Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.02.1998, Side 9

Fiskifréttir - 20.02.1998, Side 9
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. febrúar 1998 Meirihluti sýnenda kýs íslensku sjávarútvegssýninguna íKópavogi: FRETTIR # peDRO^O alhliða brunndælur til lands og sjávar Margar gerðir og stærðir fyrir- liggjandi. Mjög hagstætt verð. Leitið nánari upplysinga. VELASALAN EHF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. Vilji sýnenda var Ijós fyrir löngu — segir Ellen Ingvadóttir blaðafulltrúi sýningarinnar FISKIÐNAO 1 OG SJÁVARÚTVEG = HÉÐINN = ------------Slippfélagið Málningarverksmiöja Dugguvogi 4-104 Reykjavík • Sími: 588 8000 • Fax: 568 9255 „Við fögnum auðvitað mjög hinni afdráttarlausri niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar og erum afar þakklát þeim sýnendum sem haldið hafa tryggð við okkur allan tímann. í raun koma úrslitin okkur þó ekki svo mjög á óvart því staðreyndin er sú, að vilji meirihluta sýnenda var orðin ljós löngu áður en umsóknir um leigu Laugardalshallarinnar komu inn á borð borgarráðs. Það hefði því verið hægt að komast hjá þeim töfum og óþægindum, sem bæði sýnendur og sýningarhaldarar hafa orðið að þola undanfarnar vikur og mánuði, ef borgaryfirvöld hefðu tekið eðlilega á málinu strax í upphafi. En nú er þessi þáttur að baki og meginverkefnið framundan er að taka höndum saman og gera Islensku sjávarútvegssýn- inguna í Smáranum í Kópavogi glæsilegri en nokkru sinni fyrr.“ Þetta sagði Ellen Ingvadóttir blaðafulltrúi Islensku sjávarút- vegssýningarinnar. Sem kunnugt er hafa Nexus Media, sem stendur fyrir íslensku sjávarútvegssýning- unni, og Sýningar ehf., sem hugð- ist halda sjávarútvegssýninguna FishTech, barist um hylli vænta- nlegra sýnenda síðan í haust. Báðir aðilar sóttu um leigu á Laugardals- höll dagana 1.-4. september 1999. Að sögn Ellenar var forráðamönn- um íslensku sjávarútvegssýningar- innar strax gefið í skyn af borgaryf- irvöldum, að ef þeir gætu sýnt fram á að þeir nytu stuðnings meirihluta væntanlegra sýnenda fengju þeir Höllina leigða. í framhaldi af því lögðu aðstandendur Islensku sjáv- arútvegssýningarinnar fram undir- skriftalista rúmlega 100 íslenskra fyrirtækja (af um 160 sem tóku þátt í síðustu sjávarútvegssýningu) þar sem þau skoruðu á íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) að leigja Islensku sjávarútvegssýn- ingunni Laugardalshöll á umrædd- um tíma. „Þrátt fyrir þetta treysti Lokaverkefni ungs Skagamanns f fiskifræði við Háskólann í Bergen: Reynt að laða þorsk að netum með beitu — gagnasöfnun lokið og fyrstu niðurstöður væntanlegar í vor — Verkefnið er mun flóknara en búist var við í fyrstu og það er erfitt að segja til um árangurinn á þessu stigi. Verklega þættinum og gagnasöfnun er lokið og nú tekur tölfræðin við. Eg er að vonast til þess að hægt verði að greina frá einhverjum niðurstöðum í vor en sjálfu verkefninu skila ég næsta haust, segir Magnús Freyr Ólafsson í samtali við Fiskifréttir en hann hefur nú um eins og hálfs árs skeið gert tilraunir með að lokka þorsk að netum með því að koma beitu fyrir á netunum. Beiturannsóknirnar eru loka- ágætlega og á neðansjávarmynd- verkefni Magnúsar Freys í fiski- fræði við Háskólann í Bergen og hefur hann notið aðstoðar útgerð- ar Keilis AK á Akranesi við til- raunir sínar. Beitutilraunirnar hóf- ust í október 1996 en þá var farið í átta róðra frá Akranesi með beitu- netin. Aftur var farið á miðin í jan- úar í fyrra og þriðja tilraunin var gerð sl. haust en þá var alls farið í átta sjóferðir. — Ég fór síðan í fjórða og síð- asta áfangann nú í janúar og var þá með áhöfninni á Keili AK í tvær vikur, viku í senn með fimm daga millibili, segir Magnús Freyr en hann segir þriðju tilraunina hafa skilað litlum árangri en árangurinn nú í janúar hafi verið heldur betri. — Þorskurinn virðist sjá netin um, sem teknar voru í Noregi, virðist hann stundum forðast beit- una þótt hann eigi það til að kroppa í hana. í síðustu tilrauninni virtist beitan hins vegar laða að tegundir eins og ýsu og tindabikkju og það fékkst þó nokkuð af ýsu þótt við værum með net með níu tommu möskva, segir Magnús Freyr en meðal þess, sem hann mun taka tillit til við tölfræðiúr- vinnsluna, eru áhrif strauma og vinds á það hvernig lyktin af beit- unni berst frá netunum. I norskum rannsóknum hefur komið fram að útvötnunarhraði beitunnar er mjög mikill og er virkni hennar tal- inn lítil eftir að netin eru búin að liggja í sjó í tvo til þrjá tíma. VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju með skipið. Skipið er allt málað með HEMPELS skipamálningu frá Slippfélaginu Málningarverksmiðju. Frá opnun íslensku sjávarútvegssýningarinnar árið 1996. (Mynd/Fiski- fréttir: Hreinn Hreinsson). ÍTR sér ekki til þess að gera upp á milli umsækjenda, þótt annar aðil- inn hefði staðið að sjávarútvegs- sýningu í Höllinni allt frá árinu 1984 og hefði meirihluta sýnenda að baki sér, en hinn aðilinn hefði aldrei haldið sjávarútvegssýningu fyrr. í borgarráði endurtók sama sagan sig og niðurstaða þess varð sú að bjóða leigu Hallarinnar út,“ sagði Ellen. Eftirleikurinn er flestum kunn- ur. Sýningar ehf. buðu 24 milljónir en Nexus Media 14 milljónir. Til samanburðar má nefna að leigu- gjald fyrir Laugardalshöll á síðustu sjávarútvegssýningu var 3 milljónir króna. í framhaldi af þessu gerðu forráðamenn íslensku sjávarút- vegssýningarinnar samning við Kópavogsbæ um leigu á íþrótta- mannvirkjunum í Smáranum undir sýningarhald haustið 1999. Þar sem legið hefur fyrir frá upphafi að enginn grundvöllur væri fyrir tveimur sjávarútvegssýningum, var að frumkvæði nokkurra fyrir- tækja efnt til atkvæðagreiðslu meðal væntanlegra sýnenda um hvora sýninguna þeir kysu. Niður- staðan varð afdráttarlaus: 66% kusu Islensku sjávarútvegssýning- una en 34% FishTech sýninguna. I framhaldi af því drógu Sýningar ehf. sig í hlé þannig að þegar öllu er á botninn hvolft verður aðeins ein sjávarútvegssýning haldin, — þ.e. sú sýning sem meirihluti sýn- enda hafði þegar valið síðastliðið haust, að sögn Ellenar.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.