Fiskifréttir


Fiskifréttir - 12.09.2003, Blaðsíða 7

Fiskifréttir - 12.09.2003, Blaðsíða 7
6 FISKIFRÉTTIR 12. september 2003 FISKIFRETTIR 12. september 2003 7 ISFISKTOGARAR Texti: KS Stórfelld fækkun ísfisktogara: A tíu árum hafa 45 ísfisktogarar horfið úr rekstri — flestir þeirra seldir úr landi en hinir hafa fengið nýtt hlutverk hér heima eða eru verkefnalausir í upphafi fiskveiðiársins 1993/1994 voru 75 ísfisktogarar á skrá hjá Siglingastofnun. Af þessum fjölda eru aðeins 30 ísfisktogarar eftir í rekstri nú tíu árum síðar í upphafi fiskveiðiársins 2003/2004 sam- kvæmt samantekt Fiskifrétta. Hinir 45 hafa annað hvort verið seldir úr landi eða fengið nýtt hlutverk eða eru verkefnalausir. Á þessu tíu ára tímabili hafa ekki bæst neinir nýir ísfisktogarar í flot- ann sem heitið getur. I raun er það aðeins Stigandi VE sem kom til landsins í fyrra nýsmíðaður frá Kína. Hér verða einnig talin til ísfisktogara Bjöm RE og Helga RE sem komu nýsmíðuð frá Kína árið 2001. Miðað við það eru ísfisktogaramir nú 33 að tölu, eða rétt tæplega 45% af þeim fjölda sem var fyrir tíu árum. Rétt er að geta þess að mörkin á milli tog- báts og skuttogara eru svolítið á reiki. Því kann að vera eitthvert mis- ræmi í því hvort togbátar sem eru um og rétt innan við 30 metra á lengd teljist vera skuttogari eða ekki. Hér er um það fá tilfelli að ræða að þau breyta ekki heildamiðurstöðunni. Samdráttur í þorsk- veiðum bitnaði á ísfisktogurum Þetta er gríðarleg fækkun og vekur hún upp spurningar hvers vegna ísfisktogarar hafi látið meira undan síga en margir aðrir skipa- flokkar. Ymsar skýringar eru nær- tækar. Fyrir það fyrsta kom sam- dráttur í þorskveiðum hart niður á ísfisktogurunum. I öðru lagi hafði frystitogurum fjöigað mjög í lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda. Margar útgerðir mættu samdrætti með því að sameina aflaheimildir á frystitogarana og losuðu sig við ísfisktogara í stað- inn, einkum vegna þess að land- Sknr. ísfisktogarar fiskveiðiárið 1993-1994 sem eru enn í rekstri Smíða- Smíða- Nafn skips og einkst. ár staður Nánari upplýsingar 1662 Álsey VE 1984 Pólland Nú ísrækjutogarinn Náttfari RE. 1170 Andey ÍS 1971 Garðabær 2154 Árbakur EA 1980 Danmörk 1509 Ásbjörn RE 1978 Noregur 1278 Bjartur NK 1973 Japan 1476 Björgúlfur EA 1977 Akureyri 1459 Breki VE 1976 Akureyri 1481 Eldeyjar Súla KE 1971 Ítalía Nú Sóley Sigurjóns GK. 1629 Eyvindur Vopni NS 1983 Seyðisfj. Nú Farsæll SH. 1327 Framnes ÍS 1973 Noregur 1661 Gullver NS 1983 Noregur 1435 Har. Böðvarss. AK 1975 Noregur 1412 Harðbakur EA 1975 Spánn 1492 Hegranes SK 1975 Pólland 1506 Heiðrún ÍS 1978 Isafjörður Nú Ingimundur SH. 1275 Hoffell SU 1973 Japan Nú Jón Vídalín ÁR. 1346 Hólmanes SU 1974 Spánn 1473 Hrímbakur EA 1977 Pólland Nú Hringur SH. 1905 Jöfur KE 1988 Garðabær Nú Berglín GK. 1395 Kaldbakur EA 1974 Spánn 1472 Klakkur SH 1977 Pólland 1277 Ljósafell SU 1973 Japan 1281 Múlaberg ÓF 1973 Japan 1578 Ottó N. Þorl.s. RE 1981 Garðabær 1274 Páll Pálsson ÍS 1972 