Fiskifréttir - 05.11.1993, Blaðsíða 5
FISKIFRÉTTIR föstudagur 5. nóvember 1993
Kvótakaup og vextir
— eftirÁrna Benediktsson
Kvótakaup
Órói er meðal forystu sjó-
manna vegna þátttöku sjómanna
í kaupum aflaheimilda. Þessi
þátttaka er oft frjáls en svo virðist
að stundum komi fyrir að hún sé
þvinguð að meira eða minna
leyti. Það geta verið hagsmunir
sjómannanna sjálfra að taka þátt
í kvótakaupum þegar þannig
háttar til að annars yrði skipi lagt
og enga atvinnu að hafa fyrr en
með nýju fiskveiðiári. Hins vegar
virðist að oft hafi verið farið út
fyrir þau mörk og verstu dæmin
sem nefnd eru benda til þess að
fyrir komi að útgerð selji kvóta
og láti síðan sjómennina taka
þátt í að kaupa kvóta í staðinn.
Það væri vissulega mjög slæmt ef
örfáar útgerðir yrðu til þess með
óeðlilegum vinnubrögðum að
eðlilegum viðskiptum á þessu
sviði verði hafnað. En svo er þess
að geta að það hlýtur jafnan að
teljast óeðlilegt að sjómenn taki
þátt í kvótakaupum en fái enga
hlutdeild í kvótasölum.
En því er um þetta fjallað hér
að í þeirri umræðu sem um þessi
mál hefur orðið hefur ekki verið
minnst á einn þátt málsins, sem
þó er vert að gefa gaum. I frjáls-
um viðskiptum myndast verð
þannig að kaupandi og seljandi
ná saman um verð sem báðir
sætta sig við. Kaupandi kvóta
verður að meta hagsmuni sína af
kvótakaupum og verðleggja
hann eftir því. Seljandi metur á
hinn bóginn hvar og hvernig
hann getur fengið hæsta verð,
eða hvort betur borgar sig að
nýta kvótann sjálfur. Ef kaup-
andi þorskkvóta telur sig geta
greitt allt að 20 krónur fyrir kíló
af þorskkvóta, en seljandinn vill fá
35 krónur, er ólíklegt að af kaup-
unum yrði. En þar sem líklegt er
að aðrir kvótakaupendur gætu
ekki heldur farið mikið yfir 20
krónurnar má búast við að innan
tíðar verði kvótaverðið komið nið-
ur undir þá fjárhæð.
En ef útgerðarmaðurinn telur
sig geta borgað allt að 20 krónum,
og getur fengið sjómennina til þess
að leggja fram svipaða upphæð á
móti, liggur í augum uppi að
kvótaverðið helst í 35-40 krónum.
Með öðrum orðum, þátttaka sjó-
manna í kvótakaupum verður til
þess að verð á kvóta helst verulega
hærra en raunverulegt markaðs-
verð ætti að vera. Sjómennirnir
taka þátt í að halda uppi kvóta-
verði til útgerða, en sem þeir sjálfir
fá enga hlutdeild í. Þetta er mjög
óeðlilegt og verður að finna lausn
á.
Vextir
Það eru langþráð gleðitíðindi að
ríkisstjórnin beitir sér fyrir lækkun
vaxta um allt að tveimur stigum.
Þegar síðast var kosið til Alþingis
var staða þjóðarbúsins batnandi og
uppi voru miklar væntingar um
betri tíð. Það gekk svo langt að
farið var að tala um að taka upp
kjarasamninga og hækka launin
strax í maí, en kjarasamningar áttu
„Þátttaka
sjómanna í
kvótakaupum
verður til þess,
að verð á kvóta
helst veruiega
hærra en
raunveruiegt
markaðsverð
ætti að vera“
að gilda fram á haust. Þessar vænt-
ingar urðu til þess að nokkur hætta
var á verðbólgu. Til þess að slá á
þessa verðbólguhættu taldi ný rík-
isstjórn rétt að hækka vexti tíma-
bundið og hún gerði það og fór létt
með. Jafnframt lýsti forsætisráð-
herra því yfir að þegar verðbólgu-
hættan væri liðin hjá, þegar kæmi
fram á sumarið, yrðu vextir lækk-
aðir aftur. Vextirnir hækkuðu um
2-3 stig á stuttum tíma. Það var því
ljóst þá þegar að forsætisráðherra
taldi sig hafa ráð til þess að hækka
og lækka vexti að vild sinni.
