Fiskifréttir


Fiskifréttir - 05.03.2004, Qupperneq 6

Fiskifréttir - 05.03.2004, Qupperneq 6
6 FISKIFRETTIR 5. mars 2004 FISKIFRETTIR 5. mars 2004 7 NETAVEIÐAR Netaveiðar hafa gengið afspyrnu illa í vetur á hinu hefbundna ver- tíðarsvæði frá Hornaflrði vestur um til Breiðarfjarðar, en á sama tíma hefur víðast hvar verið mokveiði á línu af ágætisfiski. Skýringar liggja ekki á lausu og trúlega spila ýmislegt þar inn í. Kristinn Benediktsson Ijósmyndari og tíðindamaður Fiskifrétta brá sér á fimmtudag í síðustu viku í netaróður með Kristbjörgu II HF. Báturinn er gerður út frá Keflavík en leggur upp í Sandgerði. Skipstjóri er Grétar Mar Jónsson. Texti og myndir: Kristinn Benediktsson ERLENT í Sandgerðishöfn er hljóðlátt og kyrrt klukkan íjögur að morgni, þegar skipverjar á Kristbjörgu II HF losa bátinn frá Skálaberginu og Stokkseynni, sem eru sitt hvoru megin við hann við Norðurgarðinn. Skipstjórinn smeygir bátnum útúr og leggur stuttu seinna að Suður- garðinum þar sem útgerðarmaður- inn bíður með 3 kör full af netum sem hífð eru um borð áður en lagt er af stað í róðurinn. Stefnan tekin á Sprungublettinn Skipveijarnir ganga í að steina niður nýja trossu á meðan báturinn stefnir út sundið með grænu merk- in saman að aftan og innsiglingar- baujumar tvær á stjórnborða, þar til græna ljósið í vitanum við gömlu Miðneshúsin verður hvítt, þá breyt- ir Grétar Mar stefnunni í norðvest- ur á milli boðanna Bólu og Þor- valdar, en þeir gera innsiglinguna hvað hættulegasta fyrir ókunna þegar veður em válynd. Stefnan er nú sett í vestur þegar við losnum úr innsiglingarmekjun- um. Sprangubletturinn er áfanga- staðurinn. Þar gefst oft góð veiði. Hóll sem dregur nafn sitt af sprungu þar sem trollbátar áttu til að missa hlerana þegar þeir skorð- ust í sprungunni og festust. I Sprungunni má jafnvel sjá niður til þess Svarta, en eitt er víst, þarna getur orðið góð veiði. A Hólinn eru 17 mílur eða tveir tímar svo menn hafa rétt tíma til að slafra í sig morgunmat áður en trossan er lögð. „Bauja, stákar!“ Hinar trossurnar átta eru síðan allar á Stórahrygg vestnorður af Sandgerði. Hryggurinn er 24 mílur frá Sandgerði, 2 mílur á breidd og um 4 mílur á lengd. Stutt er þar á milli og fljótlega kallar skipstjór- inn, „Bauja, strákar!" Þeir tínast út á dekk hver af öðrum geispandi og hálf úrillir enda verið lítill svefn hálfa nóttina. Strákarnir, Svavar Guðnason há- seti, Olafur Gunnarsson stýrimað- ur, Jón Rúnar Pétursson háseti, Sig- fús Jónsson háseti, Páll Pálsson há- seti og Bergþór Hávarðsson, af- leysingavélstjóri og kokkur eru fljótir að spóla inn fyrstu trossunni. Hver trossa er 15 net en aflinn er lítill í þá fyrstu, kannski 100 kíló, og því tekur ekki langan tíma að af- greiða hana. Hún er ekki lögð aftur, heldur haldið að þeirri næstu í morgunskímunni, sem smáeykst á austurhimninum. Líflegar lóðningar Nú bregður svo við að á dýptar- mælinum sjást líflegar lóðningar og telur skipstórinn þetta góðs viti fyr- ir morgundaginn. Trossa númer tvö gefur um 500 kíló af ágætis lifandi þorski og þó nokkuð af ufsa og því er hún lögð á sama stað auk fyrstu trossunnar. Morguninn líður við hefðbundin störf sjómannsins. Netin dregin, fiskur greiddur úr, draslinu hent og trossan lögð niður og síðan látin fara. Hver trossan af annarri. Aflinn heldur skárri en daginn áður og 15 ónýt net tínd úr í stað þeirra sem Karlinn Jónsson. brúnni: Grétar Mar Netin dregin. (Myndir: Kristinn Benediktsson). Jón Rúnar Pétursson háseti með löngu á netaborðinu. Tregt í netin: Stóra fiskinn vantar alveg í aflann — i netaróðri frá Sandgerði með Kristbjörgu II HF lögð voru fyrst um morguninn. í öllum trossunum eru samt orðin lé- leg net enda slitna þau hratt í bræl- um eins og síðustu vikumar. Dautt á Eldeyjarsvæðinu Aflinn er eigi að síður orðinn um 60 tonn frá febrúarbyrjun auk prufutúra í janúar þegar verið var að gera bátinn kláran. „Frá því í þyq'un febrúarmánaðar erum við búnir að berja hér um allt í leit af fiski. Ég verð að segja að á- stand sjávar er mjög sérkennilegt. Árgangar sem eiga nú að vera uppi- staðan í veiðinni á stóra fiskinum eru heldur bágbornir. Ég sé mikinn mun á hve stóri fiskurinn hefur rýmað í aflanum. Trúlega er þetta eðlilegt í ljósi þess að fýrir nokkrum árum var smáfiski hent í stórum stíl hjá flotanum, nefnilega þeim fiski