Japan 1397 Sólberg ÓF 1974 Frakkland 1326 Stálvík SI 1973 Garðabær 1451 Stefnir ÍS 1976 Noregur 1585 Sturl. H. Böðv.s. AK1981 Akranes 1337 Skafti SK 1972 Noregur Leigður til Blönduóss. vinnsla stóð þá höllum fæti. Sam- einingar úrgerðarfyrirtækja leiddu einnig til hagræðingar og fækkunar skipa. Utgerðir sem gerðu aðeins út eitt skip höfðu ekki þennan sveigjaleika og varð reksturinn erf- iður með minnkandi aflaheimild- um. Á sama tíma hefur orðið sú þróun að línubeitningarskipum hefur fjölgað og hafa þau að hluta til tekið að sér hlutverk ísfisktog- ara að koma með ferskan fisk til vinnslu í landi. Loks má nefna að samdráttur í karfa og verðfall á ufsa hefur gert ísfisktogurum sem gerðir eru út frá suður- og vestur- horni landsins erfitt fyrir í seinni tíð. Betri togarafiskur Lengi vel var almennt talið að rekstur frystitogara væri mun hag- kvæmari en útgerð ísfisktogara. Þá var það landlæg skoðun að togara- fiskur væri annars flokks vara. Is- fisktogarar áttu því talsvert undir högg að sækja. Segja má að þessi viðhorf séu að breytast. Meðferð aflans um borð í ísfisktogurum hefur víðast hvar gjörbreyst á sein- ni árum. Nú er togarafiskurinn yf- irleitt fyrsta flokks vara og ísfisk- togarar eru farnir að koma með fisk að landi sem unninn er ferskur í flug en það er nokkuð sem þótti óhugsandi hér fyrir nokkrum árum. Einnig hefur verið bent á mikil- vægi ísfisktogaranna fyrir land- Um borð í Páli Pálssyni ÍS. Fiskur ísaður í kör. (Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson). vinnsluna vítt og breytt um landið. Þeir sjá fiskvinnslufyrirtækjum fyrir stöðugu hráefni mestan hluta ársins. Þá hefur orðið sú sérhæfing á mörgum stöðum, einkum fyrir vestan, norðan og austan, að ísfisk- togarar eru látnir veiða mestar afla- heimildir útgerðarfyrirtækja í þorski en frystitogararnir einbeita sér að öðrum tegundum. „í dag er það þannig - ennþá - að við sköp- um mesta framlegð með því að taka þorskinn í gegnum landvinnsl- una. Nánast allur þorskur sem við veiðum er unninn í landi,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Brims ehf. í viðtali í Fiskifréttum fyrir nokkrum mán- uðum. Þá hafa nokkrir ísfisktogar- ar sérhæft sig í veiðum á úthafs- rækju og eru nú um sex til átta slík- ir eingöngu gerðir út á rækju. Flestir seldir úr landi Eins og sést á meðfylgjandi töflu hafa flestir þeirra togara sem hurfu úr rekstri verið seldir úr landi. Sum- um þeirra hafði reyndar verið breytt í frystitogara áður. Tólf fyrrum ís- fisktogarar eru hér heima. Þremur þeirra hefúr verið breytt í frystitog- ara, Engey RE sem nú er Kleifa- berg ÓF, Guðbjörgu ÍS sem nú er Gnúp- ur GK og Björgvin EA sem reyndar hef- ur nú nýlega fengið aftur hlutverk ísfisk- togara að afla hráefnis fyrir fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Verður hann jöfnum höndum gerður út sem ísfisk- og frysti- togari. Tveir fyrrum ísfisktogarar eru nóta- og togveiðiskip í dag, Drangur SH sem nú er Seley SU og Höfðavík AK sem nú er Björg