En það hefur allt reynst erfiðara
að lækka vextina. Hvað eftir ann-
að hefur því verið lýst yfir að nú
væri komið að því að vextir yrðu
lækkaðir. En það hefur jafnan
brugðist, mest vegna þess að það
er einhver markaður sem talinn er
ráða vöxtum. Þessi markaður er
svo fullkominn að það ræðst ekk-
ert við hann. En svo kemur föstu-
dagurinn 29. október 1993 og þann
dag bregður svo við að ríkisstjórn-
in getur ráðið vöxtunum, rétt eins
og forsætisráðherra sagði á vor-
dögum 1991. Að vísu ræður ríkis-
stjórn, eða Seðlabanki, vöxtunum
ekki að fullu hér frekar en annars
staðar, en hún getur markað ytri
ramma hér eins og annars staðar.
Og það hefur hún nú gert og von-
andi fylgja aðrir fljótt eftir. Þetta
er það jákvæðasta sem gerst hef-
ur í efnahagsmálum hér á landi
um langt skeið.
En það var afskaplega spaugi-
legt að sjá og heyra marga mæt-
ustu menn þjóðarinnar birtast í
sjónvarpi um kvöldið og lýsa með
mörgum og hátíðlegum orðum
hvað hefði gerst. Og það sem
hafði gerst, sögðu þeir, var allt
annað en það sem hafði gerst.
Aheyrendur og áhorfendur vissu
mæta vel að ástæðan fyrir því að
ríkisstjórnin greip nú til handa-
hreyfinga var að komið var að
eindaga: Aðeins örfáir dagar
voru þangað til ASÍ tæki ákvörð-
un um hvort samningar yrðu
lausir frá áramótum. Framhjá
þeirri dagsetningu varð að kom-
ast.
Margir telja að verkalýðs-
hreyfingin sé veik um þessar
mundir og jafnvel að dagar henn-
ar séu senn taldir. Það hefur orð-
ið til þess að margir vanda henni
ekki kveðjurnar. Það held ég að
sé mjög misráðið. Dæmið um
vextina sýnir að vissulega er
verkalýðshreyfingin sterkt afl í
þjóðfélaginu og því sterkara afl
sem hún beitir því af meiri hóf-
semi. Það væri illa farið ef sú
samstaða sem verið hefur síðustu
árin innan atvinnulífsins um að
þoka málum sameiginlega á rétta
braut yrði brotin niður vegna
óraunsærra hugmynda um að nú
sé lag til þess að brjóta verkalýðs-
hreyfinguna á bak aftur.
Höfundur er formaður
Vinnumálasambands
samvinnufélaganna
Karfínn fær hvergi frið
(Þorsteini Vilhelmssyni svarað)
— eftir Berg
Kristinsson
Þorsteinn Vilhelmsson, skip-
stjóri á frystitogaranum Baldvini
Þorsteinssyni EA, sendir mér
tóninn í Fiskifréttum 22. október
s.l. (39. tbl.) vegna ummæla
minna um að flottrollin séu að
þurrka upp karfastofninn í
Skerjadýpinu. Ekki verður hjá
því komist að svara honum
nokkrum orðum.
Þorsteinn segir, að ef banna
eigi notkun flottrollsins sé alveg
eins gott að banna botntrollin
líka. Því er til að svara að aðeins
lítill hluti karfans kemur niður
undir botn og næst í botntroll.
Þorsteinn talar um að flottrollin
nái niður undir 2-3 faðma frá
botni, en hvað ná þau langt upp?
Eg veit ekki betur en að þau nái
50-80 faðma upp í sjó (100-160
m). Engin smáveiðarfæri. Botn-
trollin ná hins vegar mest 6 metra
upp. Að fá fjögur flottrollsskip á
svæðið er eins og að fá 80-100 skip
með hefðbundin troll. Ég bara
spyr: Hvar fær karfinn frið?
Hvergi nú orðið. Þessi flottrolls-
skip eru á rúntinum vestan úr
Skerjadýpi og austur fyrir Eyjar.
Þetta er stanslaus rúntur fram og
til baka. Ég hugsa að Þorsteinn
ætti erfitt með að búa til erfingja ef
hann ætti kost á því aðeins einu
sinni á ári og hefði jafnvel ekki frið
til þess þá.
