Heilsuvernd - 01.02.1972, Blaðsíða 4

Heilsuvernd - 01.02.1972, Blaðsíða 4
JÓNAS KRISTJÁNSSON LÆKNIR OfFóðrun, vanfóðrun Skoðanir lækna á matarœði og fóðrnn yfirleitt Jiafa tekið allmiklum breytingum á hin- um síðustu 5 — 6 áratugum. Fyrr á timum, áður en mönn- um varð kunnugt um það, sem nú er kallað fjörefni (vitamín) og áður en menn vissu um þcer sníkjujurtir, sem vér köllum sýkla eða sótt- kveikjur, sem eru orsök sjúk- dóma, var sú kenning mjög ríkjandi meðal lækna, að nauðsynlegtværi að látamenn svelta. Þá þótti sérstaka nauð- syn bera til þess, að fæði þeirra manna, sem höfðu í- gerðir eða skurðir höfðu ver- ið á gerðir, væri naumt og létt. Þá var sýklavarúð óþekkt og hætt við igerðum í flest sár. Tálið var, að við nauma fæðugjöf yrði minna um vessa í líkamanum og þá einnig minna um igerðir. Vessarnir voru taldir skapa aukin igerð- arskilyrði. Eftir að berklaveikin fór að verða kunn og algengari, breyttist þessi kenning og fór yfir í gagnstæðar öfgar. Berklaveikinni var mikil meg- urð samfara. Þótti þvi nauð- syn bera til að fóðra vel berklaveika menn, jafnvel að fita þá sem mest. Fitusöfnun þótti bezti vottur um mikinn lífsþrótt og mótstöðuafl gegn berklaveikinni. Þá var blátt áfram troðið í berklasjúkl- 4 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.