Dagrenning - 01.06.1939, Síða 9
D/GRF.NNING 307
Hann sagði. að glasið væri
beiglað og, að fjöðrin væri
ekki nógu bein; auk þess þá
þyrfti nokkur hluti verksins
aðgerðarvið. Hann gerði við
þetta, og svo gekk það alveg
rétt, að því umlanteknu, a‘ð
þegar það 1 afði gengið ofur
rólega í 8 tíma, þá fór það
skyndilegaað suða eins og bý-
fluga, en vísirarnir tóku til að
snúast eins og skopparakring-
la, og það svo ótt, að þeir
mistu sitt upphaflega sköpu-
lag og virtust að vera eins og
fínn köngulóarvefur, sem væri
strengdur yfir skífuna. Þeir
skeiðuðu yfir alla klukkutíma
sólarhringsins á 6 mínútum
og svo fór það f spón með há-
um hvelli.
Með þungum hug fór ég
aftur til úrsmiðsins; þar beið
ég að horfa á að hann tók sig-
urverk mitt í sundur; var ég
þá að hugsa um, að yfirheyra
hann stranglega, því þettafór
að verða alvarlegt mál, að mér
þótti. úrið hafði uppruna-
lega kostað tvö hundruð doll-
ara og nú ímyndaði ég mér,að
ég væri búinn að kosta til að-
gerðar á því að minnsta kosti
sömu upphæð.
Þegar ég virti hann fyrir
mér betur, þekkti ég þar gaml-
ann kunningja frá fyrri dög-
um. Hann hafði verið mask-
ínumeistari á gufuskipi og þó
í löku meðallagi, þar ofan í
kaupið. Hann rannsakaði nú
verkið mjög nákvæmlega al-
veg eins og hinir aðrir úrsmið-
ir höfðu gert, og svo lét hann
í ljós álit sitt um það í sama
drembilega rómnum og hinir:
“Það missir of mikla gufu....
....þér verðið að hengja stóra
skrúfulykilinn á öryggispíp-
una!”sagði hann.
Nú þótti mér nóg komið,
ég rauk til og lúskraði hann
þegar í stað, og annaðisi svo
sjálfur læknishjálpina.
Vilhjálmur frændi minn,
sem því miður er nú dáinn,
var vanur að segja, að góður
hestur væri góður hestur, þar
til hann hefði fælst einu sinni
og að gott úr væri gott úr þar
til úrsmiðurinn hefði klófest
það fyrir alvöru; og svo var
hann oft og tíðum að grufla
yfir því, hvað orðið gæti af
öllum óheppnum kolasprengj-
urum, byssusmiðum og járn-
smiðum, en engin gat gefið
honum upplýsingar um það.