Dagrenning - 01.06.1939, Síða 18
DAGRENNING
316
Hjmító frjptítr.
★
Fyrir nokkru síðan var
þeim hjónunum Jónasi John-
son og Ingibjörgu, haldið veg-
legt samsæti í samkomuhúsi
Fi'amnes bygðar í tilefni af
þá nýlega afstaðinni giftingu
þeirra. Samsætið var afar-
fjölmennt, sem lýsti betur en
nokkuð annað hinum miklu
vinsældum þeina hjóna, víðs-
vegar í sveitinni og lengra að.
Samsætinu stýrði prestur
bygðarinnar, séra Sigurður
Ólafsson, af sinni alþekktu
lipurð og ljúfmennsku. Gestir
skemtu sér við ræðuhöld og
söng, og neyttu beztu veitinga
sem voru rausnarlega fram-
bornar.
Kvæði var þeim flutt frá
þeim Djúpadals hjónum, Jón-
asi og konu hans, og er það
kvæði birt á öðrum stað hér
í þessu blaði.
★
Sjónleikurinn ‘Misskiln-
ingurinn,’' var sýndur í Fram-
nes, Hnausa og Víðir, af leik-
flokk frá Víðir. Aðsókn var
góð í sumum plássunum, og
mun fólk hafa haft ánægju af
að horfa á þenna gamanleik.
★
Ofsa rigning og hagl kom
hér þann 28. þ. m., og gerði
haglið miklar skemdir á ökrum
bænda. Á sumum stöðum er
korn og kálgarðar alveg eyði-
lagt; og gluggar í húsum víða
brotnir. Haglbilur þessi fór
yfir á þriggja til fjögra mílna
breiðu svæði, tildæmis í bæn-
um Arborg kom sama sem
engin rigning og ekkert hagl.
Aftur á móti gerði hagl tals-
verðar skemdir í Geysirbygð-
inni.
★
Á orði er haft, að talsvert
af vegum hér í Víðir bygðinni
verði mölbornir á þessu sumri.
Annars eru vegir yfirleitt í
góðu lagi og færir yfirferðar
í flestum veðrum. Áreiðan-
legajrafa meðráðamenn deild-
arinnar, ekki legið á liði sínu,
þegar til þess kom, að líta
eftir hag deildarinnar. Samt
mun nóg hafa verið að þeim
fundið á liðnum árum. Það
gengur svona fyrir manni.
★