Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.11.1995, Page 11

Fiskifréttir - 03.11.1995, Page 11
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. nóvember 1995 11 Budget Car Rental ^jorrienn ocj uEgarosirnibnn Vetrartilboð á bílaleigubílum. Afhendum allan sólarhringinn á Stór-Reykjavíkursvæðinu. BUDGET BILALEIGA lenskum sjávarútvegi um þessar mundir og við trúum því ekki fyrr en á reynir að íslensk stjórnvöld ætli að láta nágrannaþjóðirnar, með Norðmenn og Dani í broddi fylkingar, setja íslenska útgerðar- menn og sjómenn út í horn í þessu máli. Hættan er sú að ef stjórnvöld mótmæla ekki samþykkt NAFO þá eru allar líkur á því að sagan úr hvalamálinu endurtaki sig. Islend- ingar mótmæltu ekki banni Al- þjóða hvalveiðiráðsins á sínum tíma og fyrir vikið höfum við ekki getað hreyft okkur í því máli í tíu ár. Norðmenn höfðu hins vegar vit á að mótmæla banninu og fyrir vik- ið standa þeir miklu betur að vígi en íslendingar, segir Óttar en hann segir greinilegt að Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar ótt- ist íslensku rækjuútgerðirnar því á meðan rækjuafli þessara þjóða hafi minnkað á Flæmingjagrunni þá hafi íslensku skipin verið að auka sinn hlut. — Það stefnir í að rækjuafli Is- lendinga verði 6000 tonn á Flæm- ingjagrunni á þessu ári og á hinu næsta ætti aflinn hæglega að geta farið í 10,000 tonn. Það hafa aðeins fátæklegar rannsóknir farið fram á rækjustofninum á svæðinu á sl. þremur árum og það liggja engin marktæk vísindaleg rök að baki samþykkt NAFO um sóknartak- markanir. íslensk stjórnvöld eiga að mótmæla þessu samsæri ná- |rannaþjóðanna. Með því halda Islendingar öllum dyrum opnum í málinu, segir Óttar en spurningu um það hvað gerist ef samþykkt NAFO nær óbreytt fram að ganga um næstu áramót svarar hann svo: — Við höfum þegar fengið nokkur góð kauptilboð í báða tog- arana. Eg reikna þó ekki með því að við seljum þá en þess í stað kem- ur vel til greina að gera þá út frá öðrum löndum með erlendum lág- launaáhöfnum. Ef það yrði niður- staðan þá myndi iðnaðarrækjan, vegna tollaákvæða, verða seld óunnin til Evrópusambandslanda, t.d. Danmerkur og Englands, og fullunnin þar, segir Óttar Ynga- son. Góð sala Breka í Bremerhaven Vestmannaeyjatogarinn Breki VE fékk mjög gott verð fyrir fisk sem seldur var á fiskuppboði í Bremer- haven sl. mánudag. Breki VE land- aði alls 123,5 tonnum af fiski á markaðinn og fyrir það magn feng- ust 16,9 milljónir króna eða 136,54 kr/kg í meðalverð. 14 tonn af smá- um karfa voru send áfram til Frakklands í gámi en upplýsingar um þá sölu höfðu ekki borist afla- miðlun LÍÚ nú um miðja vikuna. Samkvæmt upplýsingum afla- miðlunar voru seld alls 112 tonn af karfa úr Breka VE á mánudags- uppboðinu og var meðalverðið 136,86 kr/kg. Fyrir 4 tonn af ufsa fengust 114,98 kr/kg og rúm 2 tonn af ýsu seldust á 153,05 kr/kg. Að sögn Péturs Arnar Sverrissonar hjá aflamiðlun hefur nokkrum skipum, sem hyggjast sigla með afla á Þýskalandsmarkað, gengið erfiðlega að veiða karfann að und- anförnu. Ekki hefur þó verið hætt við siglingar af þeim sökum enn sem komið er. GámasöLur í Englandi Síðasta vika verður að teljast ein sú lélegasta í langan tíma hvað varðar sölur á ferskum fiski frá ís- landi á enska markaðnum. Aðeins voru seld 156 tonn af íslenskum fiski í vikunni, nánar til tekið dag- ana 23. til 25. október sl., og fyrir það magn fengust 26 milljónir króna. Meðalverð var 167,05 kr/ kg. Sjaldan hefur jafn lítið magn af íslenskum þorski verið í boði á enska markaðnum. Aðeins 9 tonn voru í boði og var meðalverðið 174,52 kr/kg. Seld voru 58 tonn af ýsu, sem einnig er í lægri kantin- um, og var meðalverðið 163,74 kr/ kg. Fyrir 29,5 tonn af kola fengust 181,44 kr/kg, 26 tonn af karfa seld- ust á 116,05 kr/kg og 3 tonn af grá- lúðu fóru á 212,30 kr/kg. veggefni fyrir matvælaiðnað „Gamlir veggir verða sem nýir“ IÐNAÐARQÓLF 8miöjuvegur 70,200 Kópavogur Slmar: 504 1740, 802 4170, Fax: 5541769 FURUNO FAR-2805 Nýr „undri“ í fullri stærð l Nýr 28” radar með frábærum eiginleikum 10-50 kW á X-bandi eða 30-60 kW á S-bandi. Fáanlegur með 40 skipa ARPA og 6000 punkta plotter með sjókortum. Brimrún hf Hólmaslóð 4 101 Reykjavík s: 561 0160 Ármúla 1 • Sími: 588 0880, 896 6009 eftir lokun skrifstofu Fax: 588 1881 • Utvegum bíla erlendis

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.