurfa að taka
upp netin í mokafla en við erum
tilneyddir. Verðið á ufsanum hefur
verið í kringum 40 krónur fyrir
kflóið hér heima, sem er of lágt
verð, og það skilar engu betri af-
komu að selja í Þýskalandi miðað
við það verð sem þar fæst nú fyrir
ufsann, sagði Páll Pálsson, útgerð-
armaður Hrungnis GK, í samtali
við Fiskifréttir en víða hefur feng-
ist mjög góður ufsaafli að undan-
förnu.
Að sögn Páls hefur Hrungnir
GK fengið um 350 tonn af ufsa á
skömmum tíma. Hrungnir GK var
með 50 tonn af ufsa á laugardag og
þrátt fyrir 60 tonna afla í vitjun sl.
þriðjudag voru netin tekin upp.
Páll sagði Hrungnir GK með ágæt-
an ufsakvóta en rétt væri að hætta
veiðinni í bili og sjá hvort verðið
rétti ekki úr kútnum. Þess má geta
að Hrungnir GK átti bókaða sölu í
Þýskalandi á dögunum en við hana
var hætt vegna þess hve lágt ufsa-
verðið hefur verið.
— Það er nánast sama hvar bor-
ið er niður á erlendum mörkuðum.
Verðið er alls staðar í lágmarki.
Við höfum sett aflann af línuskip-
unum í gáma og flutt hann á mark-
að í Bretlandi. Nú er pundið hins
vegar alveg að fara með okkur og
að öllu óbreyttu þá er tilgangslaust
að flytja út fisk á Bretlandsmark-
að. Við bregðumst við þessari þró-
un með því að veiða fyrir aðra og fá
kvóta á móti, tonn á móti tonni,
sagði Páll Pálsson en hann gat þess
að 20 tonn af 40 tonna afla Sighvats
GK, sem landað var sl. miðviku-
dag, færi til Fiskiðjunnar á Sauðár-
króki á þessum kjörum.
ÚA stærst
áríð 1991
Útgerðarfélag Akureyringa hf. var með
mesta veltu íslenskra sjávarútvegsfyrir-
tækja á árinu 1991 eða 3.145 milljónir
króna, samkvæmt samantekt Frjálsvar
verslunar.
ÚA var einnig með flest starfsfólk
eða sem svarar 455 ársverkum og
greiddi einn milljarð króna í laun.
Næststærsta fyrirtækið var Grandi með
2.629 milljóna króna veltu og Haraldur
Böðvarsson og co. hf. var í þriðja sæti
með 2.032 milljóna króna veltu.
Sjá nánar bls. 6
Þeir þrífast vel þorskarnir, sem Birgir Albertsson og Ingimar Jónsson hafa alið í búrum úti á Stöðvarfirði í sumar. Alls eru þetta tvö tonn af fiski.
Nánar segir frá þessari nýstárlegu tilraun á bls. 6-7. (Mynd: Björn Björnsson).
Hæst meðallaun hjá útgerð Júlíusar Geirmundssonar ÍS:
6,6 millj. króna fyrír ársverkið
Gunnvör hf., sem gerir út frysti-
togarann Júlíus Geirmundsson IS,
greiddi hæst meðallaun á landinu á
árinu 1991 eða 6 milljónir 567 þús-
und krónur fyrir ársverkið. Hrönn
hf., útgerðarfélag Guðbjargar ÍS,
er í öðru sæti og greiddi 6,4 millj-
ónir fyrir ársverkið. Þriðji er svo
Samherji hf. með 6 milljónir 365
þús. kr. í meðallaun.
Þetta eru niðurstöður árlegrar
samantektar tímaritins Frjálsrar
verslunar. Útgerðir eru í 37 efstu
sætunum á lista yfir þau fyrirtæki á
landinu sem hæst meðallaun
greiddu á síðasta ári. Taka ber
skýrt fram í sambandi við laun hjá
útgerðarfyrirtækjum, að þegar tal-
að er um ársverk er ekki átt við að
einn sjómaður hafi borið tiltekin
laun úr býtum nema hann hafi far-
ið í allar veiðiferðirnar sem ekki
tíðkast sem kunnugt er.
I fjórða sæti á þessum lista er
Ljósavík hf., útgerð rækjufrysti-
skipsins Gissurs ÁR, með meðal-
laun upp á 5 milljónir 936 þús. kr.
Fimmti í röðinni er Hilmir hf., sem
gerir út samnefnt loðnu- og rækju-
frystiskip, með 5 millj. 815 þús. kr.
að meðatali fyrir ársverkið. I sjötta
sæti er Þinganes hf. á Hornafirði
með 5 millj. 613 þús. kr. meðallaun
en það gerir út samnefnt humar-
veiðiskip. Sjöundi er Skipaklettur
hf. á Reyðarfirði, sem gerir út
frystitogarann Snæfugl SU, með 5
millj. 328 þús. kr. meðallaun fyrir
ársverk. Áttundi er Skagstrend-
ingur hf. (Örvar HU og Arnar
HU) sem greiddi meðallaun upp á
5 milljónir 179 þús. kr. fyrir árs-
verkið.
Sjá nánar á töflu bls. 7
SIAL-matvælasýningin:
íslenskir furðufiskar i París
Aflakaupabankinn hefur verið
beðinn um að útvega ýmsar teg-
undir óvenjulegra fiska hér við
land til þess að hægt verði að sýna
þá á SIAL matvælasýningunni
sem hefst í París 24. október nk.
Það er Sölusamband íslenskra
fiskframleiðenda (SÍF) sem hefur
lagt þessa óvenjulegu pöntun inn
hjá aflakaupabankanum.
Að sögn Halldórs Þorsteins-
sonar, forstöðumanns aflaka-
upabankans, hyggst SÍF sýna
þessa furðufiska ferska á ís og
meðal tegunda, sem áhugi er á að
Trjónufiskur.
sýna í París, eru t.d. trjónufiskur,
snarphali, slétthali, gjölnir, lang-
hali og geirnyt. Þessar tegundir
eru ekki algengar í afla íslenskra
báta en þeir slæðast oft með sem
aukaafli í troll og þá oftast á grá-
lúðuveiðum eða öðrum veiði-
skap á miklu dýpi. Geirnytin hef-
ur reyndar nokkra sérstöðu
því þá tegund er hægt að
veiða í dragnót á mun
.minna dýpi en flest-
ar hinna.
SKIPAÞJÓNUSTA
Fma
Olíufélagið hf