Jónsdóttir ÞH. Einn er flutningaskip, Dagrún ÍS sem nú heitir Emir, og annar til, Akurey RE, var um tíma flutningaskipið Bravo en var síðan seldur á uppboði í vetur. Einn togarinn verður gerður út á línu og humartroll, Hafnarey AK sem nú heitir Þuríður Hall- dórsdóttir GK. Fjögur skip eru verkefna- laus, en þau eru Skagfirðingur SK sem nú heitir Haukur ÍS, gamla Þuríður Hall- dórsdóttir GK sem nú heitir Sturla GK, Þór HF sem nú heitir Geysir BA og var nýlega seldur á uppboði og Kolbeinsey ÞH sem síðast var gerð út á Islandsmið- um sem Guðrún Hlín BA, hún veiddi svo rækju á Flæmingjagrunni í nokkur ár undir erlendu flaggi og hét þá Heltermaa en er komin heim aftur. Vestfirðir og Austfirðir misstu flesta ísfisktogarana Rétt er að taka fram að sums staðar hafa önnur skip komið í stað ísfisktog- ara sem hurfu, frystitogarar, línubeitn- ingaskip, nóta- og togveiðiskip eða ein- hver önnur fiskiskip þótt þess sé ekki getið hér. Þá þarf einnig að hafa í huga að hér er verið að bera saman Qölda ís- fisktogara á ákveðnum tímapunktum, þ.e. haustið 2003 og haustið 1993. Ekki eru taldar upp þær breytingar sem orðið hafa hin árin á milli en sums staðar hafa ísfisktogarar verið að koma og fara inn- an þessa tímabils. Þegar horft er til einstakra landsvæða þá hafa Austfirðir misst níu ísfisktogara milli þessarar tímapunkta, þar af sex með einkennisstafina SU. Sjö þessara skipa hafa farið úr landi en tvö í aðra landshluta.Vestfirðir hafa tapað sjö ís- fisktogurunum frá árinu 1993, sex skip- um með einkennisstafina ÍS og eitt með einkennisstafina BA. Þar af hafa fimm farið úr landi en tvö í aðra landshluta. Suðurnesin misstu fimm skip, fjögur fóru úr landi og einu hefur verið lagt. Þá misstu Vestmannaeyjar fjóra ísfisktogara þar af þrjá úr landi og einn fór í annan landshluta. Vestmannaeyingar fengu svo einn togara til baka á síðasta ári, þ.e. Stíganda VE og nýlega var Björn RE keyptur til Eyja og var Smáey VE sett upp í. Af þessari upptalningu sést að það eru Vestfirðir og sunnanverðir Austfirðir sem hafa farið verst út úr þessari þróun. Markaðsaðstæður ráða — hvaða skipaflokkar henta best hverju sinni, segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. „1 grundvallaratriðum hefur hlutverk ísfisktogara lítið breyst í 30 ár. Páll Pálsson IS hefur séð landvinnslunni fvrir hráefni allt frá því skipið kom til landsins. Það sem hefur breyst er að meðferð aflans um borð hefur batnað til mikilla muna," sagði Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., í samtali við Fiskifréttir. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. gerir út fjóra ísfisktogara, þrjá ís- rækjutogara og einn bolfisktogara. „Við getum ekki treyst á minni skip til að halda uppi landvinnsl- unni þar sem þau geta ekki sótt eins langt og togarar. Bolfisktogar- amir koma með mjög stöðugt hrá- efni til vinnslu 48 vikur ársins. Ástæðan fyrir því að þetta eru ekki 52 vikur er sú að við höfum ekki nægar veiðiheimildir. Til þessa hafa smábátar meðal annars verið að fá veiðiheimildir á okkar kostn- að.