Fiskifréttir - 03.11.1995, Side 6
6
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. nóvember 1995
Snúningsstútar og fjöldi
annara aukahluta ávallt til
á lager
Háþrystistöðvar
fyrir 2 -12 notendur
samtímis
Útistöðvar með
fjölmarga möguleika
Iðnaðar- og
heimilisryksugur
fyrir blaut- og
þurrhreinsun
International
Skipamálning
a£l^
Stórhöfða 44, Reykjavík. Sími 567 4400
Kaupir notað sjókæli-
tankaskip
á Hjaltlandi
HAÞRYSTIDÆLUR
OG RYKSUGUR
Litlar og handhægar
háþrýstidælur
Þrýstingur: 10-150 bar
Stórar og öflugar
háþrýstidælur
Þrýstingur:
10-230 bar
— kaupverð rúmar 300 millj. króna
SKEIFUNNI 3E-F ■ SIMI 581 2333 • FAX 568 0215
Fréttir
Nóta- og togskipið
Antares, sem ísfélag
Vestmannaeyja hefur
fest kaup á.
ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur gengið frá samningum á kaup-
um á notuðu nóta- og togveiðiskipi með sjókælitönkum frá Whals-
ey á Hjaltlandi. Skipið heitir Antares og er kaupverðið rúmar 300
milljónir króna. Ef allt gengur að óskum verður skipið afhent 1.
apríl nk.
ísfélag Vestmannaeyja hf:
Antares var byggt í Noregi árið
1980 og hét skipið upphaflega
Krossfjord. Það er rúmlega 58
metra langt og 9 metra breitt og
mælist alls tæpar 450 brúttórúm-
lestir. I skipinu, sem lengt var árið
1986, eru sex sjókælitankar fyrir
aflann og er tankarýmið alls 950
rúmmetrar. Það þýðir að ef verið
er að veiða síld eða loðnu til
bræðslu þá er burðargetan um 1000
tonn af hráefni. Auk þess sem
skipið er útbúið til nótaveiða þá
hefur það stundað flottrollsveiðar
á ýmsum fisktegundum s.s. makríl
með góðum árangri. Ný og þó
nokkuð öflug aðalvél af gerðinni
B&W ALPHA (2600 hestöfl) var
sett í skipið í sumar en fyrir var í
því 1859 hestafla ALPHA vél.
Þrátt fyrir að vélaraflið hafi þannig
verið aukið til muna þá virðist það
ekki hafa dugað hjaltnesku útgerð-
inni því hún hefur nú samið um
smíði á stærra og mun öflugara
skipi.
Að sögn Sigurðar Einarssonar,
forstjóra ísfélags Vestmannaeyja
hf., felast nokkrir fyrirvarar af
hálfu kaupanda og seljanda í kaup-
samningnum. Helsti fyrirvari
hjaltnesku útgerðarinnar er sá að
veiðileyfi skipsins fáist flutt yfir á
nýja skipið. Sigurður sagði enn
ekki ljóst hvernig tekið yrði á úr-
eldingarmálum vegna innflutnings
á Antares.
— Það er þó ljóst að við munum
ekki úrelda nótaskip vegna þess-
ara kaupa. Valið stendur á milli
annarra skipa í eigu fyrirtækisins
eða kaupa á úreldingarrétti, sagði
Sigurður en hann upplýsir að auk
hefðbundinna loðnu- og síldveiða
þá sé horft til veiða á fleiri tegund-
um með kaupunum á Antares.
Kolmunnaveiðar komi að sjálf-
sögðu til greina sem og veiðar á
makríl. Með kaupunum á Antares
aukast möguleikar ísfélagsins á því
að útvega ferskt og gott hráefni til
vinnslu eða framleiðslu á hágæða-
mjöli og þá einkum ef veiðarnar
eru stundaðar á fjarlægari miðum.
Þess má reyndar geta að þrátt fyrir
að nótaskip fyrirtækisins séu ekki
útbúin með sjókælitönkum þá hef-
ur allur síldarafli þeirra farið til
vinnslu á yfirstandandi vertíð.
— Við höfum metið það þannig
að verðið á síldarkvótunum sé of
hátt til þess að veiða sfldina til
bræðslu, sagði Sigurður Einars-
son.
Haldið FSskSfréttum tSS haga
í hverri viku birtast
í Fiskifréttum
margvíslegar upp-
lýsingar sem gagn-
legt er að geta flett
upp síðar. Möppur,
sem rúma a.m.k.
einn árgang blaðs-
ins, eru fáanlegar
hjá Fróða hf.,
Seljavegi 2, 101
Reykjavík. Nánari
upplýsingar í síma
515-5500.