Dagrenning - 01.06.1939, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.06.1939, Blaðsíða 8
306 DAGRENNING þr.ð gerði hann líka. Upp frá þessu hélt úrið nokkurskonar miðtíma. Það hljóp hálfann daginn eins og fjandinn hefði lofað því góðum hlutum, og linti ekki látum, að ólmast á- fram, þar til ég loksins hætti ,að heyra sjálfann mig hugsa, og meðan þessi gállinn var á því, þá gat ekkert úr í land- inu gengið á við það; hinn helming dagsins, fó: það að hægja á sér og drattaðist þá uldrei úrsporurum; loks v nu öll önnur úr orðin því jafn- hiiða, og þegar sóiarhringur- inn var á enda, þá þrammaði það fram hjá dómkyrkjustöpl- inum einmitt á réttum tíma. Það gerði hvorki meira né minnaen skyldu sína, ogsýiidi ávalt þenna meðaltíma. Þetta er nú samt sem áður mjög efasamur áreiðanlegleiki hjá úri, ég fór því aftur með það til úrsmiðs. Hann sagði. að standur- inn væri brotinn. Ég sagðist vera mjög glaður yfir því, að það væri ékki meira að því, en þegar satt skal segja, þá hafði ég ekki minnstu hug- mynd úm, hvað hann meinti, en svona frammi fyrir ókunn- ugum manni, gaf ég ekki um að láta bera mikið á vsnþekk- ingu minni. Úrsmiðurinn fór svo til verks og gerði við hinn áminnsta stand, en það, sem úrið vann að einu leitinu, því tapaði það að hinu. Fyrst, þá gekk það stundarkorn, svo stanzaði það, svo tók það alt í einu á sprett, og svo stanz- aði það aftur, en í hvert sinn sem það tók sprettinn, sló það eins og byssa, þegar úr henni er hleypt, í nokkra daga gekk ég með svæfil á brjóstinu, og rölti svo loks af stað með það til úrsmiðs. Hann tók það í sundur, tægju fyrir tægju, og snéri og marg snéri pörtunum undir sjónauka sínum; síðan sagði hann, að það væri eitthvað bogið við stöðvarann. Hann gerði við það, og setti það af stað aftur. Nú gekk það vel, að því undanskildu, að þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í tíu, þá festust vísirarnir á því saman, og frá því augna- bliki urðu þeirnafnarnir sam- ferða eins og einn vísir væri. Engin lifandi maður gat séð hvað tímaleið á slíku úri, og því fór ég aftur með það til úrsmiðs til þess, að fá góða aðgerð á því.

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.