Fiskifréttir - 03.11.1995, Qupperneq 5
FISKIFRETTI 3. nóvember 1995
Ég, um mig,
frá mér, til mín
— eftir Helga Laxdai
Við sem erum komin til vits og
ára, a.m.k. ára, og vorum til sjós
eilítið yngri en í dag könnumst
við setningar í stöðina á borð við:
Ég er að fara í land, ég er að
fiska, ég er að leggja, ég er að
draga, mig vantar vatn, olíu og
kost þegar ég kem í land, ég fer í
slipp bráðlega, o.s.frv., o.s.frv.
Við getum yfirfært ummæli af
þessu tagi á aðrar starfsgreinar,
t.d. á bóndann sem lánar ná-
grannanum nautið til þess að
þjónusta kýrnar eða duglegan
hrút til þess að embætta ærnar.
Yrði slík sjálfsögð hjálpsemi í
sveitinni ekki býsna sposk pers-
ónugerð bóndanum?
Áhöfnin í strangri
viðgerðarvinnu
Þessar setningar úr stöðinni
frá í gamla daga komu í hugann
þegar fréttir bárust af Hrafni
Sveinbjarnarsyni GK með bilaða
forþjöppu við aðalvél norður í
Smugu fyrir skemmstu. Fréttir
fjölmiðla báru vott um það að á
þessu ágæta skipi væru engir vél-
stjórar. Hamrað var á því að
áhöfnin stæði
neyti, yfirfæra meiri orku pr.
strokk. Þotuhreyfillinn aftur á
móti dælir loftinu út í andrúmsloft-
ið undir yfirþrýstingi, sem knýr
þotuna áfram.
Forþjappa dieselvélar, líkt og
þotuhreyfill, er tæknilega flókið
„Þrátt fyrír aðstoð
áhafnar Óðins við
lækninn um borð
heyrði ég aldrei frá
því greint í
fjölmiðlum að
áhöfnin stundaði
læknisverk, gæfi
sjúklingum lyf,
drægi úr tennur
eða sett spelkur á
brotna hönd“
daglangt í
strangri við-
gerðarvinnu
vegna áður-
nefndrar bil-
unar. Þessum
ósköpum
lauk síðan
með því að
greina frá því
að nú væri
áhöfnin senn
að ljúka við-
gerðinni en
strax að henni
lokinni myndi
skipstjórinn
reynslukeyra forþjöppuna.
Fyrir þá sem þekkja til er for-
þjappa við aðalvél ákveðinn hluti
af vélinni sem byggir á sama lög-
máli grunnlögmáli og þotuhreyf-
ill. Helsti munurinn er sá að for-
þjappa við dieselvél er notuð til
þess að dæla fersku lofti undir
þrýstingi inn í strokka vélarinnar
svo hægt sé að brenna meira elds-
tæki sem ekki verður unnið við af
öðrum en fagmönnum, sem hafa
tileinkað sér nákvæm vinnubrögð
og notkun fagbóka. Þess vegna er
það nú svo, að hvort heldur for-
þjöppunni er skipt út í heilu lagi,
líkt og gerðist í tilviki Hrafns
Sveinbjarnarsonar, eða skipt er
um ákveðinn hluta hennar, þá
verður það ekki unnið af þeim sem
hafa það að aðalstarfi að hausa
eða slægja fisk, það þarf meira
til.
Skipherra á stofugangi?
Við skulum í þessum saman-
burði taka mið af störfum læknis-
ins sem var um borð í Óðni norð-
ur í Smugu. Hann þurfti að glíma
við fjölbreytt verkefni, allt frá því
að setja plástur á skeinu upp í
skurðaðgerðir. Vitaskuld veitti
áhöfn Óðins lækninum þar um
borð margháttaða aðstoð, — allt
frá því að sækja sjúklinga yfir í
önnur skip til þess að aðstoða
hann við störf sín.
