Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.11.1995, Side 1

Fiskifréttir - 03.11.1995, Side 1
ISSN 1017-3609 Slippfélagiö Málningarverksmiója SIMI: 588 8000 : FRl ETTIR 41. tbl. 13. árg. föstudagur 3. nóvember 1995 Hólmadrangur hf.: Leigir AndeySFtil rækjuveiða Hólmadrangur hf. á Hólmavík hef- ur tekið frystiskipið Andey SF 222 frá Hornafirði á leigu og er leigu- samningurinn til háifs árs. Að sögn Gústafs Daníelssonar, fram- kvæmdastjóra Hólmadrangs hf., verður Andey SF gerð út til rækju- veiða. Skipinu er ætlað að brúa það bil, sem skapast hefur í rækju- vinnslunni á Hólmavík og Drangs- nesi, vegna tímabundinnar lokun- ar Húnaflóa fyrir innfjarða- rrækjuveiðum. Hólmadrangur hf., sem er að stærstum hluta í eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar, keypti í byrjun ársins rækjuverksmiðjur kaupfé- lagsins á Hólmavík og Drangsnesi og hefur fyrirtækið rekið þær síð- an. í haust keypti Hólmadrangur hf. togbátinn Frigg VE frá Vest- mannaeyjum og að sögn Gústaf var talið að með því móti væri hægt að tryggja rækjuverksmiðjunum nægilegt hráefni til vinnslu. Vegna mikillar þorskseiðagengdar í Húnaflóa ákvað Hafrannsókna- stofnunin, í kjölfar rannsóknaleið- angurs, að bíða með að opna flóann fyrir innfjarðarrækjuveið- um. — Pað er enn ekki búið að opna Húnaflóann fyrir innfjarðarrækju- veiðum og menn óttast að það geti dregist alveg fram yfir áramót að það gerist. Þá vonast menn til þess að seiðin verði gengin út á dýpið, segir Gústaf en hann segir að bannið við innfjarðarrækjuveiðun- um komi sér sérstaklega illa fyrir rækjubátana frá Hólmavík og Drangsnesi enda séu þeir með ríf- lega helming innfjarðarrækjukvót- ans á móti bátum frá Hvamms- tanga, Blönduósi og Skagaströnd. Vegna þessarar stöðu var ákveðið að taka Andey SF á leigu og segir Gústaf að skipið muni fara fljót- lega á úthafsrækjuveiðar og ísa afl- ann um borð. Línukapphlaupið hafið Mikið hefur verið að gera í höfn- um landsins við að undirbúa línu- veiðitvöföldunina sem standa mun frá 1. nóvember til 29. febr- úar nk. Á þessum tíma er helm- ingur þorsk- og ýsuafla línu- skipanna utan kvóta og er búist við miklu kapphlaupi um það aflamagn sem stjórnvöld hafa ákveðið að ráðstafa vegna línu- tvöfóldunarinnar. Til ráðstöfunar eru alls 13,810 tonn af óslægðum þorski og 3190 tonn af óslægðri ýsu eða alls um 13,700 tonn af slægðum fiski. Á síðasta fiskveiðiári tókst ekki að ná tvöföldunarkvótanum en miðað við fyrirsjáanlega sókn eru allar líkur á því að það takist að þessu sinni. Meðfylgjandi mynd tók Gunnar Gunnarsson af Heimi Jó- hannssyni, starfsmanni Löndunar hf. í Reykjavík, með tvo væna hausaða og frysta karfa sem línu- skipið Tjaldur SH fékk í tilrauna- veiðiferð á Reykjaneshrygginn á dögunum. Tjaldur SH er nú kominn á þorsk- og ýsuveiðar. Sjá nánar viðtal við Guðmund Kristjánsson framkvæmdastjóra útgerðarinnar á bls. 12. Þjóðhagsspá um norsk-ísl. síldina: 160 þús. tn Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir því í nýjustu þjóðhagsspá, að íslend- ingar veiði 160 þús. tonn af norsk- íslensku sfldinni á næsta ári, en ís- lensk skip veiddu 173 þús. tonn úr þessum stofni á nýliðnu sumri. Verðmæti þess afla var tæplega 1,5 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fiski- frétta voru ekki settar fram kröfur um ákveðinn tiltekinn kvóta af ís- lands hálfu á síldarfundinum í Moskvu á dögunum og stjórnvöld hafa ekki nefnt neinar tölur opin- berlega í þessu sambandi. Hins