“ sagði Einar Valur. Fjarlægari mið henta frystitogurum ísfisktogarar fyrir vestan veiddu tiltölulega mikinn þorsk hér á árum áður. Einar Valur benti á að fækkun ísfisktogara á Vestfjörðum mætti rekja til þess hve samdráttur í þorskveiðiheimildum hefði verið mikill. Þess vegna hefði höggið verið þyngra en annars staðar þar sem t.d. miklar heimildir hefðu verið í ufsa og karfa. „Einnig hefur hagræðing leitt til þess að kvóti skipa hefur verið sameinaður. Frystitogarinn Júlíus Geirmunds- son IS er að veiða kvóta sem hvíldi á tveimur til þremur ísfisktogurum áður.“ Einar Valur sagði að erfitt væri að segja fyrir um hvort reikna mætti með því að svipaður fjöldi ísfisktogara héldist frá því sem nú er eða einhver breyting yrði þar á. „Aðstæður ráða þessu á hverjum tíma. Markaðsverð, þróun á gengi og styrkur einstakra mynta og ræð- ur miklu um hvernig skipunum er Komið að endurnýjun ísfisktogara — segir Helgi Kristjánsson, ráðgjafi hjá Hraunhöfn-Lavaport ehf. „ísfisktogaraflotinn er orðinn mjög gamall. Elstu skipin hafa að vísu gengið í gegnum miklar breytingar. Bæði hafa mörg þeirra ver- ið lengd og skipt hefur verið um vélar í þeim. Engu að síður verður að líta á þau sem gömul skip þótt þau hafi reynst vel. Ég myndi því segja að það hljóti að vera komið að endurnýjun,“ sagði Helgi Krist- jánsson, fyrrum skipstjóri og ráðgjafi hjá Hraunhöfn-Lavaport ehf., í samtali við Fiskifréttir um þróun ísfisktogaraflotans. Fyrir þremur árum gerði Helgi lauslega könnun á aldri ísfisktog- ara. Hann tók öll skip sem voru lengri en 40 metrar og voru 41 skip í þeim flokki. I ljós kom að um 66% þeirra voru smíðuð á ár- unum 1970-1975, 22% smíðuð á árunum 1975-1980 og 12% eftir 1980. Enginn nýr ísfisktogari hefur bæst í flotann í áraraðir ef frá er talinn Stígandi VE sem kom 2002. Einnig er spurning hvort telja eigi Helgu RE og Smáey VE (áður Björn RE) sem ísfisk- togara eða togbáta. Ef þeir eru taldir með þá hafa þrír nýir ísfisktog- arar bæst við á allra síð- ustu árum. Ferskfiskvinnsla um borð Helgi gat þess að útgerðarmenn bæru því gjarnan við að ísfisktogaramir væru góðir til síns brúks. Þeir veiddu þær heimildir sem á þeim hvíldi og við- haldskostnaður væri tiltölulega lágur. Margir þeirra hefðu auk þess farið í gagngerar endurbætur. Hann ítrekaði þá skoðun sína að hann teldi vera komið að endumýjun hjá ísfisktogumm. „Línu- beitningarbátar eru mjög í tísku um þessar mundir en ég tel að við þurfum einnig á ís- fisktogurum að halda. Við þurfum blandaðan flota til þess að fullnýta fiskimiðin okkar. Isfisktogarar eiga því framtíðina fyrir sér að mín- um dómi en hins vegar má búast við að þeir þróist og Helgi. breytist. Framfarir hafa orðið í skipahönnun. Skipin eru miklu breiðari í dag en áður. Það skapar meiri mögu- leika á ýmissi vinnslu um borð. Til dæmis væri hægt að vinna fiskinn fersk- an í flug um borð þannig að hann væri tilbúinn í flug, flakaður, skorinn og