Fiskifréttir - 03.11.1995, Side 4
4
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. nóvember 1995
JL IIII
#%IPIP
HRAÐASTÝRINGAR
Kolmunni
Franski togarínn Joseph Roty II:
Er eina ESB skipið sem
vinnur kolmunna í súrímí
— útgerðin hefur áhyggjur af ástandi kolmunnastofnsins
England - Quentin Bates
Jf
JOHAN
RÖNNING HF
SUNDABORG 15
104 REYKJAVÍK
SÍMI: 568 4000
FAX: 568 8221
-Rækju-
framleiðendur
Hafið
samband
um verð
og
greiðslukjör
íslenska
útflutningsmiðstöðin hf.
Sidumuli 34 • 121 Reykjavik
Sími 588 7600
Franska útgerðarfyrirtækið Comapeche gerir út 95 metra lang-
an togara, sem eingöngu veiðir kolmunna. Togarinn, sem heitir
Joseph Roty II, er eina skipið innan Evrópusambandsins sem er
með vinnslu um borð til framleiðslu á súrími úr kolmunnanum.
Súrímið af Joseph Roty II er síð-
an fullverkað í landi í verksmiðju
fyrirtækisins í Saint Malo. Hráefn-
ið er blandað með matarolíu,
eggjahvítu og hvítvíni og úr því eru
gerðir margs konar réttir, sem
seldir eru kældir á
heimamarkaði en
frystir og vakúmp-
akkaðir víða er-
lendis.
„Súrímí sem
framleitt er úr kol-
munna er jafngott
eða jafnvel betra en
súrímí úr alaska-
ufsa. Til þess að
framleiða fyrsta
flokks súrímí þarf
fyrsta flokks kol-
munna. Togarinn
verður að fá fisk
jafnt og þétt en ekki
í of stórum hölum.
Þetta getur reynst
erfitt því kol-
munnastofninn er
veikur," segir Alain
Olivier sölustjóri
Comapeche.
Frá verksmiðju Comapeche í Saint Malo, þar sem
súrímíinu er breytt í neytendavöru.
rreytingarnar á skipinu
STAD beitningarvélasamstœðunni!
y stœkkun
........-.....
ELDBORG RE-22
Mustad
Borgartúni 24 • Pósthólf 8460 • 128 Reykjavík • Sími: 562 1155 • Fax: 561 6894
Franska kolmunnavinnsluskipið Joseph Roty II. (Myndir/Fiskifréttir:
Quentin Bates).
*
Ahyggur af
kolmunnastofninum
Alain Olivier segist hafa miklar
áhyggjur af kolmunnastofninum.
„Skipstjórar okkar hafa fullvissað
okkur um að ástand kolmunna-
stofnsins hafi versnað töluvert síð-
ustu árin enda hefur verið veitt
verulega umfram úthlutaða kvóta.
Evrópusambandið hefur ekki
neinn áhuga á því að stjórna veið-
um úr stofninum. Þvert á móti
virðist bandalaginu vera meira í
mun að gefa Norðmönnum kol-
munnaveiðiheimildir en að hafa
hemil á sókninni. Næstum öllum
aflanum úr þessum stofni er land-
að til bræðslu í Noregi og á írlandi.
Bræðsluveiðiskipin mega nota 16
mm möskva í poka en okkar skip
verður að nota trollpoka með 45
mm möskvum þar sem aflanum er
landað til manneldis," sagði Oli-
vier. Fram kom í máli hans að úr 10
kflóum af kolmunna væri hægt að
framleiða 1 kg af fiskimjöli sem
gæfi 2,5 franka eða jafnvirði 33 ísl.
króna. Ef þessi 10 kíló væru unnin í
súrímí fengjust 1,3 kg að verðmæti
23 frankar eða sem svarar 299
krónum.
Hrun við Nýfundnaland
Comapeche fyrirtækið, sem
áður hét Armamaent Pleven, var
stofnað á þriðja áratugnum í því
augnamiði að veiða þorsk undan
ströndum Nýfundnalands. Hrun
þorskstofnsins við Kanada var
mikið áfall fyrir franskar útgerðir
sem héldu úti togurum á fjarlægum
miðum. Þrjú frönsk fyrirtæki
hættu alveg útgerð. Comapeche
hélt hins vegar áfram en breytti
áherslum sínum. Auk kolmunna-
togarans gerir Comapeche nú út
einn 60 metra langan togara sem
veiðir þorsk í Barentshafi. Fyrir-
tækið er handhafi rúmlega 70%
þess kvóta sem Frakkar hafa í Bar-
entshafi. Það nægir til þess að
halda togaranum Grande Herm-
ina á sjó frá áramótum og fram í
október. Comapeche hefur hins
vegar ekki viljað senda skip til
veiða í „þríhyrningnum“ eins og
Frakkar kalla Smuguna. Þá hefur
fyrirtækið aukið umsvif sín í útgerð
smærri skipa sem veiða í Ermar-
sundi og landa afla sínum viku-
lega. Loks má geta þess að fyrir-
tækið starfrækir veiðar og vinnslu
á rækju í Frönsku Guayana í Suð-
ur-Ameríku.
TIL
SANDBLÁSTURS
SAN DBLÁSTU RSSAN DU R
30 kg. sekkur kr. 420 m/vsk
FINPUSSNING SF.
Dugguvogur6.104 Rvk. ® 553 2500