vegar buðu Norðmenn íslending- um 40 þús. tonna kvóta á sfldar- fundinum fyrr á árinu, þegar við- ræður fóru út um þúfur. Norsk-íslenska sfldin, sem ís- lensku skipin veiddu nú í sumar, fór nánast öll í bræðslu og nam útflutningsverðmæti aflans upp úr sjó 8-9 krónum á kflóið, að sögn Ásgeirs Daníelssonar hagfræðings Þjóðhagsstofnunar. Hver 10 þús. tonn til eða frá í kvóta gera þannig 80 millj. króna miðað við bræðslu, en fari sfldin í vinnslu má 4-5 falda verðmætið. í síðustu viku birtu fiski- fræðingar skýrslu um norsk-íslenska sfldarstofninn sem lögð verður til grundvallar í samningaviðræðunum um skiptingu kvótans. Sjá nánar bls. 8-9. Tveir rækjutogarar bæt- ast í fíota Bílddælinga — keyptir írá Grænlandi lyrír 236 milljónir króna Rækjufrystitogararnir tveir, sem rækjuverksmiðjurnar á Bfldu- dal, Blönduósi og Sauðárkróki hafa fest kaup á, koma til landsins nú um helgina. Togararnir verða skráðir á Bfldudal en útgerð þeirra verður stjórnað frá Reykjavík. Hefur Rafn Svansson verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarinnar en hann hefur mörg undanfarin ár verið skipstjóri á rækjufrystitogar- anum Skutli ÍS frá ísafirði. m Verksmiðjutogarinn Heinaste, sem Sjólaskip hf. í Hafnarfirði gera út á úthafskarfa, hefur aflað um 3.000 tonna af frystum afurð- um frá því að hann lagði upp í fyrstu veiðiferðina 8. aprfl í vor, að því er Guðmundur Þórðarson útgerðarstjóri tjáði Fiskifréttum. Það jafngildir um 7.000 tonnum upp úr sjó. Guðmundur vildi ekki ncfna tölur um aflaverðmæti, en ef geng- ið er út frá því að 85-90 krónur fáist fyrir hvert kfló afurða má ætla að það nemi 250-270 milljónum króna. Skipið hefur landaö þrisv- ar, einu sinni á hafí úti, einu sinni í Kanada og einu sinni í Hafnarfirði. Yfirstandandi veiðiferð hófst 7. september og stendur fram í des- ember. Að sögn Guðmundar hafa veiðarnar ekki gengið eins vel og vonast hafði verið til. Afla- brögðin scinni hluta sumar og í haust hafa verið treg og ótíð hamlað veiðum. Skipstjóri á Hcinaste er Páll Eyjólfsson og af- leysingaskipstjóri Þorvarður Jónsson. í áhöfn eru 86 menn, þar af átta íslendingar. Að sögn Óttars Yngvasonar, sem er einn eigenda Rækjuvers hf. á Bíldudal og Særúnar hf. á Blönduósi, voru togararnir keyptir af Royal Greenland á Grænlandi og var kaupverðið 236 milljónir króna. Togararnir eru 69 metra og 45 metra langir og í þeim eru full- komnar rækjuvinnslulínur. Stærri togarinn hefur fengið nafnið Erik B A 204 og er frystigeta hans um 50 tonn af afurðum á sólarhring. Minni togarinn nefnist nú Kan BA 101 og er hann með um 30 tonna frystigetu. Báðir togararnir halda til rækjuveiða á Flæmingjagrunni í næstu viku og verða þeir mannaðir íslenskum sjómönnum. — Með kaupunum á togurunum erum við að skapa 100 ný störf á sjó og í landi. Það verður 35 manna áhöfn og skipunum og 15 afleysing- armenn og við gerum ráð fyrir því að vinnsla á rækjunni skapi um 50 ný störf hjá Rækjuveri hf., Særúnu hf. og Dögun hf. á Sauðárkróki, segir Óttar en hann vekur athygli á að það sé undir íslenskum stjórn- völdum komið hvort þessi störf verði til frambúðar eða ekki. Ef stjórnvöld mótmæli ekki samþykkt NAFO um sóknartakmarkanir á rækjuveiðunum á Flæmingja- grunni sé allt eins líklegt að út-^ gerð skipanna færist til ann- _ arra landa og að þau verði mönnuð með erlend- um láglaunaáhöfn- um. Sjánánar . bis. io X SKIPAPJONUSTA tsso Olíufélagiðhf

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.