Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.02.1998, Blaðsíða 7

Fiskifréttir - 20.02.1998, Blaðsíða 7
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. febrúar 1998 R.S. Ðröfn Ðags. Vcrkofni Athafna- svæ9i 30.1. 2.2.-6.2. 9.2.-28.2 11.3. -13.3. 14.4. -23.4. 24.4. -30.4. 6.5.-20.5. 25.5. -27.5. 25.6. -30.6. 1.7. -14.7. 17.7. -30.7. 4.8. -19.8. Keimsluferð Áhrif botn- ...... vörpuveiða flóí á botndvra- líf Stofnmæling Vest- ínnfjarðarækju firöir og veiðarfæra- rannsóknir Kennsluferð Stofnmæling Breiða- börpudtsks og fjöröur, veiðarfæra- Hval- rannsóknir fjörður Stofnmæl- Breiða- ing rækju fjörður Kollu- áll Humarrann- SV. S sóknir og flat- og fiskarann- SA-mið sóknir Stofnmæl- ing rækjiii SIJís- ...... rannsóknir tlöi, S-mið Stofnmæling A-mið úthafsrækju Lkley úthafsrækju N-mið Stofnmæling N- og úthafsrækju NV- ing lluna- 24,8.-29.8. 17.9. -18,9. Kei 19.9. -2.10. Stofnmæling Faxa- ínnfjarðarækju flói 6.10.-23.10. Stofnmæling Húna- 30/10 „Við ætlum í þessum leiðangri að kanna útbreiðslu djúpkarfans, sem veiðst hefur úti á Reykjaneshrygg, og reyna að gera okkur grein fyrir því hvort hann tengist djúpkarfanum uppi í kantinum eða hvort Iíta megi á hann sem sjálfstæðan stofn. Vonandi fæst einhver botn í þetta bráðlega, bæði með mælingum og ekki síður með hjálp erfðafræðirannsókna sem nú standa yfír. Með at- hugun á útbreiðslu karfans viljum við líka renna styrkari stoðum undir þær kenningar okkar að það sé djúpkarfí en ekki úthafskarfí, sem skipin hafa verið að veiða í ríkum mæli utan lögsögu á undanförnum árum, en um þetta eru menn ekki sammála innan Alþjóðahafrann- sóknaráðsins.“ Petta sagði Þorsteinn Sigurðs- son karfasérfræðingur Hafrann- sóknastofnunar en fyrirhugað er að fara í áðurnefndan leiðangur á rannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni í maí n.k. „Við munum byrja í Skerjadjúpi og halda suður á bóginn. Reynt verður að kanna hvort um sé að ræða samhangandi belti djúpkarfa á þessu svæði öllu. Bergmálstæknin verður notuð við mælingarnar eftir því sem hægt er, en einnig verður togað. Leiðang- urinn mun taka 15-16 daga og við vonumst til að geta komist suður úr djúpkarfasvæðinu en það fer auðvitað eftir veðri hversu langt við komumst. Við höfum dálitlar hugmyndir um dreifingu karfans í fyrra úr hálfopinberum gögnum frá Rússum, en þeir voru hálfan annan mánuð við rannsóknir á út- hafskarfamiðunum. Samkvæmt athugunum þeirra reyndist karfinn standa dýpra á norðausturhluta svæðisins en á suðvesturhluta þess. Það kemur heim og saman við reynslu íslenskra skipa,“ sagði Þorsteinn. Auk athugana á útbreiðslu Þorskmerkingar Hafrannsóknastofnunar halda áfram á þessu ári og nú verður ufsi merktur á ný eftir þriggja áratuga hlé (Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson). Utbreiðsla djúpkarfa á Hryggnum - er meðal verkefna á rannsóknaáæWun Hafrannsóknastofnunar á þessu ári djúpkarfans standa sem kunnugt er yfir rannsóknir hérlendis á því hvort erfðafræðilegur munur sé á djúpkarfanum innan og utan lög- sögu, en varla er við því að búast að niðurstöður liggi fyrir fyrr en á næsta ári. Jafnframt nefndi Þor- steinn að á vísindafundi Alþjóða- hafrannsóknaráðsins, sem haldinn var í Hamborg fyrir hálfum mán- uði og þrír Islendingar sátu, hafi verið kynnt ný aðferð til þess að bera saman mismunandi stofna af sömu fisktegund, þar sem beitt ISLEIFUR VE 63 » Víð óskum útgerð og áhöfnftiFhamíngju'með breytíngarnar á skipínu og þökkum fyrír gott samstarf Með von um góðanibyr í frámtíðínní. 