Fiskifréttir - 05.03.2004, Side 9
FISKIFRÉTTIR 5. mars 2004
FRÉTTIR
Mynd: Jón Páll Ásgeirsson
Seigla afhendir nýja Ósk KE 5:
25 tonna plast-
bátur með
fellikili
— knúinn tveimur 450 ha vélum
Ný Osk KE 5 var afhent fyrir skömmu. Báturinn var smíðaður
hjá bátasmiðjunni Seiglu ehf. fyrir Utgerðarfélagið Osk ehf. í
Keflavík. Hann er 25 brúttótonn eða 18,7 brúttórúmlestir að stærð
og kemur hann í stað 80 brúttótonna báts með sama nafni. Nýja
Oskin er fullplanandi og með fellikjöl og er þetta stærsti plastbát-
urinn til fiskveiða sem sjósettur hefur verið hérlendis. Hann verð-
ur gerður út til netaveiða.
„Ég viðurkenni að ég var í upp-
hafi hálfkvíðinn að fara af stærri
báti yfir á svona miklu minni bát
en þær áhyggjur reyndust með öllu
ástæðulausar," sagði Einar Þ.
Magnússon skipstjóri og útgerðar-
maður Oskar KE í samtali við
Fiskifréttir. „Ég er alveg heillaður
af því hve nýi báturinn kemur vel
út. Ég lenti til dæmis í suðvestan-
brælu í gær og báturinn var eins og
önd á sjónum, flaut mjúklega upp
og niður. Aður var maður stífúr í
fótunum eftir að hafa
staðið veltuna við slíkar
aðstæður en núna finn
ég ekki lengur fyrir því.
Á bátnum er fellikjölur
sem er 10 metra langur
og nær 40 sentimetra
niður úr bátnum. Um
leið og ég er kominn á
miðinn skelli ég
fellikilinum niður, sem
gerir það að verkum að
báturinn veltur ekkert
eftir það og var hann þó góður fyr-
ir. Einnig má nefna að á bátnum er
hliðarskrúfa sem tengd er við
sjálfstýringuna. Þessi búnaður sér
algjörlega um að halda réttri stefnu
þegar maður er að draga. Það
sannaðist vel í rokinu í gær,“ sagði
Einar. Þess má geta að Einar hafði
í huga að flytja sig yfir í króka-
kerfið eftir að hann seldi eldri
Óskina, en honum hefur síðan snú-
ist hugur og ætlar hann að einbeita
sér að netaveiðum.
Tvær 450 ha vélar
í bátnum eru tvær vélar af
gerðinni Cummins og er hvor um
sig 450 hestöfl. Ganghraði er 30
sjómílur en eigin þyngd bátsins er
18 tonn. Um borð er 5 tonn metra
Palfinger krani sem notaður er
fyrir netaniðurleggjara og netaspil
og við löndun. Sjótankar sem taka
4 tonn af sjó eru tengdir við tölvu
og hægt er að stilla það magn sem
rennur í tankana og úr þeim. Um
borð eru tvö blóðgunarkör með
lyftanlegum botni og stórt
þvottakar.
í bátnum er vatnskerfi með
heitu og köldu vatni. Lúkarinn er
rúmgóður með svefnplássi fyrir
ljóra. I honum eru öll þægindi til
matargerðar, hvíldar og afþrey-
ingar.
Skipatæki
Siglinga-, fiskileitar-,
og fjarskiptatæki eru
frá Brimrúnu ehf.
Meðal tækjanna eru
Furuno ratsjá, dýptar-
mælir, GPS-áttaviti,
sjálfstýring með bóg-
skrúfustýringu,
TELchart V3 fiski-
veiði- og siglingatölva
með tví- og þrívídd og c-map sjó-
kortum. Við ratsjána, dýptarmæl-
inn og siglingatölvuna eru tengd-
ir þrír 19“ flatskjáir, einn snýr að
dekki og er stjórnað með fjarstýr-
ingu þaðan. Dýptarmælirinn
tengist tveimur botnstykkjum, 28
og 200 kHz, auk hraða- og hita-
nema. í skipinu er bógskrúfustýr-
ing frá Brimrúnu sem einnig stýr-
ir fellikili. Á veiðum vinnur stýr-
ingin þannig að stýrisviðnám ræs-
ir bógskrúfuna við ákveðið
stefnufrávik. Þegar siglt er hrað-
ar en á fjögurra sjómílna ferð
slekkur stýringin á hliðarskrúf-
unni, hífir upp fellikjölinn og
skiptir yfir á eina stýrisdælu í stað
tveggja. Við stýringuna eru tengd
2 rafmagnsneyðarhandstýri, inni
og úti.
Einar Þ. Magnús-
son skipstjóri
Helmingur Kínaskipanna
hefur skipt um eigendur
Sigurbjörg ST, eitt Kínaskipanna. (Mynd: Gunnar Jóhannsson).
