Heilsuvernd - 01.02.1972, Blaðsíða 5

Heilsuvernd - 01.02.1972, Blaðsíða 5
inga. Var með öllu móti reynt að fá þá til að borða sem mest, hvað sem matarlyst og melt- ingu leið. Árið 1901 heimsótti ég heilsuhælið í Vejlefjord í Dan- mörku. Var það þá nýlega byggt. Saugman, yfirlœknir hælisins, hinn mesti lærdóms- og gáfumaður, hélt mjög fram þeirri kenningu, að nauðsyn bæri til þess að sjúklingamir borðuðu mikið og hefðu sem kröftugast fæði. Sjálfur hafði yfirlæknirinn verið berkla- veikur og var það sennilega ennþá. Hann var og mjög feit- ur. Ég tel engan efa á því, að með þessari offóðrun var berklasjúklingum unniS á timábili talsvert ógagn. Meiri stund var lögð á það að láta berklaveika borða mikið en hitt að vanda samsetningu fæðunnar. Enda voru ýmsar nútíðarkenningar um hoTlustu mataræðis óþekktar þá. Nú vita menn, að ofát veldur ýmsum álvarlegum kvittum, en er ekki vörn eða hjálp í baráttunni við berklaveikina. Ofátið skaðar meltingarfærin og æðákerfið og getur váldið þeirri bilun á þeim, að hættu- legri sé lífinu en sjálf berkla- veikin. Er óhætt að fuUyrða, að ofát og afleiðingar þess stytta oft lífið meira en marg- ir sjúkdómar, sem stafa af sýklavöldum, Ofát ofbýður mest starfskröftum þeirra líf- færa, sem vinna að hreinsun likamans og firra hann eitur- efnum. Er ærið starf fyrir hreinsunartæki likamans, þó að þeim sé ekki að auki of- boðið með of mikilli fæðugjöf, sem eykur á eiturframleiðslu í likamanum. Með söfnun eit- urefnanna eru berklasýklun- um gefin ný og aukin vaxtar- skilyrði, en jafnframt stór- dregið úr þrótti likamans og þoli gegn sýklum. Á íslandi vantar ekki gnægð fæðu. En flesta Islend- inga vantar þekkingu á því að velja sér rétta fæðu og nota hana. Ef menn nota náttúr- legar, rétt váldar og rétt sam- settar fæðutegundir, er hvorki hætt við offóðrun né vanfóðrun. Ætíð er hætt við ofneyzlu, ef um óheppilegar og óheilnœmar matvörur er að ræða. Þá fara saman offóðrun og vanfóðrun. (BERKLAVEIKIN OG MATAR- ÆÐIÐ. Eimreiðin 1936. Nýjar leiðir, 2. rit NLFÍ 1942). HEILSUVERND 5

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.