Fiskifréttir - 20.02.1998, Síða 5
FISKIFRÉTTIR 20. febrúar 1998
Stöndum vörð um
loðnustofninn
— eftir Sigurð Einarsson
Mikilvægi
loðnustofnsins
Loðnan er ein mikilvægasta
fisktegund sem Islendingar veiða
og mikilvægi hennar hefur aukist
mjög síðustu ár. Farið er að vinna
fjölbreyttari og verðmætari af-
urðir úr loðnu, m.a. betra mjöl,
og miklu meira fer til manneldis
en áður. Þess vegna er mjög
brýnt að standa vörð um stofninn
og nýta hann á sem skynsamleg-
ast.
Þó að vel hafi tekist til fram að
þessu er sú hætta alltaf fyrir
hendi að við ofveiðum stofninn
eða náttúrlegar sveiflur verði
okkur dýrkeyptar. Auknar fjár-
festingar í loðnuskipum og
loðnuverksmiðjum mega ekki
verða til þess að menn seilist of
langt og f ari að ganga illa um loð-
nustofninn.
Því er mjög
þýðingarmik-
ið sé að menn
haldi vöku
sinni, ekki
síst þegar allt
leikurí lyndi.
Stór
hrygn-
ingarstofn
Eg tel, að
mikilvægast
við loðnu-
veiðarnar sé
að hafa sem
stærstan
hrygningar-
stofn. Með
stórum hrygningarstofni verður
hrygning öruggari, klakið heppn-
ast betur og stærri árgangar
verða til. Eg held að undanfarin
ár hafi hrygnt meira en 400.000
tonn af loðnu, en það er það
magn sem fiskifræðingar hafa
miðað við að þurfi að hrygna.
Mér finnst skynsamlegt að
hækka þá viðmiðun. Ég tel að
ástæða þess að við höfum fengið
mjög stóra árganga undanfarin ár
sé ekki síst sú hve mikið hefur
hrygnt af loðnu.
Verndum smáloðnu
Við nýtingu loðnustofnsins
þarf alltaf að gæta þess að stunda
ekki dráp á smáloðnu. Alltaf
virðast koma tímabil á sumrin
eða haustin, þegar bátarnir eru
að sigta smáloðnu; þeir kasta á
góðar lóðningar en lítið kemur út
úr þeim þar sem um smáloðnu er
að ræða. Skiptar skoðanir eru um
hvort það sem smýgur næturnar
lifi.
Hafrannsóknastofnun hefur
því miður verið alltof sein að loka
svæðum þegar þetta hefur átt sér
stað og ekki haft þau nógu lengi
lokuð. Fiskistofa hefur sáralítið
gert í þessum málum. Þarna þarf
að vera mjög virkt eftirlit og loka á
svæðum umsvifalaust ef vart verð-
ur við smáloðnu. Það má ekki taka
neina áhættu. Ekki má láta undan
þrýstingi frá loðnuskipstjórunum
um að halda opnum svæðum sem
smáloðna er á.
„Með flottrolls-
veiðum á loðnu
er verið að auka
og breyta veiði-
álagi á stofninn
og taka áhættu“
Það er því miður ekki hægt að
treysta á að loðnuskipstjórar
verndi smáloðnuna. Þeir tala bara
um að þetta sé hræðilegt og halda
áfram að kasta á smáloðnuna sem
mest þeir mega. Það er mikilvægt
að reyna að ná sem mestum verð-
mætum úr loðnunni, m.a. með því
að vernda smáloðnu, en þannig
verður hægt að veiða meira seinna.
Skipin eru með kvóta og því gerir
lítið sem ekkert til þó að lokað sé
heldur of stórum svæðum eða lok-
að fremur lengur en skemur. Allir
ættu að geta náð kvótanum enda
hafa mörg skipanna verið stækk-
uð.
Rekstur eftirlits- og
aðstoðarskips fyrir
loðnuflotann
Ég tel að það gæti komið til
greina fyrir þá sem stunda loðnu-
veiðar að reka eftirlits- og hjálpar-
skip fyrir loðnuflotann. Það skip
mundi fylgjast með loðnugöngum
og reyna að finna nýjar þannig að
allur flotinn þyrfti ekki að leita.
Þetta skip gæti jafnframt aðstoðað
flotann ef á þyrfti að halda, jafnvel
haft lækni um borð, dregið skip í
land, boðið upp á köfunarþjón-
ustu og annað slíkt fyrir flotann,
sérstaklega ef veiðar eru stund-
aðar langt frá landi. A skipinu
gæti líka verið maður frá Haf-
rannsóknastofnun, sem gæti þá
séð um að loka svæðum ef á
þyrfti að halda vegna smáloðnu.
Flottrollsveiðar á loðnu
Flottrollsveiðar á loðnu hafa
aukist mjög undanfarið. Það eru
mjög skiptar skoðanir meðal sjó-
manna um flottrollsveiðar á upp-
sjávarfiski og hvort þær valdi
skaða eða ekki.
Undirritaður hefur ekki vit á
því hvort slíkar veiðar skaði
stofninn eða ekki en nokkuð ljóst
er að átt hafa sér stað smáloðnu-
veiðar í flottroll. Svo var t.d. í
janúar á þessu
ári og var
svæðum lok-
að vegna
þess. Það þarf
að rannsaka
þessar veiðar
mjög vel og
gera það sem
fyrst, áður en
menn fara að
fjárfesta í
búnaði til að
stunda þær,
— og banna
flottrollsveið-
arnar ef ein-
hver líkindi
eru á að veið-
arnar geti
valdið tjóni á
stofninum. Með flottrollsveiðun-
um er verið að auka og breyta
veiðiálagi á stofninn og taka
áhættu.
Aukning rannsókna
Mjög mikilvægt er að leggja
aukna áherslu á rannsóknir á
loðnustofninum. Loðnan er
skammlífur fiskur og ef það eru
raunverulega að verða breyting-
ar á lífríkinu við ísland og hegð-
un ýmissa stofna er enn brýnna
en áður að rannsaka loðnuna.
Það þarf því að leggja miklu
meiri áherslu á rannsóknir á
loðnunni heldur en hefur verið
gert fram til þessa.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið
drepið á ýmis atriði sem snerta
loðnuveiðar og af nógu er að
taka. Mjög þýðingarmikið er að
það takist að standa vörð um
þennan mikilvæga stofn okkar og
reynt verði að hafa afrakstur af
honum sem mestan.
Höfundur er forstjóri fsfélags
Vestmannaeyja hf.
HEÐINN
SMIÐJA
Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta
STÓRÁSI 6 • 210 CARÐABÆR • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927
GUFUDÆLUR
afkastamiklir
vinnuþjarkar
SKEIFUNNI 3E-F •
SÍMI 581 2333 FAX 568 0215
RÆKJUVINNSLA > ÚTGERÐ
DÖGUN EHF. RÆKJUVINNSLA
Á SAUÐÁRKRÓKI,
ÓSKAR EFTIR RÆKJUBÁT
f VIÐSKIPTI FRÁ OG MEÐ APRÍL
N.K OG FRAM Á HAUST. ÝMSIR
MÖGULEIKAR HVAÐ VARÐAR
KVÓTA OG VEIÐARFÆRI.
Dögun
DÖGUN EHF. SAUÐARKROKI
SÍMI: 453 5900 FAX 453 5931
Viljir þú skila
vönduðu
verki þá
velur þú
Allt til rafsuðu
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260
f/f % 1 • *J ■é.
■r