Fiskifréttir


Fiskifréttir - 09.10.1992, Side 6

Fiskifréttir - 09.10.1992, Side 6
6 FISKIFRÉTTIR föstudagur 9. október 1992 FISKIFRÉ1TIR föstudagur 7. október 1992 7 Sjávarútvegsfyrirtæki 1991 Útgerðarfélag Akureyringa með mesta veltu — og elnnig með flest ársverk Útgerðarfélag Akureyringa hf. var stærsta útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækið á landinu á síðasta ári, hvort sem miðað er við veltu eða starfsmannafjölda, samkvæmt samantekt tímaritsins Frjálsrar verslunar, sem birt er í nýjasta töl- ublaði þess. Velta ÚA nam rúmum 3,1 milljörðum króna á árinu 1991 en var tæplega 2,6 milljarðar króna á árinu 1990. I sams konar úttekt fyrir árið 1990 var Grandi hf. með mesta veltu sjávarútvegsfyrirtækja eða liðlega 2,8 milljarða króna en velt- an árið 1991 var rúmir 2,6 milljarð- ar. Síldarvinnslan hf. í Neskaup- stað hafði flest starfsfólk í vinnu árið 1990 eða sem svaraði 400 árs- störfum en á árinu 1991 var ÚA með fleira fólk eða sem nam 455 ársstörfum. Á meðfylgjandi töflu er stærstu fyrirtækjunum raðað eftir veltu þeirra á árinu 1991. Stærstu sjá varútvegsfyrírtækin ’91 Veftat niillj. króna Meðal- fjöldi starfsm. n,in laun í mil|j. krnna Mcital- laun í hús. króna 1. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. 3144.8 455 1IMHI.3 2198 2. Grandi hf. 2628.8 411 912.0 2219 3. Har. Böðvarsson & Co. h.f. 2032.2 300 639.1 2130 4. Síldarvinnslait hf. 1976.3 360 601.2 1670 S. Samherji h.f. 1661.4 150 560.1 3734 6. Sjólastiklin h.f. Hafnarf. 1414.9 125 481.0 3848 7. Hraðfrystistöö Vestm. hf. 1258.4 368.0 • 8. Einar Guðfmassnn hf. 1176.4 132 332.4 2511 9. Hraðfrystibás Fáskrtlðsfj. M. 1129.4 136 272.5 2004 1Ö. Miðnes hf. 1092.9 157 353.7 2253 11. Þorbjöm h.f. 1052.0 93 323.7 3481 12. Fiskiðjusamlag Húsavíkur 1049.6 130 201.0 1546 13. Hraðfrystihús Eskifjarðsfr b.f. 11133.5 ; .265.:..; 328,8 1241 14. Norðurtangi h.f. 1028.0 200 299.0 1495 15. Fiskanes h.f. 1021.3 ||!!!!!!l!!l!l 272.(1 16. Fiskmiðiun Norðurlands 1021.0 4 10.2 2550 17. Frosti h.f.-Áiftfirðingur h.f. 994.8 105 220.9 2104 18. Gunnarstindtir hf. 905.3 160 234.3 1464 19. þormóður Kammi h.f. 888.2 200 237.0 1185 20. btgimundur h.f. 852.3 62 100.7 3221 21. Giettingur h.f. 847.8 127 254.1 2001 22. Skagstrendingur hf. 804 0 60 310.8 5179 23. Skcrseyri hf.. fiskverkun 795.0 50 84.7 1694 24. Sæberg hf, útgerð 771,2 75 266 6 3555 25. Hvalurh.f. 750.0 49 225.0 4592 26. Hraöfrystistöð Þorvhafuur h.f. 749.8 89 205.2 2306 27. MeitiIUnn h.f. 723.2 112 195.0 1741 28. Stálskip h.f. 714.0 43 208.6 4852 29. Bulandstindur h.f. 654.2 90 165.3 1836 30. Samland 652.4 10 12.2 1217 31. Tangi h.f. 646.6 95 131.4 1383 32. ísfélag Vestmannaeyja h.f. 632.8 !!!§!§!!!!!!! 100.7 ♦ 33. Hafominn h.f. 619.8 90 149.4 1660 34. VfeirhX 615.0 : 67 ■ 136 2 2033 35. Sigurður Agustssoo bf. 606.0 85 156.6 1842 36. íshúsfélag Isfirðingá h.f. - 603.0 100 110.5 1195 37. Bergur-Huginn sf. 601.3 68 234.0 3422 38. Oddi hf - Patrekur hf. 580.4 106 161.4 1523 39. Sæhamar hf.. útgerð 579.0 30 78.5 2617 40. Fiskvinnslan á Bfldudat h.f. 5603) 94 167.6 1783 41. Hraöfrystihús Stokkseyrar 563.7 90 178.5 1983 42. Nesfiskur hf,, fiskvtrkun 526.7 116 102.9 887 43, Gunnvðr h.f., útgerð 519.5 27 177.3 6567 44. Fiskv. Krístj. Guðmundss. hf. 504.5 41 114.5 2793 45. l'tgerðarfélag HaliQdngu bf. 483.5 34 137.1 4032 46. Útgerðarfélag Flateyrar h.f. 464.4 92 192.0 2097 47. Pétur Stefánss., útgerð.