Þrátt fyrir þessa sjálfsögðu að-
stoð áhafnar Óðins við lækninn
þar um borð heyrði ég aldrei frá
því greint í fjölmiðlum að áhöfn-
in stundaði læknisverk, gæfi
sjúklingum lyf drægi úr tennur
eða setti spelkur á brotna hönd
eða fót og allra síst heyrði ég frá
því greint að skipherra skipsins
færi á nokkurs konar stofugang,
kíkti upp í sjúklinga, tæki púls
eða mæti hvort þeir væru hæfir til
þess að yfirgefa varðskipið og
hefja störf að nýju. Slíkt mat er
að sjálfsögðu í
höndum
læknisins líkt
og það eru
vélstjórar
skipanna sem
annast við-
gerðir á tækj-
um og búnaði
skipsins þótt
vonandi veiti
allir í áhöfn-
inni aðstoð ef
á þarf að
halda í sam-
ræmi við getu
hverju sinni.
Það hlýtur
með sömu rökum að vera yfir-
vélstjóri hvers skips sem reynsl-
ukeyrir vélar þess og vélahluti að
lokinni viðgerð hverju sinni og
metur hvort allt sé í lagi en ekki
skipstjórinn með fullri virðingu
fyrir hans hæfileikum, þeir liggja
bara á öðru sviði.
Höfundur er formaður
Vélstjórafélags Islands.
Raufarhöfn:
Sléttunúpur fær úreldingarstyrk
Þróunarsjóður sjávarútvegsins
hefur veitt Jökli hf. á Raufarhöfn
loforð um 43 milljóna króna úreld-
ingarstyrk vegna Sléttunúps ÞH.
Báturinn, sem er 138 brl. að stærð
og hét áður Gústi í Papey, var
keyptur í maí sl. fyrir 170 milljónir
króna.
í dagblaðinu Degi er haft eftir
Gunnlaugi Júlíussyni stjórnarfor-
manni Jökuls hf. að aldrei hafi
verið ætlun útgerðarinnar að eiga
skipið til langframa en honum hafi
fylgt góður kvóti sem sé nú 446
tonn í þorskígildum, þar af 120
tonn þorskur og 260 tonn rækja.
Markmiðið með kaupunum hafi
verið að ná kvótanum og fáist
þokkalegt verð fyrir bátinn auk úr-
eldingarstyrksins megi segja að
verðlagningin á kvótanum sé
ásættanleg. Útgerðinhefurþreifað
fyrir sér um sölu á bátnum bæði
hérlendis og erlendis. Óvíst er
hvort keypt verður annað skip í
stað Sléttunúps, en auk hans gerir
Jökull hf. út togarann Rauðanúp
og línubátinn Atlanúp.
5
TIL LÍNUVEIÐA
íslensk beitusíld - Falklandseyja smokkur -
Mustad krókar - Kínverskir línutaumar -
Uppsett línuábót - Hampiðju lína -
Línubalar - Polyform línubelgir
^)ón x^Ásbj 'óinsson kji.
ÚTFLUTNINGS- OG HEILDVERSLUN
Geirsgata 11 • Pósthólf 286 • 121 Reykjavík
Sími 551 1747 • Fax 551 9463
Frystitogarar til sölu
Höfum í einkasölu beint frá eigendum
Rækjutogari smföa&ur í Noregi 1976. 1204 BT / 51 3
NT, lengd 61,8 m, breidd 10 m, 2700 ha Wichmann
(1984) vib 475 snún. Vindubúnaður Hydr.
Brattvaag, m.a. 2 splittvindur, 1 netavinda, ný
verksmiöja (1994) m.a. 2 KM Fish vélar, 2 Japanlínur,
2 Kronborg sjóbarar / þurrkarar, allur rafeindabún.
endurnýjabur '95. 814 rúmmetra frystilestir.
Verbhugmynd: DKK 27 millj. kr.
ST 1085
íshafsrækjufrystitogari, smíbabur í Danmörku 1982,
764 BT, lengd 57 m, breidd 11,6 m, 2300 ha B&W
Alpha Diesel, 2 x 19 tn Hydr. Brattvaag splittvindur,
fullkomin Kronborg verksmibja fyrir Japansrækju og
sobna rækju. 640 rúmmetra rými í 2 frystilestum.
Verb: Um DKK 25,5 millj. kr.
Nánari upplýsingar gefur
RYSENSTEENSGADE 14
DK-1564 COPENHAGEN V
TELEPHONE: +45-33-32-39-97
TELEFAX: +45-33-13-00-63
Ækmttc
Shlpplng a/s
8HIPe80»ŒI»8
H
F1 RETTIR
Askrift
5155555