ís- aður í frauðkassa, þegar skipið kemur að landi. Einnig er hægt að koma fyrir aðstöðu á vinnsluþilfari þar sem gengið er frá aflanum í kör sem síðan eru flutt í lestina." Jöfn endurnýjun hagkvæm Umræðan um endurnýjun ísfisktog- ara hefur komið upp öðru hvoru. Fyrir tveimur til þremur árum var mikill áhugi hjá nokkrum útgerðum að endur- nýja ísfisktogarana en ekkert varð úr því. „Mér finnst menn vera alltof róleg- ir í tíðinni. Ef við lítum til næstu tíu ára þá verður stór hluti ísfisk- togaraflotans nærri 40 ára. Jöfn endurnýjun hlýtur að vera eðlileg og hagkvæm. Nú stefnir allt í það að endurnýjunin komi í gusum eins og reyndar svo oft áður. Þess má einnig geta að þau skip sem hefur verið breytt í línuveiðiskip með beitningarvél um borð á undanförnum árum eru einnig mjög gömul. Uppistaðan í þeim flota eru síldarbátar sem keyptir voru hingað til lands á árunum 1965-1967. Þótt þau skip hafi verið mikið endurbætt er ljóst að mikillar endurnýjunar er þar ein- nig þörf þegar fram í sækir,“ sagði Helgi. beitt. Stjórnvaldsaðgerðir ráða einnig miklu um starfsumhverfi einstakra skipaflokka. Við tökum ákvarðanir um nýtingu skipanna nánast frá degi til dags og mánuði til mánaðar. Því er erfitt að segja til um hvers konar skip henta best í framtíðinni. Samkeppnisstaða okk- ar ræðst af mörgum þáttum og ráða kjarasamningar við sjómenn til dæmis miklu um hagkvæmni ein- stakra útgerðarflokka. Við erum að beita ísfiskskipum og frystiskipum misjafnlega eftir markaðsaðstæð- um hverju sinni. Páll Pálsson ÍS veiddi til dæmis um 800 tonn af steinbít á síðasta fisk- veiðiári á mjög skömmum tima þegar markaðsverð á steinbít var hátt. Þær teg- undir sem veiðast hins vegar á fjarlægari miðum eins og grálúða henta frystitogurum betur.“ Ekkert eftir nema stálið Einar Valur tók ekki undir það sjónarmið að ísfisktogaraflotinn væri kominn á aldur. „Eg vek at- hygli á því að þessi skip hafa verið endurbyggð mörg hver og í sumum tilvikum er nánast ekkert eftir af upphaflegu skipi annað en stálið. ísfisktogararnir eru yf- irhöfuð vel útbúnir þrátt fyrir háan aldur á papp- írunum.“ En hvers kon- ar skip myndi Einar Val- ur fá sér ef hann væri í þeirri aðstöðu að láta byggja nýjan ísfisktog- ara? „Ef við værum að velta endurnýjun fyrir Einar. okkur myndi ég kjósa að fá breiðara skip. Það getur vel verið hagkvæmt að koma upp aðstöðu um borð fyrir pökkun á kældum afúrðum úti á sjó. En ég itreka að það verður að hugsa um hvað það kostar að fjármagna nýtt skip og hvort sú fjárfesting skili aukinni framlegð inn í fyrirtækið. Þá þyrfti slíkt skip að hafa nægar og tryggar veiðiheimildir.“ Sknr. ísfisktogarar fiskveiðiárið 1993-1994 sem horfið hafa úr rekstri eða breytt um hlutverk Nafn skips Einkst. Smíðaár Smíðastaður Nánari upplýsingar 1268 Akurey RE 1972 Pólland Lá lengi verkeínalaust. Var um tíma flutningaskipið Bravo. Seld á uppboði í ár. 1449 Baldur EA 1975 Noregur Seldur til Nýja-Sjálands 1536 Barði NK 1979 Noregur Breytt í frystitogara 1995. Seldur til Namibíu 2002. 