Dagrenning - 01.02.1939, Side 16
234
Ámundi þrífur í Jódísí í
ofboði af óstjórnlegri hræðslu.
“Guð almáttugur hjálpi mér,
og þér líka, Jódís!”
Nú er auðheyrt að ein-
hver er að skreiðast upp að
glugganum. “Bráðum guðar
vegfarandinn ....... Nætur-
gesturinn ...” sagði Manga.
f einhverju hræðslu fáti
og hálfærður, slær Ámundi
Möngu svo að hún hratar í
sætinu: “Þegiðu einhverntíma
ormurinn þinn!—Þú gerir
konuna mína vitlausa úr
hræðslu. — Það er ekki fyrir
kvennfólk að þola þetta.”
Það var eins og Manga
vaknaði af löngum svefni. Hún
lýtur bljúgum augum til Jódís
ar, en síðar niður í gólfið, er
hún fær ekkert svar. Hún
stríkur vangann sem Ámundi
sló hana á, og fann hún sýni-
lega mjög til þess, að hún er
lítilmótleg og rétt lítið ein-
stæðings barn.
Nú heyrist rödd á glugg-
anum segja: “Hér sé guð!”
Jódís horfir út í gluggann
og býst til að gegna, en utann
við sig af hræðslu grípur Á-
mundi í pils Jódísarog dregur
hana fram á gólfið, frá glugg-
DAGRENNING
anum. Þau standa bæði undir
súðinni aftan við rúmið svo
þau sjást ekki úr glugganum.
Það heyrist aftur sagt: “Hér
sé guð.” Það var alveg stein-
hljóð í baðstofunni og Ámundi
skalf af hræðslu og hélt utan
umJódisi. En Manga sat al-
veg hreyfingarlaus. Enn þá
heyrðist kallað: “Hér sé guð!
—Gott kvöld!” Jódís rífur sig
af Ámundi og segir við hann:
‘‘Ansaðu maður!”
“Æ—i—nei—elskan mín
góða. —Kanski þú gerir það,
Jódís,” sagði Ámundi eymdar-
legur.
“Guð blessi þig!” sagði
Jódís og gekk nær rúminu.
“Hvað heitir maðurinn?”
“Og það er svo sem ekki
víst að þetta sé maður, held
ég,” tautaði Ámundi,
“ófeigur heiti ég,” sagði
röddin á glugganum.
“Hann segist heita ófeig-
ur,” sagði Jódís.
“Get ég fengið að liggja
inni í nótt?’’
“Já, — ég átti von á því!
— segðu nei, Jódís. Ja, — ég
veit ekki reyndar, — það get-
ur verið varasamt líka,” sagði
Ámundi enn hræddari en fyrr.