sem nú ætti að vera orðinn 8 kíló eða stærri í dag. Eldeyjarsvæðið og kringum Eldeyjarboða og skerin era til dæmis alveg dauð núna. Þar hef Ólafur Gunnarsson stýrimaður (til hægri) greiðir fisk úr neti. ég lagt í þrígang undanfama daga en ekki fengið kvikindi. Á þessu svæði er ég búinn að veiða mikinn fisk í gegnum tíðina, þama hefur alltaf verið fiskur, þótt önnur svæði væru dauð,“ segir Grétar Mar. Skötuselurinn breiðir úr sér „Annað atriði sem vert er að í- huga er það að undanfarin misseri hefur veiði skötusels í net aukist mjög þannig að bátar hafa gert út sérstaklega á skötuselsnet. Margir segja að hlýindin í sjónum geri það að verkum að skötuselurinn gangi nær landinu en venjulega og er það segin saga að hann hrekur annan fisk af svæðinu sakir ránfiskeðlis síns. Þetta gæti verið ein skýringin á því hversu þorskurinn er tregur,“ segir Grétar. Klukkan tvö er lokið að draga síðustu trossuna þennan daginn. Aflinn er tvö tonn þorskur og eitt tonn ufsi auk nokkurra kassa af ýsu, löngu og öðrum tegundum, — helmingi meiri afli en daginn áður en langt frá að vera viðunandi. Stefnan er sett í land. Alþingi sérkennilegur vinnustaður Grétar Mar reri frá Höfn í Hornafirði í tvo mánuði í haust og fiskaði þá um 200 tonn af blönduð- um afla sem verður að teljast nokk- uð þokkalegt á haustmánuðum. Síðan var hann kallaður inn á Al- þingi sem varaþingmaður fyrir Frjálslyndaflokkinn í Suðurkjör- dæmi. „Alþingi er sérkennilegur vinnu- staður svo ekki sé meira sagt. Minnistæðast er klúðrið í kringum eftirlaunafrumvarp þingmanna. Ég fór strax í ræðustól á eftir Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, og lýsti andstöðu minni og fékk bágt í bak- ið einkum frá sumum þingmönn- um, sem síðan snerust á móti hver um annan þveran, sér til lítils sóma að mínu áliti enda varð ég mjög undrandi á málflutningi þeirra,“ segir Grétar. Döpur örlög Sand- gerðisbæjar Grétar Mar hefur búið í Sand- gerði frá 15 ára aldri. Hann segist hafa áhyggjur af framtíð bæjarfé- lagsins eftir að nánast allur kvóti þess sé horfinn af staðnum. „Ef landsfeðurnir sjá að sér og fara að stjórna af skynsemi er ein- hver von. Hér búum við með eina alþjóðaflugvöll landsins í túnfætin- um. Fiskvinnslufyrirtæki hér og í nágrannarbyggðarlögunum eru þær fiskvinnslur á landinu sem skila mestum verðmætum inn í þjóðar- búið á hvert kíló fyrir útfluttan ferskan fisk. Því miður er það þannig að þeir sem eiga kvótarm stýra honum með öðram hætti svo þessi fyrirtæki eru mjög fátæk af hráefni. Hér birtist best óréttlætið í sjávarútvegnum þegar hægt er að flytja út ferskan fisk í flugi, sem er dýrasti flutningsmátinn, og þénað vel á því, á sama tíma og frystiskip- in allt í kringum landið era farin að landa ferskum fiski sem síðan er fluttur flakaður í gámum til út- landa. Sennilega verða ekki smíð- aðir fleiri frystitogarar fyrir íslend- inga í bráð,“ sagði Grétar Mar Jónsson. Metveiði hjá norskum kolmunnaveiðiskipum Norsk skip fengu alls 63.700 tonna kolmunnaafla í síðustu viku og er þetta mesta veiði sem þau hafa fengið á einni viku fram að þessu, að því er fram kemur á Skip.is. Heildarafli norsku skip- anna var fyrr í vikunni kominn í 187.500 tonn en hann var 173.500 tonn á sama tíma í fyrra. Að sögn Norges Sildesalgslag eru kolmunnaveiðamar nú stund- aðar á hafsvæði vestan Irlands og Skotlands í nágrenni 55°30'N og 17-18°V Vegna þess hve aflinn hefur verið góður hefur verið löndunarbið hjá norskum fiski- mjölsverksmiðjum. Veiðar á kol- munna í Norðursjó hafa hins veg- ar ekki gengið jafnvel og aflinn í síðustu viku var aðeins 1200 tonn. Islenski kolmunnakvótinn hef- ur enn ekki verið gefinn út en rætt hefur verið um að hann verði um hálf milljón tonna í ár. Kvóti okk- ar var 547 þúsund tonn í fyrra. ATLANTSSKIP Atlantsskip ehf Útflutningsdeild Sími 591 3025 / gsm 825-3025 export@atlantsskip.is www.atlantsskip.is i ATLANTSOLIA Atlantsolía ehf Olía til sjávarútvegs Sími 591 3120 / gsm 825-3120 finnur@atlantsolia.is www.atlantsolia.is Þingeyri « 456 3295 & 862 1877 « 456 6125 8 854 8823 tt 456 7766 & 894 8823 « 456 8321 Fax: 456 4523 Fax: 456 6124 Fax: 456 7821 Fax: 456 8445 Isafjirður Suðureyri Flateyri 1466 7766 4 894 Fax: 456 782 léi'ltó- . OTmRTÆtLÍ/ tAf Ó WJí/’ ‘ /sisáááiiiSisá «456 5314

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.