01 " J '• ' 7í*.1i-,r“A. . ff1! II if i. fV -Vfff rVv ' iiiiHim FR-480 Skála * Foroyar^ Sími: 00298 4 11 55 • Fax 00298 4 11 25 e-mail: yardfa@post.olivant.fo væri þrívíddarmælingum milli 26 mismunandi punkta á fiskinum. Þessi aðferð kann að reynast gagn- leg ásamt öðrum til þess að leysa gátuna um djúpkarfann á Reykja- neshrygg. Að sögn Þorsteins eru engar heildarrannsóknir fyrirhugaðar á úthafskarfa á þessu ári, en verið er að skipuleggja stóran, fjölþjóðleg- an leiðangur á næsta ári. Islending- ar, Þjóðverjar og Rússar hafa skráð sig í þann leiðangur og að auki hafa Færeyingar, Danir og Norðmenn lýst áhuga á þátttöku. Fleiri sfldar- og loðnuleiðangrar Eins og að líkum lætur fer mest- ur tími hafrannsóknaskipanna í hefðbundin verkefni, svo sem stofnmælingar á helstu nytjafisk- um, seiðarannsóknir, rannsóknir á þorskklaki, könnun á ástandi sjáv- ar og fleira. Hann benti á að mæl- ingar á loðnu og sfld hefðu gengið illa og því hefði orðið að bæta við leiðöngrum þeirra vegna. í sjór- annsóknaleiðangri r.s. Bjarna Sæ- mundssonar, sem nú stendur yfir, mun skipið einnig huga að yngri hluta loðnustofnsins sem ekki fékkst nógu góð vitneskja um sl. haust auk þess sem fylgst verður með hugsanlegum vestangöngum loðnu. Þá verður bætt við sfldar- leiðangri í október næsta haust, en sfldin hefur hagað sér undarlega upp á síðkastið sem kunnugt er. Meðal nýrra og athyglisverðra verkefna á rannsóknaáætlun Haf- rannsóknastofnunar á þessu ári eru merkingar á grálúðu og leit að uppeldisstöðvum grálúðunnar, en sagt var frá hvoru tveggja í síðustu Fiskifréttum. Ennfremur verða ufsamerkingar teknar upp að nýju eftir meira en þriggja áratuga hlé, en frá þeim er greint nánar í sér- stakri frétt hér í blaðinu í dag. Haldið verður áfram að fylgjast með áhrifum botnvörpuveiða á botndýralíf, en þær rannsóknir hófust í fyrra. Jafnframt verða gerðar rannsóknir á sandsíli sem er nýtt framhaldsnámsverkefni í fiskifræði við Háskóla íslands, en sandsfli er mikilvæg fæðutegund fyrir aðra fiska. Auk útgerðar hafrannsóknaskipanna þriggja eru fyrirhuguð 23 verkefni með leigu- skipum þar sem kennir margra grasa, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Dröfn verður skólaskip Rannsóknaskipið Dröfn mun eins og venjulega sinna stofnmæl- ingum á úthafsrækju, humri og innfjarðarækju svo sem venja, en skipið hefur hins vegar verið verk- efnalítið frá hausti og fram yfir ára- mót. Ríkisstjórnin hefur nú ákveð- ið að taka Dröfn á leigu þessa lausu vetrarmánuði næstu tvö árin og gera hana að skólaskipi. Að sögn Guðrúnar Eyjólfsdóttur í sjávarútvegsráðuneytinu mun grunnskólum um land allt bjóðast að fá skipið til sín svo nemendur gefi farið í stuttar kynnisferðir út á sjó. Hér er um tilraunaverkefni að ræða og það fer eftir undirtektum hvert framhaldið verður að leigu- tímanum loknum. Hingað til hefur eingöngu nemendum í sjóvinnslu, sem er valfag í efri bekkjum grunn- skólanna, gefist kostur á sjóferð- um sem þessum en nú er ætlunin að leyfa fleirum að komast á sjóinn ef áhugi er fyrir hendi. iiiiiii Te ixti: GE FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. febrúar 1998 Hversu mikið fíakkar ufsinn mifíi íslands og annarra landa? — ufsamerkingar teknar upp hérlendis að nýju eftir meira en þriggja áratuga hlé Er hugsanlegt að dræma ufsaveiði við ísland á undanförnum árum megi að einhverju leyti rekja til þess að hluti ufsastofnsins hafi synt af íslandsmiðum til Færeyja eða jafnvel Noregs? Þetta kann að vera nokkuð langsótt skýring og engin leið að styðja hana rökum því ufsi hefur ekki verið merktur hér við land í meira en 30 ár. Hins vegar má ráða af gömlum, íslenskum