Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.02.1998, Síða 4

Fiskifréttir - 20.02.1998, Síða 4
4 FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. febrúar 1998 FRETTIR Frétti Hugmyndir LS um að taka inn báta allt að 75 brL: Mörgum sárnar misréttið sem Alþingi _ hefur leitt í lög Ragnarsson formaður LÍÚ ERT ÞÚ ASKRIFANDI? Ert þú síöastur í röðinni að lesa FISKIFRÉTTIR? Fáðu þltt eigið eintak sent í pósti og þú fylgist með frá byrjun. Nýir áskrifendur fá fyrsta mánuðinn frían, auk þess sem handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir áskriftinni, en hún kemur út árlega og inniheldur hafsjó hagnýtra upplýsinga. Hafðu samband í síma 515 5500 og leitaðu frekari upplýsinga. — Það er frjáls aðild að LÍÚ og við munum aldrei leggja neinar hömlur á okkar félagsmenn. í þessu sambandi má reyndar nefna að við fá- um daglega fyrirspurnir frá eigendum báta undir 10 brúttórúmlestum sem vilja ganga í LÍÚ og telja sig eiga meiri samleið með okkur en Landssambandi smábátaeig- enda. Þrátt fyrir það hyggj- umst við ekki breyta okkar samþykktum og munum eftir sem áður gæta hagmuna fé- lagsmanna sem gera út báta yflr 12 brúttórúmlestum. Þetta sagði Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ, er Fiskifréttir leituðu álits hans á áformum for- ráðamanna LS um að fá lögum breytt þannig að eigendur báta allt að 75 brúttórúmlestum geti gengið í samtökin. — Ég skil mjög vel að eigendum margra minni báta innan LIÚ og reyndar aflamarksbáta innan LS sárni misréttið sem viðgengst á milli bátastærða. Ég vek athygli á því að Alþingi hefur kosið að hygla ákveðnum útgerðarflokkum og í dag eru margir 5,9 tonna bátar á þorskaflahámarki komnir með margfaldar aflaheimildir ef miðað er við minni aflamarksbátana. Það er í hæsta máta ósanngjarnt að bát- ar á þorskaflahámarki megi veiða óheft með línu allar aðrar tegundir en þorsk. Bátamenn innan LÍÚ vilja hins vegar stundum gleyma því að togararnir hafa misst ná- kvæmlega jafn mikið af veiðiheim- ildum sínum yfir til smábátaflotans og bátar á aflamarki og það er ekki rétt, sem haldið hefur verið fram, að LIÚ dragi taum togaraútgerða á kostnað bátaútgerða. í þessu máli ber Alþingi Islendinga alia ábyrgð og við munum eftir sem áður berjast fyrir hagsmunum allra okkar félagsmanna, segir Kristján Ragnarsson en hann segist ekki óttast að það stefni kjarasamning- um í tvísýnu í framtíðinni þótt LS kunni að fá samningsumboð fyrir báta stærri en 12 brúttórúmlestir. Þýskalandsmarkaður: 140 kr. fyrir besta karfann Seld voru 307 tonn af íslenskum ferskfiski á markaðnum í Bremer- haven dagana 9. til 12. febrúar sl. Yerðmæti aflans reyndist vera tæpar 40 milljónir króna og meðalverðið var 3,20 þýsk mörk fyrir kílóið eða tæpar 130 kr/kg. Uppistaða aflans var góður karfi, alls 224 tonn, og var meðalverðið um 140 kr/kg. Fyrir 15 tonn af B-karfa fengust tæpar 100 kr/kg í meðalverð. Fyrir smæsta karfann, 44 tonn, fengust hins vegar um 72 kr/kg. Lítið var selt af ufsa, aðeins sjö tonn, og var meðalverðið um 120 kr/kg. Breytingar á Víkingi AK fyrir 50 milljónir króna Við óskum útgeró og áhöfn til hamingju með skipið. Skipið er allt málað með HEMPELS skipamálningu frá Slippfélaginu Málningarverksmiðju. —— Slippfélagiö Málningarverksmiöja Dugguvogi 4 • 104 Reykjavík • Sími: 588 8000 • Fax: 568 9255 VÍKINGUR AK 100 Nótaskipið Víkingur AK 100 er komið til loðnuveiða eftir nokkrar breytingar sem gerðar voru á skipinu hjá Svendborg Værft í Danmörku. Að sögn Sveins Sturlaugssonar, utgerðarstjóra hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi, nam kostnaður vegna breytinganna um 50 milljónum króna. Víkingur AK var kominn til Svendborg 8. desember sl. og var verkinu lokið um miðjan janúar. Taka þurfti upp aðalvél skipsins en auk þess var komið fyrir nýrri 250 KW Caterpillar ljósavél frá Heklu hf. Víkingur AK er útbúinn með tveimur hliðarskrúfum og var skipt um aftari hliðarskrúfuna. Nýja hliðarskrúfan, sem er 650 hestöfl, er af gerðinni Ulstein Propeller 90TV, sem Héðinn Smiðja hf. hef- ur umboð fyrir, og kemur hún í stað 370 hestafla hliðarskrúfu. Er hún glussadrifin. Þá var skipt um framskrúfuvél í skipinu og er nýja vélin 600 hestafla Caterpillarvél frá Heklu hf. Að sögn Sveins verð- ur fremri hliðarskrúfan notuð enn um sinn en með tilkomu nýju fram- skrúfuvélarinnar verður hægt að stækka skrúfuna til muna þegar þess gerist þörf. Af öðrum breytingum má nefna að settur var nýr framgír frá norska fyrirtækinu Hytak við aðalvélina og nýtist hann fyrir dælukerfi vegna kraftblakkar og spilkerfis. Þá var skipið málað með Hempels skipamálningu frá Slippfélaginu Málningarverksmiðju. Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta STÓRÁSI 6 • 210 GARÐABÆR • SÍIVII 565 2921 • FAX 565 2927

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.