útflutn. 450.0 36 156.8 4356 48. Fiskiðja Raufarh. og JökuO hf. 447.6 74 100.1 1353 49. Jökull h.f. Fiskiðj. Raufarh. hf. 447.6 74 100 1 1353 50. llraðfrystibús Grundarfi. h.f. : : 447.5 I 60 100.0 1817 Þorskeldi St „Það er með ólíkind- um hve vel þorskarnir þrífast í búrunum og enginn þeirra hefur drepist. I raun má líkja þeim við heimilisdýr, því um leið og þeir verða varir við vélarhljóðið í bátnum okkar eru þeir komnir til þess að fá sinn daglega fæðuskammt,“ sagði Birgir Albertsson trillukarl á Stöðvarfírði í samtali við Fiskifréttir. Birgir og Ingimar Jóns- son hjá Gámum hf. hófu í maí í vor tilraun til þess að ala þorsk í sjókvíum úti á Stöðvarfirði. Enn- þá er of snemmt að segja til um árangurinn, en í næsta mánuði er ætlunin að vigta þann físk sem var veginn og merktur í sumar og þá ætti að fást einhver vísbending um vaxtarhraðann í búrun- um. En hver voru tildrög þess að ráðist var í þessa nýstárlegu til- raun? „Hingað til hef ég nánast aldrei hirt undirmálsfisk, heldur sleppt honum,“ svaraði Birgir, „og þá þurft að lofttæma hann með því að setja lítið gat á kviðinn á honum svo hanrl kæmist niður aftur. Það var svo fyrir tveimur til þremur ár- um að ég fór að velta því fyrir mér hvort ekki mætti hirða þennan fisk lifandi og ala hann áfram í búri. Ég impraði á þessu við þáverandi sveitarstjóra hér og hann greip hugmyndina á lofti og dreif í að fá fyrirgreiðslu í þetta verkefni. Hall- dór Ásgrímsson þáverandi sjávar- útvegsráðherra tók okkur vel og veitti okkur 1.200 þús. kr. styrk auk þess sem Byggðastofnun styrkti verkefnið gegn því að við legðum svipað fé á móti annað hvort í formi vinnuframlags eða peninga." Birgir kvaðst telja, að stofnkostnaðurinn vegna þessarar eldistilraunar væri orðinn ein og hálf til tvær milljónir króna. Vantar méiri físk í eldið Þeir félagar keyptu fjórar lax- eldiskvíar frá Fáskrúðsfirði en nota aðeins tvær þeirra ennþá því það vantar meiri fisk. I búrunum eru um tvö tonn af þorski. Sjávar- útvegsráðuneytið veitti heimild til þess að veiða 10 tonn af smáfiski gagngert þess að setja í búrin, en veiðarnar báru lítinn árangur því inni á fjörðunum fyrir austan var engan smáfisk að fá í sumar. Uppi- staðan í eldisfiskinum er því smá- Sporðaköst í eldisbúrinu. Myndirnar tók Björn Björnsson fiskifræðingur. Þorskeldi í Stöðvarfirð — Birgir Alberts- son trillukarl og Ingimar Jónsson gámaútflytjandi ala þorsk í búrum á Stöðvarfirði og þrífst fiskurinn veL Birgir Albertsson (til vinstri) og Ingimar Jónsson. Háfað úr eldiskvínni. Þorskurinn mældur og merktur. þorskur, sem Birgir hefur hirt af línu og handfærum og fiskur sem Ingimar hefur veitt á stöng úti á firðinum, auk þess sem íbúar á Stöðvarfirði hafa lagt þeim félög- um lið með bryggjufiski. „Þeir sem stunda stangaveiði hér á bryggjunni sér til gamans hafa látið fisk í „betlarann“ svo- kallaða, sem er lítill hringur með neti í sem komið hefur verið fyrir gagngert til söfnunar á fiski. Hringurinn er síðan dreginn út að kvíunum og fiskurinn háfaður í þær,“ sagði Birgir. Fóðraður með sfld, loðnu og afskurði Eldisþorskurinn hefur verið fóðraður með loðnu og síld, sem fryst hefur verið til beitu en er orð- in of gömul til sín