Fiskifréttir - 03.11.1995, Qupperneq 12
Línuveiðar
Kapphlaupið um 13,700 tonn af slægðum þorski og ýsu, sem er
sá kvóti sem ætlaður er til svokallaðrar línutvöldunar á tímabilinu
frá 1. nóvember til 29. febrúar nk., hófst á miðnætti sl. miðviku-
dag. Að undanförnu hafa útgerðarmenn og áhafnir línuskipanna
unnið myrkranna á milli við að undirbúa tvöföldunartímann.
Fjárfest hefur verið í línubeitningarvélasamstæðum, nýjum lín-
um og útgerðirnar hafa birgt sig upp af beitu, frystri síld og
smokki, til þess að egna fyrir þorskinn og ýsuna. A síðasta fisk-
veiðiári náðist ekki að klára tvöföldunarkvótann en útgerðar-
menn línuskipanna efast ekki um að nú verði 13,700 tonna mark-
inu náð vel fyrir lok febrúarmánaðar ef tíðarfarið verður hag-
stætt. Þrátt fyrir að línuskipin eigi verulega möguleika á að slá sér
rækilega upp á tvöföldunartímanum þá eru margir línuútgerðar-
menn meðal hörðustu andstæðinga línutvöföldunarinnar. Meðal
þeirra er Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdstjóri útgerðar
Fiskverkunar Kristjáns Guðmundssonar á Rifi, sem gerir út þrjú
stærstu línuskipin, Tjald SH, Tjald II SH og Eldborgu RE.
Guðmundur Kristjánsson Myndir Gunnar
iÉ
Fiskifréttir hittu Guðmund að
máli sl. þriðjudag en hann var þá
önnum kafinn við að undirbúa
brottför Tjaldanna og Eldborgar
en öll skipin áttu að halda til veiða
þá um kvöldið. Tjaldur SH kom í
síðustu viku úr tilraunaveiðiferð á
Reykjaneshrygginn og var afli
skipsins um 70 tonn af hausaðri og
frystri keilu og karfa að verðmæti
tæpar 13 milljónir króna. Utgerðin
kostaði sjálf þessa tilraun og segja
má að áhöfn skipsins hafi einnig
lagt sitt af mörkum því hlutur
hvers og eins var ekki ýkja hár
þrátt fyrir að veiðiferðin hafi stað-
ið í tæpan mánuð.
Að sögn Guðmundar fékkst
dýrmæt reynsla í veiðiferðinni og
hann segir ljóst að þráðurinn verði
tekinn upp að nýju næsta vor eða
sumar.
— Við erum reynslunni ríkari en
það er þó ljóst að til þess að geta
vænst þess að ná árangri á þessum
slóðum þá þurfum við að kanna
svæðið miklu betur. Það er slæmt
að vera einskipa á tilraunaveiðum
en vonandi sjá stjórnvöld eða Haf-
rannsóknastofnun sér fært að
styrkja veiðarnar með einum eða
öðrum hætti. Við höfum átt í við-
ræðum við Hafrannsóknastofnun
um að taka þátt í tilraunaveiðum á
Reykjaneshryggnum undanfarin
þrjú ár en því miður þá virðist eng-
inn áhugi vera á línuveiðum hjá
stofnuninni. Við höfum boðist til
að leggja til skip ef Hafrannsókna-
stofnun sæi sér fært að skipuleggja
veiðarnar og senda fiskifræðing
með skipinu en við höfum aldrei
fengið viðbrögð við þessum til-
mælum, segir Guðmundur en
hann segir að það sé sárt að á sama
tíma, sem línuveiðarnar virðast
vera algjörlega hornreka í íslenska
sjávarútvegskerfinu, þá streymi
japönsk línuveiðiskip til hafnar í
Reykjavík eftir að hafa stundað
túnfiskveiðar einhvers staðar
sunnan íslensku landhelginnar.
Gamlir afturhaldsseggir
og niðurrifsmenn
Guðmundur segir að því miður
hafi lengst af verið litið á línuveið-
ar sem nokkurs konar tómstunda-
gaman. Umræðan um línuveiðarn-
ar hafi verið einskorðuð við línu-
tvöföldunina og þá fjóra mánuði
sem hún hefur staðið.
Floti línuskipa hélt til veiða sL þriðjudagskvöld:
Línutvöföldunin er aðal-
vandi iínuútgerðanna
— rætt við Guðmund Kristjánsson framkvæmdastjóra útgerðar
Fiskverkunar Kristjáns Guðmundssonar
Tjaldur SH í Reykjavíkurhöfn
að ekki skuli hafa verið pólítískur
vilji til þess að málið næði fram að
ganga.
— Þeir, sem lögðust gegn af-
námi línutvöföldunarinnar, voru
gamlir afturhaldsseggir og niður-
rifsmenn sem áttu engra hagsmuna
að gæta í þessu máli. Einhverjir
þeirra stunduðu reyndar línuveið-
ar á sínum tíma í fjóra mánuði á ári
og ég hef heyrt að einhverjir þeirra
hyggist taka þátt í kapphlaupinu
nú, segir Guðmundur en hann seg-
ir að afleiðing þessa kapphlaups
um tvöföldunarkvótann verði
aðeins sú að hver og einn beri
minna úr býtum.
Aflinn hefur aukist og
tilkostnaðurinn
sömuleiðis
Guðmundur segist sáttur við
hugmynd sjávarútvegsráðherra
um að skipta tvöföldunarpottinum
að hluta til á milli útgerða línu-
skipanna en að afgangnum verði
síðan skipt á milli allra skipa. Guð-
mundur vill ekki tjá sig um æski-
legt hlutfall á skiptingu tvöföldun-
arkvótans en segir það sársauka-
laust að fleiri en línuskipin fái
hluta af kökunni ef það gæti orðið
til þess að sátt næðist um málið.
— Ég þarf ekkert að kvarta yfir
— Hvorki stjórnvöld eða aðrir
virðast gera sér grein fyrir því að
línuveiðarnar eru alltof dýr út-
gerðarmáti til þess að aðeins sé
hægt að stunda þær í fjóra mánuði
á ári. Menn hafa staðið frammi
fyrir því að velja og hafna en þeir,
sem hafa sérhæft sig í línuveiðum,
hafa því miður ennþá ekki verið
teknir alvarlega af einhverjum
ástæðum, segir Guðmundur en
hann segir línuútgerðina vera það
dýra, vegna fjárfestinga í beitning-
arvélum og línum, að ekki tjái að
skipta yfir á annars konar veiðar
og stunda þær meðfram línuveið-
unum.
— Þetta er alvöru útgerð sem
stunda verður árið um kring. Okk-
ar aðalvandi í dag er línutvöföld-
unin. Við höfum unnið að því baki
brotnu undanfarin ár að aðlaga
okkur að aflamarkskerfinu og það
gengur ekki að inni í því kerfi sé
bullandi sóknarmark í fjóra mán-
uði á ári, segir Guðmundur en
hann segir að það hafi verið sorg-
legt að lítill hópur útgerðarmanna
hafi ekki viljað hlusta á sjávarút-
vegsráðherra sl. vor er hann lagði Landað úr Tjaldi SH. Aflinn var alls um 70 tonn af hausuðum karfa og keilu að verðmæti tæpar 13 milljónir
til afnám línutvöföldunarinnar og króna
EIMSKj^