Dagrenning - 01.02.1939, Síða 14

Dagrenning - 01.02.1939, Síða 14
Smásaga Svo nöldrar hann við sjálfann sig og snýr sér frá Jódísi. “Þú ert annars ljóta konan, Jódís, —ljóta ólukkans önugheita skjóðan og illyrmið.” Manga hefir sest á skem- ilinn inni við borðið og horfir út í gluggann hálf glettin: “Jæja, húsbóndi góður, sittu hjá henni Jódísi þinni— undir glugganum!” Ámundi verður ekki um sel; hann hvimar um öxl sér út í gluggann.—“Undir glugg- anum?” Manga horfir stöðugt út í gluggann. Smámsaman er sem hverfi glettnissvipurinn og augnaráðið verður star- andi. Hún hefir upp fyrir munni sér hugsunarlaust og seinlega hvað eftir annað orð- in: “Hjá — Jódísi—undir — glugganum.” Ámundi sprettur upp. “Þú getur setið þar sjálf, tæfan þín!—Það er hastarlegt, að geta ekki fengið að sitja í friðihjákonunni sinni.” Hann hringsólar um gólfið með báð- ar hendur í buxnavösunum, hann stanzar svo inn við borð- ið hjá Möngu og hallar sér upp að því í einhverju ráða- leysi. Manga horfiropnum aug- um beint fram undan sér. Eftir nokkra þögn segir hún: “Nú sér hann víst ljósið í glugganum, því að hann er nú að beigja niður klifið. — Gættu þín, maður!—kleifin er brött og hál....” Hjónin lýta hvort á ann- að. Ámundi hræddur en Jódís áhyggjufull. Manga situr í sömu stellingum og áður. “Þú stendur undir vind- auganu. — Heyrðir þú nokk- uð?” spurði hún Ámund. Ámundi sentist frá borð- inu fram á gólfið: — “Ég? —

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.