brúks, auk þess sem reynt hefur verið að fá hjá frystihúsinu afskurð sem ekki nýt- ist í marning. Þá hafa þeir félagar hakkað hausa og dálka ofan í þorskinn í búrunum og ennfremur hefur hann fengið að smakka á slógi og afbeitu. Svo virðist sem fiskinum hafi orðið vel af öllum þessum krásum. Okleift er að gefa honum þurrfóður vegna þess hve dýrt það er. Eins og nærri má geta fer mikil vinna í aðdrætti og fóðrun á fiskin- um en þeir Birgir og Ingimar telja það ekki eftir sér, enda er þetta fyrst og fremst tómstundaiðja enn sem komið er. Birgir segi þó, að eldið muni engu skila nema hægt verði að safna meiru af fiski. Verð- ur væntanlega reynt aftur að veiða smáþorsk þegar vetrar og meiri von er um afla inni á fjörðunum. Þorskurinn vigtaður í nóvember Hafrannsóknastofnun hefur fylgst með tilrauninni á Stöðvar- firði og í júlí sl. voru 300 þorskar úr eldiskvíunum merktir og vigtaðir undir stjórn Björns Björnssonar fiskifræðings. I nóvembermánuði n.k. er ætlunin að vigta fiskana aft- ur til þess að ganga úr skugga um vöxt þeirra. Björn tjáði Fiskifréttum að Norðmenn hefðu nokkra reynslu af þorskeldi. Eldið væri fyrst og fremst byggt á því að veiða villtan fisk og ala hann í búrum líkt og gert væri á Stöðvarfirði. Fiskurinn væri síðan seldur háu verði um jólaleyt- ið þegar skortur væri á ferskum þorski, en hefð væri fyrir því að snæða jólaþorsk í nágrannalönd- um okkar. Þetta háa verð væri for- sendan fyrir þorskeldinu í Noregi. Björn sagði, að vera kynni að þorskur úr eldi hérlendis gæti selst á slíkum markaði. Ú: 31 Hæst meðaliaun hjé útgerð Júlíusar Geirmundssonar ÍS Gunnvör hf., útgerð frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS, er í efsta sæti á lista Frjálsrar verslun- ar yfír þau fyrirtæki á landinu sem greiddu hæst meðallaun fyrir ár- sverk á árinu 1991. Meðallaun fyrir ársverkið námu tæpum 6,6 mill- jónum króna. Af 50 efstu fyrirtækjunum á list- anum eru 46 útgerðarfyrirtæki, þar af 37 í efstu sætunum. Til saman- burðar má geta þess að árið 1990 voru útgerðir í 58 efstu sætunum. Það er ekki nýlunda að útgerðar- fyrirtæki skipi fjölmörg efstu sæt- anna á listum yfir hæstu meðal- launin. Þegar bornir eru saman listarnir fyrir árin 1991 og 1990 kemur í ljós að meðallaun hjá út- gerðarfyrirtækjum hafa ýmist hækkað eða lækkað. Meðallaun hjá Hrönn hf., útgerð Guðbjargar ÍS, sem var í efsta sæti árið 1990 en er nú í öðru sæti, lækkuðu úr rúm- um 6,8 milljónum króna í 6,4 millj- ónir. Samherji hf. á Akureyri er í þriðja sæti listans með 6 milljónir 365 þús. kr. en fyrirtækið hefur jafnan verið í 2.-3. sæti á undan- förnum árum. Ljósavík hf. í Þor- lákshöfn, sem gerir út rækjufrysti- togarann Gissur ÁR, er í fjórða sæti með rúmlega 5,9 milljónir fyrir ársverkið en fyrirtækið var í 23. sæti á listanum árið 1990 með tæplega 3,9 milljóna króna meðal- laun. í fimmta og sjötta sæti eru útgerðir loðnu- og rækjufrysti- skipsins Hilmis SU og humar- og síldarskipsins Þinganess frá Hornafirði. Síðan koma Skipa- klettur hf. á Reyðarfirði (frysti- togarinn Snæfugl SU), Skag- strendingur hf. (Örvar HU og Arnar HU), Oddeyrin hf. á Akur- eyri (samnefnt rækjuskip). Gunn- ar Hafsteinsson útgerð (Freyja RE), Stálskip hf. í Hafnarfirði (Ýmir HF og Rán HF) og útgerð Jóhanns Halldórssonar í Vest- mannaeyjum (Andvari VE). Það