1478 Bergey VE 1974 Frakkland Seld til Úrúgvæ 2003. 2013 Bessi ÍS 1989 Noregur Seldur til Færeyja 2000. 1651 Bjamarey VE 1984 Pólland Seld til Perú og hét þá Sæfari GK. 1937 Björgvin EA 1988 Noregur Breytt í frystitogara 1998. Er nú rekinn jöfnum höndum sem ísfisk- og frystitogari. 1410 Dagrún ÍS 1974 Frakkland Hét síðast Emir BA en var breytt í flutningaskip. 1433 Dala Rafn VE 1975 Noregur Seldur til Færeyja 2003. 1348 Drangey SK 1974 Spánn Hét síðast Helga 11 RE sem seld var til S-Afríku 2000. 1556 Drangur SH 1980 Akranes Heitir nú Seley SU, nóta-og togveiðiskip. 1360 Engey RE 1974 Pólland Nú Kleifaberg ÓF, breytt í frystitogara 1995. 1630 Frosti ÞH 1990 Pólland Seldur til Kanada. 1363 Gnúpur GK 1974 Noregur Seldur til Noregs. 1302 Guðbjartur ÍS 1977 Noregur Seldur til Noregs. 1579 Guðbjörg ÍS 1981 Noregur Breytt í frystitogara 1995. Heitir nú Gnúpur GK. 1645 Hafnarey su 1983 Akranes Var upphaflega fjölveiðiskip. Síðast ísfisktogarinn Þuríður Halldórsdóttir GK. Verður breytt í linuveiðiskip. 2107 Haukur GK 1984 Noregur Seldur til Færeyja 2000. 1989 Hálfdán í Búð ÍS 1989 Svíþjóð Seldur til Nýja-Sjálands. 1508 Höfðavík AK 1978 Akureyri Nú uppsjávarskipið Björg Jónsdóttir ÞH. 1567 Hólmatindur SU 1974 Pólland Seldur til Namibíu 2001. 1553 Jón Baldvinsson RE 1980 Portúgal Seldur til Chile 1997. 1347 Jón Vídalín ÁR 1974 Spánn Seldur til Panama 2002. 1462 Júlíus Havsteen ÞH 1976 Akranes Seldur til Noregs 1998. Hét þá Þórann Havsteen ÞH. 1497 Kambaröst SU 1977 Noregur Seldur til Namibíu 2002. 1638 Klara Sveinsdóttir SU 1978 Noregur Seld til Nýja-Sjálands. 1576 Kolbeinsey ÞH 1981 Akureyri Breytt í frystitogara 1995. Hét Guðrún Hlín BA, var flaggað út og hét þá Helterma. 1552 Már SH 1980 Portúgal Seldurtil Portúgal 1998. 1757 Oddeyrin EA 1986 Akureyri Seldur til Færeyja 2002. Hét þá Hamrasvanur SH. 1471 Ólafur Jónsson GK 1976 Pólland Seldurtil Rússlands 1998. 1474 Ottó Wathne NS 1977 Noregur Seldur til Noregs. 1507 Rán HF 1973 Frakkland Seld til Namibíu. 1280 Rauðinúpur ÞH 1973 Japan Seldur til Rússlands. 1408 Runólfúr SH 1974 Garðabær Seldurtil Rússlands 1998. 1648 Sæfari AK 1984 Pólland Seldur til Perú. 1325 Stokksnes SF 1974 Spánn Selt til Namibíu 1998. Hét þá Jón V ÁR. 1603 Sunnutindur SU 1978 Noregur Breytt í frystitogara 1997. Seldur til Namibíu 2003, hét þá Baldur Árna RE. 1352 Svalbakur EA 1969 Noregur Breytt í frystitogara 1996. Seldur til Rússlands 2001, hét þá Svalbarði SI. 1342 Sveinn Jónsson KE 1973 Noregur Seldur til Rússlands 2000. 1534 Tálknfirðingur BA 1979 Noregur Seldur til Noregs. Hét þá Sindri VE. 1608 Þór HF 1974 England Hét síðast Geysir BA, ekki í rekstri. 1612 Þuríður Halldórsd. GK 1974 England Nú Sturla GK. Var nýlega lagt. 1365 Viðey RE 1974 Pólland Nú Sjóli HF. Aðstoðarskip við Mártitaníu. 1349 Sigluvík SI 1974 Spánn Seldur til Panama 2003. 1265 Skagfirðingur SK 1972 Pólland Heitir nú Haukur ÍS. Verkefnalaus.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.