Fiskifréttir


Fiskifréttir - 09.10.1992, Síða 9

Fiskifréttir - 09.10.1992, Síða 9
FISKIFRÉTTIR föstudagur 7. október 1992 9 Fréttir Á að fríða stóru ýsuárgangana? „Ég blæs á svona reikningskúnstir“ — segir Óskar Þórarinsson skipstjóri um útreikninga Sigurðar Einarssonar í Eyjum „Ég blæs nú á svona reiknings- kúnstir. Fiskifræðingar hafa verið að segja okkur að ýsustofninn sé í vexti en samt náum við ekki ýsu- kvótanum okkar. Það segir sína sögu. Sigurður og aðrir í landi geta reiknað eins og þeir vilja, en ýsu- stofninn stækkar ekkert við það. Það hefur aldrei verið eins lítið af ýsu hér við suðurströndina eins og undanfarin 4-5 ár,“ sagði Óskar Þórarinsson skipstjóri og útgerð- armaður togbátsins Frás í Vest- mannaeyjum, er Fiskifréttir náðu tali af honum þar sem skipið var statt undan Vík í Mýrdal. Tilefni þessara ummæla voru skoðanir Sigurðar Einarssonar forstjóra Isfélags Vestmannaeyja í grein í Fiskifréttum í síðustu viku, en þar sagði hann að ef stóru ýsu- árgangarnir frá 1989 og 1990 yrðu verndaðir og ekki sótt í þá fyrr en á árunum 1994-1995 myndi afrakstur þeirra aukast um 10.000 tonn hvort ár og útflutningsverðmæti þess magn yrði 1,5 milljarðar króna á hvoru ári um sig. „Það eru alls konar reikniheilar í landi sem segja að feiknarlega mikið sé af ýsu í kringum Vest- mannaeyjar. Samt fá bátarnir ekki ýsutitt á línuna þar í dag. Ef fara ætti að ráðum þessara manna væri alveg eins gott að hætta öllu þessu fiskiríi. Setjast svo niður eins og Sólon Islandus og reikna út hvað við gætum þénað mikið eftir 10 ár, en á meðan éta fiskarnir hvern annan,“ sagði Oskar. Hann kvaðst þeirrar skoðunar að möskvinn sem notaður væri á ýsuveiðum væri alltof stór. Skosk- ar rannsóknir sýndu að töluvert af þeirri ýsu sem kæmi í trollið en smygi út um möskvana skaðast það mikið á hreistrinu að hún dræpist á eftir og væri því engum til gagns. „Islendingar voru í 60-70 ár með 120 mm möskva á togveiðum og þaðan af minna og það var aldrei neinn hörgull á ýsu og öðr- um fiski. Barentshafið er ekki fullt af fiski núna vegna þess að möskv- arnir voru stækkaðir fyrir 15 árum eða svo,“ sagði Oskar Þórarins- son. Gert að ýsu um borð í togveiðibáti (Mynd Fiskifréttir/Heiðar). „Þetta eru raun- hæfir útreikningar“ — segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar „Mér sýnist fljótt á litið að þetta séu raunhæfir útreikningar hjá Sigurði,“ sagði Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar, þegar Fiskifréttir báru undir hann mat Sigurðar Einarssonar for- stjóra Isfélags Vestmannaeyja á ávinningi þess að vernda stóru ýsu- árgangana frá 1989 og 1990. „Með því að vernda smáýsuna væri örugglega hægt að auka af- rakstursgetu stofnsins. Mönnum er ennþá í fersku minni sá hvellur sem varð þegar uppvíst varð fyrir nokkrum árum, að menn voru að selja smáýsu héðan í stórum stíl allt niður í 30 sentimetra langa á fisk- mörkuðunum í Bretlandi. Þar var að ferðinni stóri 1985 árgangurinn. Hann hefi örugglega skilað miklu meiri afrakstri ef öðru vísi hefði verið að málum staðið,“ sagði Jak- ob Jakobsson. Minnkandi fylgi við veiðileyfagjald? Samkvæmt skoðanakönnun, sem | og greint var frá í hér í blaðinu, eru ÍM Gallup gerði fyrir Fiskifréttir I 54% þjóðarinnar fylgjandi því að Eigum fyrirliggjandi flestar gerðir grásleppu - og ýsuneta. Allt til línuveiða. Skútuvogi 13 • P.O.Box 11134 • 131 Reykjavík • Sími 91-685366 ■ Fax 91-679643 útgerðarmenn verði látnir borga fyrir þann kvóta sem þeir fá úthlut- að. 40,7% eru andvíg og 5,5% hlutlaus. Fyrir rúmu ári, eða í júní 1991, gerði Félagsvísindastofnun könn- un fyrir Morgunblaðið á afstöðu þjóðarinnar m.a. til veiðileyfa- gjalds. Af þeim sem tóku afstöðu reyndust 66,8% fylgjandi gjald- töku, 25,7% voru á móti og 7,6% nefndu annað fyrirkomulag. Séu niðurstöður þessara tveggja kannana bornar saman virðist svo sem fylgi við álagningu veiðileyfa- gjalds hafi minnkar umtalsvert á þessum tímabili. Hvort sú sé raun- in er erfitt að fullyrða nokkuð um því spurningin var orðuð á mis- munandi hátt í þessum könnunum tveimur. Spurning IM Gallup fyrir Fiski- fréttir var á þessa leið: „Ertu fylgj- andi eða andvíg(ur) því að útgerð- armenn verði látnir borga fyrir þann kvóta sem þeir fá úthlutað?“ Spurning Félagsvísindastofnun- ar fyrir Morgunblaðið hljóðaði svona: „Fiskimiðin eru nú nýtt á þann hátt, að heildarafla af miðun- um er skipt milli fiskiskipa með svokölluðu kvótakerfi, þ.e. ein- stökum skipum er úthlutað veiði- heimildum án endurgjalds fyrir þær. Þessar veiðiheimildir eru verðmætar og geta gengið kaupum og sölum milli útgerðaraðila. Finnst þér í lagi að veiðiheimild- irnar (kvótarnir) séu veittar út- gerðarmönnum án endurgjalds, eða finnst þér að útgerðarmenn ættu að greiða eitthvert gjald í sameiginlegan sjóð fyrir veiði- heimildirnar (kvótana)?“ IJTGERÐARMF.NN! Eigum fyrirliggjandi til afgreiðslu,, MUSTAD-Beitningarvélar,, Veitum einnig tæknilega aðstoð við niðursetningu á vélunum og gerum verklýsingu fyrir útboð. Höfum þegar afgreitt fimm vélar á árinu. SKIPAVARAHLUTIR HF: sími 91-625580 • fax 91-625585 Exatto Stærsti skrúfulager á íslandi 15-25 tommu skrúfur á lager og aðrar stærðir með stuttum pfnrpiA<iti itímp Grandagarði 5, Reykjavík S 91-622950 Marel M2000 Marel vogir fyrir saltfiskvinnslu Öruggar vogir fyrir íslenskt umhverfi Flokkunarvogir Pökkunarvogir Flokkunarbönd Innvigtunarkerfi Framleiöslueftirlitskerfi Límmiöamerkingar Höfðabakka 9112 Reykjavík Sími: 91-686858 Fax: 91-672392 FRETTIR Ferskar w i hverri viku

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.