kemur ekki á óvart að á þessum lista eru fyrst og fremst út- gerðir sem gera út frystiskip eða selja afla sinn á ferskfiskmörkuð- um hérlendis og erlendis. Af 50 efstu fyrirtækjunum á listanum eru átta útgerðarfélög í Vestmanna- eyjum en voru 12 á sams konar lista fyrir árið 1990. Að öðru leyti dreif- ast fyrirtækin um land allt. Villa í Frj'álsri verslun Rétt er að vekja athygli á því að villa slæddist inn í listann um hæstu meðallaunin í tímaritinu Frjálsri verslun. Fyrir vikið lentu Samherji hf. og Oddeyrin hf. mun neðar á listanum en rétt var. Þetta hefur verið leiðrétt á meðfylgjandi töflu hér í Fiskifréttum og verður jafn- framt leiðrétt í næsta tölublaði Frjálsrar verslunar. Hæstu meðallaun 1991 Meital. Meital- Bein laun fjöldi laun i l»iis starfsm. ímillj. Sveitarfélag króna króna 1. Gunnvör h.f., útgcrð ísafjörður 6567 27 177.3 2. Hrönn h.f. ísafjörður 6400 20 128.0 3. Samherjihf. Akurcyri 6365 -X-' 88 560.1 4. Ljósavík hf. Þoríákshöfn 5936 14 83.1 5. HilmirhX Reykjavík 5815 13 75.6 6. Þingancs h.f HöfníHornafirði 5613 10 56.1 7. Skipaklettur hX Reyðarfjörður 5328 25 133.2 8. Skagstrendingur hf Skagaströnd 5179 60 310.8 o. Oddeyrinhf. Aknreyri 3014 17 904 10. Gunnar Hafsteinssnn, útg.m. Reykjavík 5129 12 61.5 11. Stálskiph.f. Hafnarfjörður 4852 43 208.6 12. Jóhano Halidórsson, útgerð Vestmannaeyjar 4822 9 43.4 13. Gunnlaugur Olafsstm, útgerð Vestmannaeyjar 4778 9 43.0 14. ÞrótturhX Grindavik 4725 8 37.8 15. Hólmadrangur h.f. Hólmavík 4663 30 139.9 16. HvalurhX llorgarfj.sýsla 4592 49 225.0 17. Húnaröst hf. útgcrð Reykjavík 4570 10 45 7 18. Garðey ht'. útgerð Höfn f Hornafirði 4541 22 99.9 19. Magnús Gamalíelss. h.f. Ólafsfjörður 4457 35 156.0 20. Huglnn hf. útgerð Vestmannaeyjar 4398 11 48.8 21. Pétur Stefánsson, útg., útn. Kópavogur 4356 36 156.8 22. Gullberg h.f. Seyðisfjörður 4286 21 900 23. 1 f. útgerð Höfn í Hornafirði 4240 10 42.4 24. Siglfirðingur h.f. Siglufiörður 4160 30 124.8 25. l'tgerðarfélag Dalvíkmga hL Oalvík 4032 34 137.1 26. Valbjörn h.f. Sandgerði 3994 16 63.9 27. Fiyjavík hf. útgerð Vestmannaeyjar 3895 19 74.0 28. Sjólastöðin h.f. Ilafnarf. Hafnarfjörður 3848 125 481 0 29. Óskar Þórarínsson, útgerð Vestmannaeyjar 3741 9 34 0 30. Gjögur hf. Grenivík Grenivík 3700 54 199.8 31. Klcifar hf., utgcrð Vestmannaeyjar 3639 18 65.5 32. Bliki hf. fiskverkun Dalvik 3624 29 : 105.1 33. Emil Andersen. útgerð Vestmannaeyjar 3565 8 30.3 34. Sæberg hf„ útgerð Ólafsfiörður 3555 75 266 6 35. Þorbjörn h.l. Críndavik 3481 93 323.7 36. Bergur-Huginn sf. Vestmannaeyjar 3422 68 234.0 37. Borgarcy hf. Þorlákshöfn 3314 7 23.2 38. Útg.fél. Norður-þingeyinga Þórshöfn 3289 35 115.1 39. H.P á íslandi lif. Reykjavfk 3286 7 23 0 40. Kögun hf. Reykjavík 3260 16 52.2 41. Ingimiimlur h.f. Reykjavík 3221 62 199.7 42. Almcnna kerfisfræðístofan hf. Hafnarfjörður 3175 8 25.4 43. F.ldey hf„ útgerðarfélag Keflavfk 3157 40 126.3 44. Sigluberg lif. uig. Grindavik Grindavfk 3119 16 49.9 45. Otur hf„ fiskverkun flalvík 3095 8 24.8 46. Verkfr.stofa Stanleys PáLss. Reykjavík 3076 17 52.3 47. Útnes hX, útgerð Hellissandur 3057 ; éu; to 32 1 48. Enni h.f. Óiafsvík 3000 24 72.0 4‘>. Njáll hf. fiskverkun Garði Garður 2982 22 65 6 50. Hafnarnes h.f. Þorláksböfn 2977 22 65.5

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.