Fiskifréttir


Fiskifréttir - 03.11.1995, Qupperneq 13

Fiskifréttir - 03.11.1995, Qupperneq 13
FISKIFRÉTTIR föstudagur 3. nóvember 1995 13 okkar hlut á tvöföldunartímanum undanfarin ár. Okkar reynsla er sú að aflinn hefur aukist jafnt og þétt en hinu er ekki að leyna að allur tilkostnaður hefur vaxið að sama skapi. Við erum t.d. að beita inn- fluttum smokki, sem kostar allt að 110 krónur hvert kíló, á móti síld- inni, sem kostar 30 krónur, til þess að freista þess að auka þorskafl- ann. Ef pottinum yrði skipt á milli skipanna þá myndi tilkostnaður vegna veiðanna minnka til muna og stöðugleikinn aukast. Þá má heldur ekki gleyma því að það er slæmt að etja mönnum saman í bullandi sóknarmarki í svartasta skammdeginu þegar allra veðra er von. Sóknin er komin út í öfgar og ég er logandi hræddur um að slys geti hlotist af. Við njótum þess reyndar að vera með stærstu og öflugustu skipin en það eru margir sem róa á litlum og vanbúnum skipum í slæmum veðrum vegna línut vöföldunarinnar. Að sögn Guðmundar munu ýmsir aðrir ókostir línutvöföldun- arinnar koma í ljós á komandi vik- um. Hann nefnir sem dæmi að fisk- markaðirnir hafi verið í þorsksvelti í langan tíma en nú megi búast við því að þorskur hrúgist inn á mark- aðina og að verðið hrapi í kjöl- farið. — Pað gengur ekki, að mínu mati, að svelta markaðina af þorski í átta mánuði á ári en kaf- færa þá svo í fjóra. Óformlegur hópur línuútgerðarmanna innan LÍÚ Guðmundur segir að útgerðar- menn línuskipanna, sem gerð eru út árið um kring, séu þokkalega ánægðir með það hvernig forysta Landssambands íslenskra útvegs- manna hefur tekið á þeirra málum. — Mér finnst forysta LIU orðin jákvæðari gagnvart línuútgerðun- um en húnvare.t.v. fyrir nokkrum árum. Við, sem stundum línuút- gerð allt árið, höfum þannig hist innan LÍÚ og borið saman bækur okkar. Þetta er óformlegur hópur u.þ.b. 20 útgerðarmanna og til- gangurinn með þessum fundum er að leita leiða til þess að styrkja línuútgerðina. Það vona ég að tak- ist og að litið verði á línuveiðarnar sem alvöru útgerðarmáta í fram- tíðinni, segir Guðmundur Kristj- ánsson. Frettir Síldarkvótmn uppseldur „Ég held að nú sé búið að ráðstafa öllum þeim sfldarkvótum sem á annað borð voru í boði. Verðið steig hærra og hærra og fór hæst í 100 tonn af þorski eða 128 tonn af rækju á móti einum sfldarkvóta (1.386 tonnum),“ sagði Björn Jóns- Kolmunna- afíinn í tilefni umræðna um kolmunna- veiðar hér við land birtum við meðfylgjandi töflu lesendum til fróðleiks um heildarkolmunnaafl- ann í N-Atlantshafi og veiðireynslu íslendinga frá 1972-1989. Kolmunnaafli í Norður-Atlantshafi Ar ísliuid [ijiírtii- 1972 634 44.022 1973 3.212 75.564 1974 4.349 81.780 1975 1.297 80.330 1976 8.789 128.942 1977 15.778 238.013 1978 34.777 574.812 1979 19.096 1.090.726 1980 9.934 1.092.617 1981 15.021 870.808 1982 1.689 544.829 1983 7.077 539.237 1984 105 610.603 1985 - 652.776 1986 - 793.904 1987 - 631.615 1988 - 522.575 1989 4.977 591.738 Samtals 126.735 son hjá kvótamiðlun LIÚ í samtali við Fiskifréttir. Það svarar til þess að kílóið af óveiddri sfld hafi kom- ist í 6,92 krónur og allur kvótinn í 9,6 milljónir króna. Björn tók fram að sáralítið af síldarkvóta hefði farið fyrir pen- inga, viðskiptin hefðu fyrst og fremst falist í skiptum á veiðiheim- ildum. Að mati Björns hafði loðnuleysið mikil áhrif á verðið á sfldarkvótanum, sem næstum þre- faldaðist í verði milli ára. Bræðsl- urnar skorti hráefni og buðu hátt hráefnisverð sem aftur ýtti kvóta- verðinu upp. „Annars er frekar rólegt yfir kvótaviðskiptum núna. Það er dá- lítið framboð af leiguþorski en lítil sala undanfarna daga. Leigukvót- inn er boðinn á 95 kr/kg. Hins veg- ar er alltaf sama eftirspurnin eftir varanlegum kvótum en framboðið lítið sem ekkert. Þeir slattar sem ég hef selt af þorskkvóta hafa farið á 460 krónur kflóið,“ sagði Björn Jónsson. VINUR IS-8 Vinur (S (áður Orri ÍS) ✓ ^fjskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar á skipinu og óskum þeim velfarnaðar með verksmiðjuuppgerðu MUSTAD línusamstœðuna! Atlas Mustad Borgartúni 24 • Pósthólf 8460 • 128 Reykjavík • Sími: 562 1155 • Fax: 561 6894 Skipa-og kvótaskrá Sjávarfrétta '95-'96 SKIPA- OG KVÓTASKRA Sjávarfrétta '95 / '96 einnig fáanleg á TÖLVUTÆKU FORMI I skránni er að finna upplýsingar um stœrð og gerð allra íslenskra skipa ásamt heimilisföngum, símanúmcrum, faxnúmerum og kennitölum útgerða, - svo og kvóta skipanna. □ FRÓÐI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Seljavegi 2, 101 Reykjavík, sími 515 5500

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.