Fiskifréttir


Fiskifréttir - 12.09.2003, Síða 8

Fiskifréttir - 12.09.2003, Síða 8
8 FISKIFRETTIR 12. september 2003 NYJUNGAR Texti: KS í sumar hefur Reykofninn hf. í Kópavogi unnið að nýstárlegu verkefni við að þróa afurð úr sæ- bjúgum fyrir Asíumarkað. Enn er of snemmt að segja til um hvað úr þessu verkefni verður en þróunarvinna við framleiðsluna er langt komin. Nú er unnið nán- ar að markaðsmálum og leitað eftir fjárfestum til að koma á fót verksmiðju fyrir framleiðsluna. „Þetta lítur þokkalega út. Það verður þó að taka skýrt fram að hér er um þróunarverkefni að ræða og það getur brugðið til beg- gja vona. Ennþá eru mörg óvissu- atriði sem skýrast ekki fyrr en á næstu vikum og mánuðum. Fyrr er ekki hægt að segja til um hvort af þessu getur orðið en við erum þó vongóðir,“ sagði Kári Pétur Ólafs- son matvælafræðingur í samtali við Fiskifréttir en hann hefur stýrt þessu verkefni hjá Reykofninum ásamt föður sínum, Ólafi H. Ge- orgssyni. Sá grein um sæbjúgu Kári Pétur sagði að hugmyndin að þessari vinnslu hefði kviknað fyrir tjórum til fimm árum. Hann starfaði þá hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. „Ég sá grein í er- lendu tímariti um sæ- bjúgu og fannst ólíklegt að hægt væri að hafa þessi dýr til matar. Bróðir minn bjó þá í Japan og ég fékk hann til þess að kanna málið fyrir mig. Þar fékk ég staðfestingu á að sæbjúgu væru herra- mannsmatur. Síðan þá hefur þetta verið í undir- meðvitundinni og ég fékk nokkur kíló af og til til vinnslu. Við komumst svo í samband við samstarfs- aðila í Asíu sem annast markaðssetningu á sjávarafurðum. Sá aðili hefur leiðbeint okkur við framleiðsluna og hann hefur á margan hátt drifið okkur áfram. Þegar við töldum okkur vera komna með réttu vöruna var næsta skref að meta afköst við vinnsluna og reikna út hagkvæmni. Þá þurfti að taka inn mun meira magn til vinnslu og var það gert í júlí og ágúst í sumar.“ Kári Pétur Ólafsson, matvælafræðingur hjá Reykofninum í Kópavogi. Reykofninn hf. í Kópavogi: Hefur þróað afurðir úr íslenskum sæbjúgum Húðin nýtt til matar Brimbútur flokkast undir skráp- dýr líkt og krossfiskar og ígulker. Hann er svipaður að lögun og flot- holt. Húðin er mjúk og leðurkennd en dýrið er mjög vatnskennt að inn- an. Húðin eða skrápurinn er því að- allega nýtt til matar. Þetta er vinsæll matur í Austurlöndum og aldalöng hefð er fyrir neyslu þeirra þar. Kári sagði að enn sem komið er vildu þeir ekki gefa upp nákvæmleg hvemig sæbjúgun eru unnin. I stut- tu máli þá em sæbjúgun skorin með sérstökum hætti, ákveðin innyfli hreinsuð út áður en tiltölulega flók- in eftirvinnsla tekur við. Svo mikið vatn er í dýrinu að aðeins 4-6% verða eftir af uppmnalegri þyngd þegar afurðin er fullunnin. Mikil vinna við þróun Fram kom hjá Kára Pétri að það hefði verið mikil vinna að ná tökum á framleiðslunni þannig að hún full- nægði kröfum markaðarins. „Sem matvælaffæðingur taldi ég mig hafa þokkalega reynslu í þróun matvæla en þarna var lítið sem ekkert við að styðjast. Húðin eða skrápurinn er til dæmis ekkert í líkingu við fiskhold. Við þurftum að finna nýjar aðferðir við nánast alla framleiðsluþætti og þróunarvinnan tók því langan tíma. Samstarfsað- ilinn erlendis fékk sýnis- r hom frá okkur jafnóðum og við fengum viðbrögð og leiðbeiningar frá hon- um. Sérstaklega er mikil- vægt að sæbjúgun séu rétt skorin því Austurlandabú- ar eru mjög viðkvæmir fyrir öllum smáatriðum.“ unnið að því að koma á fót verksmiðju til framleiðslu á sæbjúgum fyrír Asíumarkað Veiddu 13 tonn Hér við land finnst sérstök teg- und sæbjúgna sem nefnist brimbút- ur. Brimbúturinn er víða á grunn- sævi á leirkenndum botni. Hann er yfirleitt um 10-30 sentímetrar að iengd en getur náð um 50 sentí- metrum. Þyngdin er frá 200 grömmum og allt upp í hálft annað kíló. Samhliða tilraunavinnslu á sæbjúgum hjá Reykofninum hefur Sæbjúgu á leið í reykingu. verið unnið að því að þróa veiðar á þeim. Kári Pétur sagði að það hefði verið gert í samvinnu við Gunnar Jensen hjá Þórishólma ehf. í Stykk- ishólmi sem gerir út smábátinn Halkion SH. Á þessu ári hefur Halkion veitt um 13 tonn af sæ- bjúgum í Breiðafirði. Sérstakt leyfi fékkst til þessara tilraunaveiða hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Talsvert er af sæbjúgum á þessu svæði og víðar við landið. „Fyrst í stað var byrjað á því að veiða sæbjúgun í skelfiskplóg og þá fékkst mikið af hörpudiski sem meðafli. Síðan hef- ur útgerðin unnið að miklum breyt- ingum og endurbótum á plógnum. Kjörhæfni hans er mikil og nú fæst nánast ekki neitt í hann nema sæ- bjúgu. Meðaflinn er sáralítill og samanstendur nær eingöngu af íg- ulkerjum." Sæbjúgu sem á eftir að snyrta til fyrir frekari vinnslu. Spurning um flokkun Markaðir fyrir sæ- bjúgu eru aðallega í Japan og Kína. Sæbjúgu eru borðuð við hátíðleg tækifæri s.s. við áramót og önnur tímamót, t.d. í brúðkaupi. Þá er þeirra einnig neytt til að vinna bug á langvarandi veikindum auk þess sem sængurkonum eru gefin sæ- bjúgu til að ná sér eftir barnsburð því þau þykja afar holl fæða. Kári Pétur gat þess að nokkrar tegundir sæbjúgna væru á markaðinum bæði dýrar og ódýrar. „Sæbjúgu af þeirri tegund sem við erum að framleiða eru ný á markaðinum. Við erum að vinna að því að koma þeim í flokk með dýrari tegundun- um. Sá aðili sem við erum í sam- starfi við telur að góðar líkur séu á að það takist en spurning er hvort markaðurinn sé honum sammála. Um þetta atriði er enn óvissa. Mjög mikilvægt er að vanda til fram- leiðslu og markaðssetningar. Ef ís- lensk sæbjúgu lenda einu sinni í ódýrum flokki verða þau þar til frambúðar því ekki er aftur snúið. Við þurfum því að gæta þess vel að fá íslensku sæbjúgnategundina og eiginleika hennar viðurkennda sem eftirsóknarverða hágæðafram- leiðslu. I sjálfu sér stendur allt og fellur með því. Þetta er því alls ekki komið í höfn hjá okkur þótt okkur miði vel áfram,“ sagði Kári Pétur.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.