Sigurbjörg til Englands
Gengið hefur verið frá sölu á Sigurbjörgu ST 55 til Englands. Skip-
ið verður í framtíðinni notað til ýmiss konar hafrannsókna og sjó-
mæiinga á vegum Plymouth Marine Laboratory. Sigurbjörg ST er
112 brúttótonna stálskip smíðað í Kína árið 2001. Milligöngu um söl-
una hafði skipasalan Álasund ehf. í Keflavík.
Um helmingur þeirra fiski-
skipa sem smíðuð voru fyrir Is-
lendinga í Kína og afhent á árun-
um 2000-2002 hafa skipt um eig-
endur. Alls voru 16 skip smíðuð
fyrir íslenskar útgerðir á þessum
tíma, þar af níu svokölluð
fjölveiðiskip. Af þeim skipum
sem seld hafa verið fóru fjögur
til útlanda. Þetta eru miklar
breytingar á eignarhaldi nýrra
skipa á ekki lengri tíma. Yfirleitt
hafa þessi skip hlotið góða dóma
en breyttar forsendur hafa ráðið
því að þau voru seld að því er
næst verður komist.
Um mitt sumar 2001 komu
ljölveiðiskipin níu til landsins öll á
einu bretti með flutningaskipi.
Þessi skip eru 116 brúttótonn að
stærð. Aðeins þrjú þeirra eru enn í
eigu sömu útgerða og þau voru
smíðuð fyrir. Það eru Rúna RE,
Ársæll Sigurðsson HF og Vestri
BA. Skipin sem seld hafa verið til
útlanda eru: Ólafur KE sem fór til
Grænlands, Eyvindur KE sem
seldur var til Noregs og nú síðast
var Sigurbjörg ST seld til Eng-
lands. Skipin sem seld voru hér
heima eru: Sæljón RE sem heitir
nú Benni Sæm GK og Nesfiskur
gerir út, Garðar BA sem heitir nú
Sólborg RE og Utgerðarfélagið
Tjaldur gerir út og loks Ymir BA
sem ber nafnið Siggi Bjarna GK og
Nesfiskur gerir út.
Af stærri fiskiskipunum sem
smíðuð voru í Kína á þessu tíma-
bili eru Helga RE, Stígandi VE,
Fossá ÞH og Happasæll KE enn í
eigu sömu útgerða og þau voru
smíðuð fyrir. Tvö stærri skipanna
hafa verið seld: Guðni Ólafsson
VE sem fór til Nýja-Sjálands og
Björn RE sem seldur var til Vest-
mannaeyja og heitir nú Smáey VE
sem Bergur-Huginn gerir út. Loks
má geta þess að eitt þessara skipa,
vinnsluskipið Guðrún Gísladóttir
KE, sökk við strendur Noregs árið
2002 þannig að af þessum 16 skip-
um eru sjö í eigu upphaflegra aðila.
Gunnar Jóhannsson, skipstjóri
og útgerðarmaður Sigurbjargar ST
segir í samtali við Skip.is að þröng
kvótastaða bátsins hafi valdið því
að ákveðið var að selja hann.
- Það er fjölskyldufyrirtæki,
sem gert hefur bátinn út frá því að
hann kom nýr til landsins, og þeg-
ar við keyptum hann þá urðum við
að láta frá okkur hluta kvótans til
þess að geta staðið í skilum. Það
var ekki hægt að ná endum saman í
útgerðinni miðað við það að vera
trúr lögum og reglum og það kom
auðvitað aldrei annað til greina,
segir Gunnar. Báturinn var á
hrefnuveiðum í fyrrasumar og
Gunnar segist ætla að fá sér minni
bát, 30 til 60 tonna, og stunda
hrefnuveiðarnar á honum.
Þess má geta að það var skipa-
salan Álasund ehf. í Reykjanesbæ
sem hafði milligöngu um sölu
skipsins til Englands.
NYIR TIMAR
í skoðunum báta og skipa
undir 400 brúttótonnum
SKIPASKOÐUN ehf. býður
allar almennar skoðanir
og fyrsta flokks þjónustu.
Sérhæfðir skoðunarmenn með
mikla þekkingu og reynslu.
SSkipaskoðun ehf - Skútahraun 2
220 Hafnarfjörður - GSM: 895 3100
Sími: 550 3100 - Fax: 550 3101
skip@skipaskodun.is - www.skipaskodun.is
Skipaskoðun
Rækjubátar óskast í viðskipti
Dögun ehf á Sauðárkróki óskar eftir rækjubátum í viðskipti
frá og með apríl byrjun. Nánari upplýsingar gefur
Ágúst Guðmundsson í síma 453 5355 og 894 4650
Dögun ehf.
Rækjuvinnsla á Sauðárkróki
Dögun