Skrýtin friðunaraðgerð
Þorsteinn vill ekki að karfa-
stofninn fái sömu útreið og grá-
lúðustofninn. Samt vill blessaður
maðurinn drepa karfann uppi í sjó
á fengitímanum. Það er skrýtin
friðunaraðgerð. Hann vill kannski
banna allar þorskveiðar nema á
hrygningartímanum. Það er svip-
uð friðunaraðgerð. Hafró hefur
áhyggjur af karfanum. LIU hefur
áhyggjur af karfanum. Skipstjórn-
armenn hafa sagt í viðtölum að
djúpkanturinn S og SV af landinu
verði orðinn þurrausinn eftir 3-5 ár
með notkun flottrolla á þessum
svæðum. En hvað gera yfirvöld?
Ekki neitt. Akkúrat ekki neitt!
Steini hneykslast á því að ég
skuli hafa vogað mér að tala við
Hafró og heimta lokun á veiði-
svæðum. Ég hef aldrei beðið um
„Að fá fjögur
flottrolisskip á
svæðið er eins
og að fá 80-100
skip með
hefðbundin
troii“
lokun á veiðisvæðum, en aftur á
móti hef ég nokkrum sinnum beð-
ið þá um að banna þessi flottroll af
þeirri einföldu ástæðu, að karfinn
hefur hvergi frið til þess að eðla
sig. Eins og staðan er í dag er ég
þess fullviss að síðustu 3-4 árgang-
arnir af karfaseiðum séu hreinlega
ekki til, og það bitnar á okkur árið
2010.
Steini segir mig hafa kvartað í
útvarpinu yfir því að fá ekki að fara
upp í fjöru til að ná í ýsu. Þetta er
tómt rugl og bara sett fram til þess
að gera menn tortryggilega. Einn-
ig talar hann um að flest hafi flot-
trollsskipin verið 10 talsins S og SV
af Eyjum. Það er ekki lengra en
um mánuður síðan ég taldi 15 flot-
trollsskip á svæðinu.
N æstverðmætasta
físktegundin
Karfinn er næstverðmætasti
fiskurinn okkar. Aðeins þorskur-
inn er þjóðinni mikilvægari. Á síð-
asta ári skilaði karfinn meira verð-
mæti en eftirfarandi fisktegundir
til samans: Gljáháfur, Gjölnir,
Svartháfur, Sandhverfa, Búri,
hrognkelsi, hörpudiskur, humar,
geirnyt, loðnuhrogn, síld, skráp-
flúra, sandkoli, stórkjafta, lang-
lúra, þykkvalúra, skarkoli, lúða,
gulllax, hámeri, hákarl, háfur,
skata, hlýri, skötuselur, tinda-
skata, úthafskarfi, langhali,
steinbítur, keila, blálanga, langa
og lýsa, að viðbættum hrognum
úr þorski, ýsu, ufsa og löngu og
allri lifur og fiskhausum, auk
marnings.
Þrátt fyrir þetta hafa ráðandi
menn í landi ekki meiri áhyggjur
af stofninum en svo að sjálfsagt
þykir að leyfa flottrollin. Þessar
veiðar eru bara stundargleði
næstu 2-3 árin og þá vakna menn
upp við vondan draum. Þetta er
svipað og að taka bankalán á
50% vöxtum í 1% verðbólgu til
20 ára (þá er karfinn veiðanleg-
ur) og leggja ekkert fyrir til að
greiða lánið. Karfinn er enginn
ruslfiskur lengur eins og menn
hafa talað um gegnum árin.
Hann er orðinn einn mikilvæg-
asti fiskurinn okkar og því verða
menn að bera virðingu fyrir hon-
um og ekki láta flottrollsskipin
eyðileggja þessa auðlind okkar.
Þessi fiskur hefur aldrei verið
neinn fréttafiskur eins og síld,
loðna, úthafskarfi ogþorskur. Ef
karfastofninn hrynur, hvað höf-
um við þá? Ég er viss um að 90%
alþingismanna okkar hafa ekki
hugmynd um hvað karfinn gerir
fyrir ríkiskassann. Þeir hafa ör-
ugglega meiri áhyggjur af því
hvort hin eða þessi listamanna-
spíran haldi launum sínum.
Höfundur er stýrimaður
á Ófeigi VE.