merkingum og af norskum merkingum að ufsi flakki alltaf eitthvað milli íslands, Noregs og Færeyja. Hafrannsóknastofnun hefur nú ákveðið að hefja merkingar á ufsa að nýju eftir þetta langa hlé og er hugmyndin að merkja bæði hrygningarfisk og yngri fisk. Að sögn Sigurðar Jónssonar fiskifræðings á Hafrannsókna- stofnun, sem hefur með ufsarann- sóknir á gera, var ufsi síðast merkt- ur hér við land á árunum 1964 og 1965. Jón Jónsson fiskifræðingur og Englendingurinn Brian Jones merktu 3ja ára ufsa úti fyrir Norð- urlandi, nánar tiltekið þrjú þúsund fiska hvort ár. Heildarendur- heimtur úr þessum merkingum fram til 1970 voru 53% eða 3.175 merki, þar af 20 utan Islandsmiða (8 við Færeyjar, 6 við Noregs- strendur, 3 við V-Grænland og 3 í norðanverðum Norðursjó og við Skotland). Á þessum tíma voru hringnótaveiðar á ufsa stundaðar við Norðurland og endurheimtist umtalsverður fjöldi merkjanna fyrir norðan strax fyrstu árin eftir merkingu, en einnig veiddist merktur ufsi nokkrum árum síðar á hrygningarslóð við Suðurland. Norskar merkingar Norðmenn höfðu merkt ufsa við Noreg öðru hverju í alllangan tíma þar til því var hætt árið 1993. Sig- urður kannaði endurheimtur norsku merkjanna við Island í tengslum við kandidatsverkefni sitt við Háskólann í Björgvin árið 1996 og dró af þeim þá ályktun að ekki væri hægt að fullyrða að göng- ur ufsa væru tíðari frá Noregi til Islands en frá Islandi til Færeyja og Noregs. Þýskur sérfræðingur hefur bent á að samgangur ufsa milli landa geti komið fram þannig, að árgangur í einu landinu falli í styrk frá því sem reiknað hafi verið með, en sami árgangur fari fram úr björtustu vonum í hinu landinu. Þetta geti svo gengið á víxl. Sigurður segir erfitt að sanna eða afsanna slíka kenningu en nefnir, að á árinu 1991 hafi verið metufsaveiði hér við land. Þá hafi meðallengd og -þyngd 7 ára ufsa verið töluvert neðan við meðaltal sem e.t.v. geti skýrst af því að inn á íslandsmið hafi komið ufsi frá Norður-Noregi. Vandi sé þó að skilja í sundur með góðu móti hvort minni meðalþyngd hafi staf- að af stórum árgangi (og minna fæðuframboði fyrir hvern fisk) eða innblöndun af minni ufsa frá öðru landi. „En ef við tökum þann pól í hæðina að minni meðalþyngd hafi eingöngu stafað af ufsa erlendis frá giskaði ég á að 12-25 þús. tonn af 7 ára ufsa þetta ár hefðu þurft að hafa komið frá Noregi. Þessari tölu ber þó að taka með miklum fyrirvara eins og gefur að skilja og í raun vitum við ekkert hversu mik- ið af ufsa flakkar á milli landanna þriggja sem hér hafa verið nefnd,“ segir Sigurður. 3.000 ufsar merktir í ár Ufsamerkingar Hafrannsókna- stofnunar á þessu ári miðast við að merkja alls um 3.000 ufsa, að megninu til yngri fisk að líkindum við Eldey í vor, en einnig á að reyna að merkja hrygningarfisk á Selvogsbanka nú á næstu vikum. „Megintilgangurinn með merking- unum er að fá betri mynd af dreif- ingu yngri ufsans hér við land og ennfremur að kanna hvort ufsi hrygni á einum eða fleiri stöðum. Jafnframt væri gagnlegt að fá betri mynd af því í hve ríkum mæli ufs- inn gengur milli landa og í því sam- bandi er ég byrjaður að þreifa fyrir mér um áhuga meðal starfsbræðra minna í Noregi og Færeyjum á samræmdum merkingum á ufsan- um í löndunum þremur, auk þess sem ljóst er að huga þarf að rann- sóknum á nýliðun ufsans," segir Sigurður Jónsson. VÍKINGUR AK IOO VIÐ ÓSKUM ÚTGERÐUM OG ÁHÖFNUM TIL HAMINGJU M EÐ BREYTINGARNAR ULSTEIN = HEÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI 6 • GARÐABÆ • SÍMI 565 2921 • FAX: 565 2927

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.